Vikan


Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 45

Vikan - 25.09.1980, Blaðsíða 45
Helena Slomova, Sasha frœndi og Rúdi Weiss í herfylki föðurlandsvina gyðinga. Verndari minn, hetja, átrúnaðargoð. Greindasti maður sem ég hef nokkru sinni kynnst. Ég er gjörsamlega miður min, óhuggandi. Fyrir sex dögum hentu tékkneskir hryðjuverkamenn sprengju undir bil hans þar sem hann ók um Prag. Ég bauðst strax til að fljúga þangað til að vera við rúmstokk hans en Himmler taldi mig af því. Það verður að halda skrifstofunni gangandi. Mæna Heyd- richs klofnaði og hann dó við ofboðs- legar kvalir. Þær sögur eru á kreiki að á banabeði sínum hafi hann lýst yfir djúpu samviskubiti vegna verka sinna. Himmler beið ekki lengi með að refsa hinum seku. Þegar i stað voru rúmlega 1300 manns teknir af lífi i Prag og Brno til að hefna fyrir fallinn leiðtoga okkar. Og þorp að nafni Lidice var þurrkað út, íbúarnir þar annaðhvort skotnir eða fangelsaðir. Goebbels (sem var aldrei náinn vinur látins yfirmanns míns) lét skjóta 152 gyðingafanga í Berlín. Hér eftir verður áætlunin um gyðingaflutn- ingana nefnd „Reinhardsframkvæmdin" i minningu hans. • Ég er búinn að vera svo miður mín vegna þessa atburðar að ég hef ekki getað skráð dagbók mína i marga daga. Það hefur enginn verið nefndur sem eftir- maður Heydrichs (hver gæti komið í hans stað?) og ég, sem alltaf var öruggur undir vernd Heydrichs fyrir óvinum mínum í ýmsum stöðum innan hreyf- ingarinnar. er nú tekinn að hafa áhyggjur af framtíð minni. Daginn sem ráðist var á Heydrich — 29. mai — lentum við Marta í leiðinda- deilu. Andrúmsloftið er þvingað heima fyrir. Hún er ástrík og elskuleg . .. en henni hefur aldrei fundist ég vera nógu metorðagjam. Og ég verð að játa að kyn þörf mín og atlot við hana hafa farið minnkandi. Ef til vill gæti sálfræðingur skýrt það. En ég hef séð svo marga nakta skrokka — ógeðslega, horaða, skítuga, dauðadæmda gyðingaskrokka — lifandi eitt andartakið, dauða það næsta og alblóðuga, að á einhvern ann- arlegan hátt veldur tilhugsunin ein um líkama, sama hvern, mér viðbjóði. Skiptir afstætt líf ef til vill meira máli I hugum okkar og sál? Voru ekki þeir dýrlingar og einsetumenn sem skeyttu ekki um hold sitt nærri einhverjum miklum sannleika? Og þannig sat ég I rúminu mínu þetta maíkvöld áður en ég fékk fréttirnar, reykti og gat ekki sofnað, hugsaði um likhrúgurnar og hvernig gyðingarnir duttu hver á annan í Minsk, Zhitomir. Babi Yar, hundruðum staða. Marta vaknaði. „Eiríkur? Er eitthvað að?” „Nei, ástin mín. Fyrirgefðu ef reykur- inn truflaði þig.” „Þú sefur ekki vel. Ekki siðan þú fórst siðast austur.” „Það er ekkert að mér. Ég er bara svolítið þreyttur. Það ert þú, elskan mín, sem verður að halda heilsunni. Barn- anna vegna." „Mér líður prýðilega.” Hún hvíldi höfuðið á bringu mér. Hönd hélt um lendar mínar. Ég fann til viðbjóðs en ég bærði ekki á mér. „Þú mátt ekki leyna því. Marta, alveg síðan daginn á læknastofunni — hvað. það eru sjö ár siðan — hef ég vitað að þtF ert veik. Þú hefur alltaf gert lítið úr veik- indum þinum og ég dái þig fyrir það. Þú ert hugrakkari en maðurinh þinn i svarta einkennisbúningnum > og með Lugerinn.” „Hvernig geturðu sagt þetta? Eftir öll hættulegu verkefnin þin? Allt það mikilvæga sem þú hefur gert fyrir Heyd- rich?” Ég tók hönd hennar af mér, settist fram á rúmstokkinn, kveikti mér í ann- arri sigarettu. „Marta, ég er hræddur um að við séum búnir að tapa stríðinu. Kannski vorum við búnir að tapa því daginn sem Ameríkanar komu í það. Iðnaðurinn þeirra, herirnir, verða okkar banabiti. Þeir búa Rússana vopnum og Rússarnir sýna enga miskunn.” „Nei. Ég trúi þvi ekki.” „Ég hef heyrt til stóru kallanna. Þeir eru þegar farnir að tala um samninga — að leika vestrinu gegn Sovétríkjunum. En þaðgengurekki." „Við munum sigra." „Ástin mín,” sagði ég, „þú skalt halda það ef þér liður betur. En ég sé hvað er á seyði.” „Eirikur, þú mátt aldrei tala svona.” Hún er gerð af hertu stáli. „Hlustaðu á mig, Marta." Ég drap i sígarettunni og sneri mér að henni. Svo þagnaði ég. Fyrir viku sá ég nokkra af mönnum Nebe reka unga gyðingakonu inn í gas- bílinn. Hún var Ijóshærð, björt yfirlit- um, fallegri en konan min. Hún neitaði að afklæðast. Þeir rifu utan af henni föt in, spörkuðu í rassinn á henni eins og hún væri dýr og ráku hana með gúmmi- kylfum inn i dauðabilinn. í svip sá ég andlit þessarar konu í stað konu minnar. „Hlustaðu á mig,” hélt ég áfram. „Einn góðan veðurdag segir fólk kannski hrikalegar lygar um okkur. Hvað við gerðum t Póllandi, í Rússlandi. Eintómar lygasögur.” „Ég mun ekki hlusta á þær." „Þeir eiga eftir að neyða þig til að hlusta. Þegar þar að kemur verður þú að segja börnunum að ég hafi alltaf vertð góður og dyggur þjónn Ríkisins. Að ég geri ekki annað en hlýðnast skipunum rétt eins og hermaður í orrustu ... skipunum aðofan.” „Ég leyfi engum að Ijúga um þig." Nebe . . . Ohlendorf. . . Eich- mann . . . Blobel. Andlit þeirra svifu frammi fyrir mér. Sjálfsöruggir. Engar 39. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.