Vikan


Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 24

Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 24
Blái fuglinn HJÁLPAR- TÆKIN SAMEINA OKKUR Hvert sem ég fer svo lengi sem ég lifi Hg er 58 ára karlmaöur. giftur. Þaö mun hafa veriö seint á árinu 1978 að ég fór aö velta þvi fyrir mér hvort meltingarfæri mín væru ekki i lagi. Ástæðan fyrir þessuni vangaveltum mínum var sú að mér fannst ég liafa ócðlilega oft hægðir og ágerðist |xtta er á vcturinn leið. 1 marsbyrjun 1979 færði ég þetta I tal við heimilislækni minn. Það skal tekið fram að ég hal'ði enga verki eða óþægindi önnur en áður voru nefntl. Læknirinn sagði mér að fara rneð sýni i rannsókn sem ég gerði. Ekkert heyrði ég frá þessari rannsókn meira og taldi þvi að hér væri um minniháttar meltingartruflun að ræða. Svo var það seint i mai sania ár að ég fór í nokkurra daga sumarfrí til að dytta að lóðinni með meiru. Kvöld eitt er við hjónin vorunt að spila hridge með kunningjum okkar fannst mér ég alit i einu vera altekinn harðsperrum. sem ég taldi fyrst vera af óvana við erfiðis- vinnu. en er ég fann að ég var kominn með rnikinn hita. sem hélst svo næstu 3 daga og verkur var kominn neðarlega i kviðarholið. sótti að mér óþægilegur beygur og kallaði ég þá á heimilislækni minn. Satt að segja held ég honum hafi ekki litist á ástand mitt og var ég kominn á sjúkrahús samdægurs. Mynd var tekin af ristlinum sent sýndi að æxli var neðarlega í honum. Það kom mér ckkcrt á óvart þegar læknirinn sagði mér að á mér þyrfti að gera nokkuð stóra aðgerð til að fjarlægja það. Sjálfri aðgerðinni kveið ég ekkert en sú spurning sótti fast á mig hvort þetta væri illkynja æxli og það olli mér kviða. Aðgerðin var siöan gerð þann 19. júni. Þegar læknirinn sagði ntér að hann hefði lokað endaþarminum og gert op fyrir ristilinn i gegnum ntagavöðvana (kolostomiu) var ég með sjálfum mér sannfærður um að æxlið væri illkynja. Þegar niu dagar voru liðnir frá því að aðgerðin var gerð óskaði ég eftir samtali við skurðlækninn einan. Hann kom til mín eftir stofugang og spurði ég hann þá hvers konar æxli þetta hefði verið. Tjáði hann mér að æxlið hefði verið illkynjað. Jafnframt sagði hann mér að æxlið hefði verið það neðarlega og nálægt enda- þarminum að áhættan hefði verið of niikil að loka honurn ekki, ef unt illkynja æxli væri að ræða. Siðan útskýrði hann fyrir mér kolostomiuopin og hve margir hefðu gengist undir svona aðgerðir og að tækninni varðandi hjálpartækin færi ört fram. Einnig sagði hann mér frá því að stofnaður hefði verið félagsskapur þeirra sem gengist hefðu undir hliðstæðar aðgerðir. Hann skýrði mér frá ýmsu i sambandi við aðgerðina sem boðaði gott og taldi verulegar likur á að komist heföi verið fyrir sjúkdóminn. Fyrst eftir að ég fékk að vita hvers eðlis æxlið var, að ég hefði verið með krabbaæxli. sótti að ntér gremja og lciðar hugsanir. Ég velti þeirri spurningu fyrir mér fram og aftur hvers vegna ég lenti í þessu fremur en aðrir. Að sjálf- sögðu fékk ég ekkert skynsamlegt svar við þessum vangaveltum rninunt. En mér leið afar illa við þessar hugsanir. Ég hafði legið á einbýlisstofu en þar sem mér leið nú betur eftir aðgerðina var ég fluttur á fjölbýlisstofu og þar hresstist ég verulega. bæði andlega og likamlega. Ég komst fljótlega að þvi að ég var ekki sá eini sem var veikur. Mestu áhrifin á mig höfðu ungu mennirnir sem höfðu lent i slysum og áttu ntargir hverjir óglæsta framtið fyrir höndum. Ég hef liklega til að byrja með vorkennt sjálfum mér i veikindunt minum en ég held mér sé óhætt að fullyrða að það geri ég ekki lengur, þótt ég þurfi það sem eftir er ævinnar að horfa á er ég losa mig við úrgang fæðunnar. Síðast í júli var ég útskrifaður af spitalanum og I. september fór ég að vinna hálfan daginn og I. janúar 1980 hóf ég vinnu allan daginn. Að lokum vil ég segja þetta: Ég lit ekki á að ég sé með neinn sjúkdóm, þó ég hafi þetta stómaop, heldur er hér um að ræða lítilsháttar fötlun. Síðan ég fór að vinna og lifa eðlilegu lifi hefur ekkert komið frani sem hamlar mér í þvi efni og ég hef i huga ferðalag nú á næstunni og hef engar áhyggjur þó ég þurfi að hafa með mér min hjálpartæki en þau þarf ég að hafa með mér svo lengi sem ég lifi. Mamma, af hverju er ég ekki með nafla og tippi? Ég er aðeins 5 ára snáði og mamma verður aðsegja sögu mina fyrir mig. Það er skrítið að fæðast i þennan heim þannig af Guði gerður að þurfa allt sitt lif að nota þvagpoka eða hvaða hjálpar- tæki svo sem verða vill, en svoleiðis er þaðbara meðmig. (Urostomia.) Á meðan ég er lítill veit ég ekki annað en að ég sé eins og allir hinir en mig vantar það sem aðrir pissa með. Það er ekki fyrr en ég stækka og fer að spekúlera í öðru fólki að ég uppgötva að ég er alls ekki eins og annað fólk. Mig vantar nafla, mig vantar tippi og ég er með poka utans á mér sem þvag mitt safnast i og rennur i jafnóðum. Ég spyr mömmu: ..Mamma. af hverju er ég ekki með nafla og tippi? Af hverju pissa ég ekki eins og Jói? Af hverju hafa strákarnir ekki poka eins og ég? Mamma svarar: „Vinur minn, sumir 24 Vikan 39. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.