Vikan


Vikan - 25.09.1980, Page 42

Vikan - 25.09.1980, Page 42
Framhaldssaga „Ég vona að ég komist aldrei í (x>rp- arasafnið þitt,” sagði ég. Hanrt fór1 af’Uj.Yá’ð 's’f:!íl1)br'ðt stmí. brosti og sleppti blaðinu með upplognu ákærunum. „Því ættir þú að gera það?" Og meðan ég titraði innra með mér bætti hann við: „Ef við gerum ráð fyrir að þetta bréf sé þaðsem þú segir — lyga þvæla.” Mér stendur ekki á sama. Hvorki um lygaherferðina gegn mér né uppljóstr- anir Heydrichs um leiðtoga okkar. Hversu mikið af þessu er satt? Og hve mikið af þvi á að skjóta mér skelk i bringu. sýna mér hve vald hans nær langt? Ég get engan veginn gert það upp við mig. Ég segi sjálfum mér aðöll mikil- menni hafi sína galla. Meðal SS-manna er það útbreidd skoðun að Roosevelt sé meðsýfilis. Þess vegna sé hann bundinn við hjólastól. Heimurinn veit allur að C'hurchill er fylliraftur. En mér finnst einkennilegt að Heydrich tali svona opinskátt, svona hæðnislega, um leiðtoga okkar. Þeir hafa líf og dauða milljóna i hendi sér. Er einhver örlítill, ótrúlegur mögu leiki á að ekki sé allt með felldu hjá leið- logum okkar, stríðinu sem þeir há og stjórninni sem þeir hafa skapað? En lítum bara á hve víðtækan stuðning við höfum hlotið á öllum sviðum í þýsku þjóðlifi — kirkjurnar, fyrirtækin, versl- anirnar, verkalýðsfélögin, menntakerf- ið! Þýska þjóðin, arftakar Goethe og Beethovens, myndi ekki sætta sig við glæpamenn sem spámenn sina og kqn unga. Heydrich ýkti, kannski til að skjóta mér skelk í bringu. Eða var leyndi gyðingahlutinn í honurn þarna að verki? Chelmno. Póllandi. i júni 1942. í dag. 17. júní, ók ég ásamt Artur Nebe ofursta fyrir aftan einn tilraunabíl- inn. Það var talsverð lífsreynsla. Hún var raunar svo mikil að ég gleymdi alveg óstyrk mínum vegna lygaherferðarinnar gegn mér. Við Nebe vorum i herbíl með bíl- stjóra, og við ókum eftir afskekktum mal- arvegi. Nokkru framan við okkur ham aðist risastór flutningabíll. Hann var drullugrænn. fullkomlega luktur. gluggalaus og merktur: Gettóvagninn. „Hann tekur á,” sagði Nebe. „Næstum fjörutiu inni. Of ntargir." „Hvað tekur þetta langa stund?” „Það er misjafnt. Tíu. tólf mínútur. Lengur þegar svona margir eru í bílnum. Gasþrýstingurinn er misjafn og stundum tekur það langan tima aðsálga þeim." „Og á þetta að vera áhrifarikari að- ferð?” „Við reynum. Dorf, við reynum.” Mér líst ekkert á það. Þetta virðist af- leit aðfe/ð að leysa vandamál okkar. Þurigabílar um allt Pólland og Rússland. sem hjakka áfram um sveitirnar stynj- andi og rymjandi? 1 stað þess að hleypa kolsýringnum út í andrúmsloftið má leiða hann inn i lokað rúm og beita honum til að „flytja til” gyðinga. I nokkrum búðum eru fastar stöðvar sem nota kolsýring frá dísilvélum en þær eru líka meira eða minna á tilraunastigi. Til að mynda fengu nærri því allir gyðing- arnir i Lublin þessa meðferð í Bel/ec- búðunum. Nú eru aðrar slíkar stöðvar að taka til starfa — Treblinka. Ausch- witz. Sobibor. En enn sem komið er höfum viðekki fundið fullkomna aðferð. sem samræmir hraða, góð afköst, kemur leifunum fyrir kattarnef, og ef ég má vera hreinskilinn, hefur til að bera vissai mannúðlega eiginleika, svo sem að þjáningunum ljúki sem fyrst. „Það þarf að breyta hönnun þessara bíla,” sagði ég. „Þeir voru ekki byggðir fyrir þetta." sagði Nebe. Bíllinn erfiðaði enn og nam næstum þvi staðar þegar ökumaðurinn skipti í lægri gír. „Hvernig er það inni?” spurði ég. „Æ, það er heilmikið klórað og rifið. Stundum heyrir maður þá berja á hliðarnar.” Ég lagði viðeyru. „Ekki núna. Vélarhljóðið er of hátt." Eftir fimm minútur enn eftir hliðar-1 veginum — brattinn var mínni og bil- stjórinn gat farið hraðar á jafnsléttu — beygði bíllinn inn á akur og svo inn i rjóður. Ég fann kunnuglega lykt: rotn- andi likama. Flugur suðuðu allt um- hverfis okkur. ' Nebe leit á úrið sitt. „Ekki sem verst. Hálftíma frá Chelmnobúðum. Þeir eru áreiðanlega allir búnir að vera." Ég hristi höfuðið. „Þetta er ekki það sem við áttum við. Við brennum úr öllum þungavélum I Póllandi. Alltof. dýrt og erfitt.” Nebe var mér sammála. „Já, það þarf nýjar aðferðir. Við Blobel ofursti og Ohl endorf ofursti ræðum þetta oft okkar i milli." ,.Er það? Hvað talið þið annað um á þeim fundum?" „Ýmislegt." „Setjið þið stundum saman nafnlaus bréf til Himmlers og Heydrichs um samstarfsmenn ykkar?" „Ég veit ekki við hvað þú átt. majór." „Ekki það?" Hann vildi ekki ræða þetta frekar. Þess i stað benti hann mér að koma með sér að bílnum, þar sem ökumaðurinn og annar SS-maður ásamt nokkrum pólsk- um verkamönnum voru að draga nakta skrokka út úr bílnum. Við héldum vasa- klútum fyrir vitunum. Lyktin af saur og blóði var yfirþyrmandi. Líkamarnir voru hrikalegir, með brúnum og rauðum slettum, starandi augu, skælda munna. eins og þeir hefðu dáið á kvalafullan hátt. Skyndilega sá ég liðþjálfann kippa i lítinn likama og draga hann burt frá líki. svo kippti hann og togaði i annan. Þetta voru börn, kannski sex eða sjö ára gömul. Annað var drengur með rakað höfuð og lokka við eyrun, sem ég hafði áður séð á hreintrúuðum gyðingum þarna austurfrá. Þau voru lifandi. uml- uðu og skriðu um. Liðþjálfinn drap þau bæði hið bráð- asta meðskoti í hnakkann. Hann kom til Nebe ofursta og heils- aði. „Allir dauðir. herra. nema börnin tvö. Mæðurnar vernda þau stundum." Viðgengum afturað bílnum. „Afleitt, afleitt," sagði ég. „Já. maður verður stundum snortinn þó þetta séu gyðingar. Sumir mennirnir falla saman." Ég leit á Nebe með fyrirlitningu. Hann var búinn að fyrirskipa fjölda- morð á hundruðum þúsunda. Þetta hlutu að vera stærstu krókódilatár sem nokkur maður hafði fellt. Ég var harður 42 Vikan 39. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.