Vikan


Vikan - 25.09.1980, Side 47

Vikan - 25.09.1980, Side 47
Vopnasérfreeðingurinn Anelavitr kennir hinum unga Aaron að meðhðndla eina af byssum þeim sem drengurinn smyglar inn i gyðingagettóið rétt fyrir uppreisn ibúanna. Pólverjinn klappaði honum á kollinn — fyrstu mannlegu eiginleikarnir sem Móses sá í fari hans. Eldri Pólverjinn stóðá fætur. „Komið ykkur út, báðir tveir. Því lengur sem þið eruð hér því meiri er hættan fyrir okkur.” Þeir fóru aftur sömu leið i gettóið og voru i hættu staddir hvert andartak. En Aaron þekkti allar leynileiðir og þeir komust að þækistöðvum andspyrnunnar meðþyssuna sína. Fáeinum dögum síðar kallaði Morde- chai Anelevitz saman hóp andspyrnu- fólks I leynilegum aðalstöðvum sínum. Mikilvægasta fólkið þar var síonistaæsk- an — unglingsdrengir og -stúlkur. Eldra fólkið — Móses frændi, faðir minn, Zalman, Eva — sat við vegginn og horfði á. Anelevitz var sjálfur heitur síonisti og var i mörg ár fyrir hóp sem nefndi sig Hashomer Hatzair. En nú hafði hann ekki áhuga á neinum stjórn- málum. Hann vildi þjálfa hermenn, bar- dagamenn. Meðeinni byssu. Hann stóð frammi fyrir unga fólkinu og sýndi hvernig byssan starfaði. Gikk- inn. Hlaupið. Hlaðninginn. Svo leit hann á ungmennin. „Hver vill vera fyrstur?” Drengur steig fram. Hann var ekki eldri en sextán ára. „Þetta gæti verið Rúdí," man Eva að faðir minn sagði. Á vegginn fjærst hafði verið hengd klippimynd af þýskum hermanni — með hjálm og jakka og stóran hakakross. Anelevitz sneri drengnum að markinu og skellti byssunni í hönd hans. Framhald í næsta blaði. Einkaréttur á tslandi — (Gcrald Green — Bookman Agency.» Lausn á eldspýtnaþraut á bls. 28 a) 5 á 2 b) 7 á 10 c) 3á8 d) 1 á 4 e) 9á6 39. tbl. Vlkan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.