Vikan


Vikan - 25.09.1980, Side 62

Vikan - 25.09.1980, Side 62
Pósturinn Heimilisföng frá hermikráku Hæ, hæ Póstur! Ég vil auðvitað byrja á því aö þakka gott lestrarblad og svo auðvitað ástarkveðjur til þín (ekki fara hjá þér). Ég er ekki að biðja þig um aö hjálpa mér með mín ástarmál. Þegar ég lendi í vandræðum með þau þvœ ég mér bara um hausinn eða legg höfuðið í bleyti. Nei, ég ætla að hjálpa þér dálítið með því að gefa þér heimilisföng aðdáendaklúbba. Ég sá nefnilega þau sem birtust í 28. tbl. Vikunnar 10. júlí síðastliðinn og mátti til að bæta þessu við, ég er svo mikil hermikráka. Jæja, best að koma með heimilisföngin og ef hún Helga ersvöng þá skal ég bjóða henni á Ask. Bless. Ein hermikráka Hér koma heimilisföngin: Deep Purple Fan-Club, Thomas Mayer Ernst Luders Markt 16-18, Postfach 1141, D 2257 Bredstedt. Elvis Presley Fan-Club, Kersten Reigh, Am Ring 4, 4520 Melle 9. Uriah Heep Fan-Club, Gina Wanner Biengenstr. 4, D. 7801. Ehrenkichen 3 Smokie Fan-Club, Sylvia Dargel Julienstr. 44, D 4300 Melle 1. Teens Fan-C'lub Barbara & Claudia Myask, Heideweg 121 a, D. 4700 Hamnt 1. Rolling Stones Fan-Club, Postfach 33021, D 2800 Bremen 33. Queen Fan-Club, Rainer Wattenberg Luisenstr. 5, D. 4902 Bad Salzuften 1. Og við þökkum hermikráku kærlega veitta aðstoð og ástar- kveðjur. Helga fer ekki á Ask á næstunni, því öll vandamálin sem hún hefur gleypt að undan- förnu ollu slæmu magasári. Hún er því á léttu fæði þessa dagana. Ó, þú mátt til____________! Kæri Póstur! Ég ætla bara að spvrja þig einnar spurningar. Hvernig er hægt að ná aj'sér freknum? Ó, þú mátt til með að gefa mér ráð. Og í lokin: Vikan er alveg frábœrt blað og ég les hana alltaf. Með fyrirjram þökk fyrir birtinguna. Ein J'reknótt. Því miður, ágæta freknótt, Pósturinn á bágt með að vinna kraftaverk. Freknur, sem einu sinni eru komnar á nef eða aðra líkamshiuta, fara ekki svo glatt af aftur. Eina ráðið til að ná þeim væru húðflutningar, sem er heldur dýrkeypt undankomu- leið. Sættu þig við freknurnar, enda eru þær oftast frekar prýði en hitt. Eins og Pósturinn hefur áður bent á eru margar frægustu leikkonur heims sérdeilis freknóttar og þykir bara betra. Lífið væri heldur bragðdauft ef allir væru eins í útliti og freknulaus heimur væri mun fátæklegri en nú er. Flugfreyjustörf Hæ Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður en ég œtla nú að láta verða af því. Mig langar til að prófa flugfreyjustörf og langar mig til að spyrja þig um þau. Taka flugfélögin við sumar- stúlkum til Jlugjreyjustarfa innanlands (til að byrja með)? Ef svo er hvað þarf maður þá að vera gamall? Fær maður að fara í utanlandsferðir ej'tir svona 1-2 mánuði? Þarf maður einhver skilríki til að vera sumarstúlka? Þarf maður að taka einhver próf? Hvernig próf? Hvað fær maður í kaup á mánuði? En ef maður ætlar að hafa þetta að œvistarfi þarf þá að haj'a einhver próf? Hvaða tungumál þarj' maður að kunna? Hvað þarf maður að vera hár o.s.frv.? En svo er það annað. Ég er búin að vera hriftn afstrák sem er búinn að vera eitt ár erlendis, en núna þegar ég sá hann varð ég alveg vitlaus I hann. Hann er einu ári yngri en ég en hann var í sama skóla. Eg sé hann frekar sjaldan en þegar ég sé hann þá get ég ekki hætt að horfa á hann. Eg hef ekki hugmynd um hvar hann á heima núna eða hvar hann átti heima áður en hann Jór út. 62 Víkan 39. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.