Vikan


Vikan - 25.09.1980, Síða 22

Vikan - 25.09.1980, Síða 22
Blái fuglinn Hér á landi munu nú um 130 manns hafa gengist undir stomiaaðgeröir, bæði hér og erlendis. Þessir aðilar verða alla sína ævi að ganga með hjálpartæki'og sjá sjálfir um að lósa frá sér úrgang fæðunnar og sannleikurinn er sá að þeir læra furðu fljótt að sætta sig við hlutina eins og þeir eru og eru þakklátir fvrir að hafa fengið lækningu á sjúkdómi sínum. Það má nærri geta að röskun á einkalífi þessa fólks er mikil en henni hefur þó verið mætt með miklum fram- förum I skurðlækningum og þó enn meira með stórþættum hjálpartækjum, hjúkrunartækni og félagslegri aðlögun siðustu áratuga. Árið 1977 voru stofnuð samtök fólks sem gengist hefur undir stómaaðgerðir og velunnara þeirra. í þessari grein munu nokkrir meðlimir Stómahópsins tjá sig auk þess sem stómaaðgerðum verður lýst örlítið. Sluðst er við Frétta- bréf um heilbrigðismál (132. hefti) þar sem fjallað er um stómaaðgerðir. Um 140 ára þróun Fyrsta ristilop sem um getur gerði franskur læknir, J. Amussad að nafni. i París árið 1839. Op þetta var með nokkuð öðrum hætti en nú er gert því opið var leitt út um bakið og hlýtur það að hafa verið til mikilla óþæginda fyrir sjúklinginn. Nútima tækni við varanlegt ristilop kemur þó ekki fram fyrr en 1908 er Miles lýsti fyrstu árangursríku aðgerð vegna illkynja æxlis I endaþarmi. Verulegar framfarir urðu þó ekki fyrr en um 1950 er gerð ristilopa færðist í núverandi horf. Þú ferð inn á salerni og losar þig við úrgang fæðunnar á venjulegan hátt. Þú þarft ekki að nota hjálpartæki til þess eins og sumir, jafnvel 5 ára drengur sem þannig er skapaður að hann vantar tippi. Þú hugsar vafalaust ekki oft um hve heppinn þú sért að vera rétt skapaður, geta gengið, séð, heyrt, talað, tjáð þig, gert þarfir þínar á eðlilegan hátt. í augum þfnum er það vafalaust óhugnanleg og fráleit hugsun að eiga að ganga með tilbúið þarma- eða þvagop og þurfa að ganga með poka á maganum það sem eftir er ævinnar. En til eru þeir sem vegna ýmissa ástæðna, s.s. sjúkdóma, meðfæddra galla, lömunar o.s.frv., geta ekki notað hin eðlilegu þarfagöng líkamans en hafa í staðinn tilbúin þarfagöng. Göngin eru á læknamáli nefnd Stomia og þessi göng þurfa flestir þeirra að hafa ævilangt. XX VlKan 39. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.