Vikan


Vikan - 25.09.1980, Side 41

Vikan - 25.09.1980, Side 41
Frami Eiriks Dorf i SS-sveitunum fer vaxandi. „Fari hann til helvítis, Nebe." sagði Blobel. Þegar þeir gengu út heyrði ég i Blobel, sem talaði af ásettu ráði mjög hátt við hinn foringjann: „Við verðum að gera eitthvað við litla brögðólta drullusokkinn.” Berlín I mai 1942. Ég er kominn aftur til Berlínar. dauð- uppgefinn eftir siðustu ferð mina um hemumdu svæðin. Loksins fæ ég tæki- færi til að halda Mörtu I faðmi mér. kyssa elskulegt og bjart andlit hennar. strjúka á henni hárið. sameina likama okkar í Ijúfustu allra faðmlaga. Ég get naumast beðið þess að hitta börnin. Pétur er í þjálfun ásamt Jung- volk-hópnum sínum, undirbúningsdeild fyrir Hitlersæskuna. Hann segist vilja ganga i SS þegar hann hefur aldur til, i baráttusveit eins og Panzersveitirnar eru. Ég sagði honum að striðinu yrði löngu lokið þá. Þýskaland yrði búið að sigra. Lára litla fær hæstu einkunnir i skólanum. Kennararnir hennar lilbiðja hana — hún er svo falleg, lifandi og hlýðin. Með hverjum degi aukast verkefni min og ábyrgðin sem ég ber verður æ meiri. Heydrich segir að ég sé hreint vinnu-átvagl. Ég geri meira á einum degi en allir hinir aðstoðarmenn hans á heilli viku. Hann kallar mig „kjarna-málsins” majór. Við ræddum viðbótaraðgerðir nú i morgun. 21. mai, þegar ég var staddur á skrifstofu hans. Fyrir tveim mánuðum hófst notkun kolsýrings í nýju búðunum í Belzec, en útkoman er ekki nógu góð. Heydrich vill fá nákvæma skýrslu. Og i Chelmno, skammt frá Lodz, er verið að reyna frumlega nýja aðferð — risavaxna bila. þar sem útblástursgufunum er blásið inn i lokaðan vagninn. Það leikur einnig nokkur vafi á hve sú aðferð sé áhrifarík. Við gerðum talsvert grin að Blobel. Ég hlýt að hafa hrælt hann upp úr skónum. Hann fór beint til Babi Yar og gróf upp heilmarga skrokka og brenndi þá upp til agna á stórum bálköstum gerðum úr járnbrautatimbri sem bleytt hafði verið upp úr bensíni. Það vekur furðu manns hvernig Blobel náði i efnið þvi nú er stríð og skortur á öllu og her inn notar allt eldsneyti sem hann kemur höndum yfir. En herinn stekkur til þegar við skipum fyrir. Og kannski hef ég vanmetið Blobel. Þessi aðferð hans að losna við skrokkana er eftirtektarverð. eins og Himmler skipaði fyrir verður „ekki einu sinni askan eftir”. Um það bil sem ég var að fara kallaði Heydrich mig til sín aftur og rétti mér pappírsörk. „Hvað finnst þér um þetta, Dorf?” Ég las það sem þarna stóð og það var erfitt að láta sér ekki bregða. „Upphátt,”sagði Heydrich. „Eirikur Dorf, majór í starfsliði þinu. var i upphafi þriðja áratugarins með- lintur í æskulýðssamtökum kommúnista við Berlinarháskóla. Faðir hans var meðlimur Kommúnistaflokksins og framdi sjálfsmorð vegna hneykslis i sam- bandi við fjármál. Það er hugsanlega gyðingur aftur i móðurætt Dorfs. Þetta er allt þess virði að rannsaka það nánar." „Jæja?” „Þaðer engin undirskrift,” sagði ég. „Það er það aldrei. Hvað segirðu þá, Eiríkur?” „Lygar. Eins og við segjum i réttin- um: að hluta til og heildin. Faðir minn var sósialisti um skeið. Ekkert alvarlegt. Hann og bróðir hans. Þeir jöfnuðu sig á þvi. Æ, fyrirgefðu. Eitt af þessu er rétt. Hann framdi sjálfsmorð en það var ekk- erl hneyksli. Hann varð gjaldþrota I kreppunni. Það eru engir blettir á móðurætt minni.” „E.rtu viss?” „Það var gerð þessi venjulega athugun á mér 1935. Drottinn minn. hershöfðingi, hvers vegna þarf svona að komaeftirsjöáradygga þjónustu . . .” „Já, ég er þér sammála. Þvi miður fékk Himmler líka eitt svona. Ég er hræddur um að hann vilji fá aðra skýrslu um þig. Fjölskylduna og þess háttar.” „Fullvissaðirðu hann ekki um mig?" „Þú þekkir hvernig það er í sveitun- um. Við Himmler eigum í okkar inn- byrðis stríði. Ég er ansi hræddur um að þú hafirorðiðá milli.” „Hefurðu einhverja hugmynd um hver sendi þetta eitur?” „Það gæti verið einhver af heilli tylft. Leið til að klekkja á mér." Ég var þrumu lostinn. „En þú ert næstæðstur að tign. Það vita allir aö þú ert yfir SS og SD og sérð um flutninga- áætlun gyðinga." „Þess vegna gæta þeir sin á mér. Sjáðu til, Eirikur, ég veit heilmikið um þá — þá æðstu og lægstu. Ég veit hvað margir þeirra eru miklir fantar og aum- ingjar. Þeir gagnast okkur þó að mönn- um eins og okkur sé ekki alls kostar um þá gefið. Við erum menntamenn, Eiríkur — vopnaðir menntamenn ef svo ber undir. En þeir fleslir — samansafn þorpara." Á veggnum voru Ijósmyndir af nokkr- um foringja okkar og Heydrich snerti yið þeim um leið og hann gekk hjá. „Goering. dópisti og mútuþegi. Þú ættir aðsjá hann í Rómverjaskykkjunni sinni. með ilmvatn, málaðar táneglur og kinnalit. Rosenberg — gyðingaástkona. Goebbels — hneyksli á hneyksli ofan. Himmler? Eitthvað bogið við ættir kon- unnar hans. Og svo komum viö að heið- ursmönnunum Streicher og Kalten hrunner, sem eru hreinir og heinir glæpamenn. Þess vegna þarf Foringinn á gáfumönnum að halda umhverfis sig. Eiríkur. Mönnum eins og okkur.” 39. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.