Vikan


Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 6

Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 6
um landráð og finnskt herlið gekk á land á Álandseyjum. Spennan milli Finnlands og Svíþjóðar jókst hröðum skrefum og þetta alvarlega ástand var gert að umræðuefni í júní 1920 hjá hinu nýstofnaða Þjóðabandalagi sem var undanfari Sameinuðu þjóðanna. Litið var á deiluna sem milliríkja- vandamál og því sendi Þjóðabandalagið sérstaka rannsóknarnefnd til Álands- eyja. Sú nefnd mælti ekki með aðskilnaði eyjanna frá finnska ríkinu en taldi Álendinga mynda sérstakan hóp innan þess. Þá mælti nefndin með hlut- leysi Álandseyja og að þær yrðu áfram her- og vopnalaust svæði. Svíar og Finnar gengu að þessum niðurstöðum og 6. apríl 1922 var lýst yfir ævarandi hlutleysi Álandseyja. Sovétríkin hafa aldrei. gert tilkall til aðstöðu á eyjunum hvorki í síðari heimsstyrjöldinni né síðar. Þótt Álandseyjar tilheyri Finnlandi, þar sem langflestir landsmenn tala finnsku og kunna ekki sænsku, er sœnska tungumál Álendinga. Margir þeirra búa á „meginlandi” Álandseyja og þeir stunda landbúnað, sjósókn og þjónustustörf (einkum viðferðamenn). Bújarðir Álendinga eru yfirleitt fremur litlar en jarðnýting mikil, auk útbreiddrar vélvæðingar. Helstu uppskerutegundir eru hveiti, hafrar, bygg, kartöflur, rófur, agúrkur og laukur — og auðvitað grænt gras. Eplarækt er einnig talsverð. Skipaútgerð hefur lengi verið einn af höfuðatvinnuvegum Álendinga og munu þeir eiga stóran hluta af verslunarskipastól Finnlands. Því er ekki að undra þótt William Waldemar Nordlund, sem verið hefur ræðismaður íslands á Álandseyjum frá því árið 1964, hafi verið forstjóri skipatryggingafyrir- tækis allt þar til hann settist í helgan stein á síðasta ári. Álendingar hafa varðveitt sögu sína vel með því að endurbyggja gamlar byggingar og búgarða og með mjög vel skipulögðum minja- og sögusöfnum. Þeir sem á annað borð ferðast til Svíþjóðar eða Finnlands ættu endilega að koma við á Álandseyjum. Þar er margt að sjá og njóta og ferðamátinn getur verið margvíslegur — til dæmis sjást þar margir hjólreiðamenn á ferli með tjald í farangrinum. Sökum þess hve margir ferðamenn sækja til Álandseyja sigla þangað (og áfram til Finnlands) stórar ferjur sem eru í raun skemmtiferðaskip. Um borð geta menn margt aðhafst, til dæmis dólað í sólstól uppi á dekki eða dansað í takt við lifandi tónlist á einum af mörgum veitingastöðum. Flestir bregða sér í ódýra fríhafnarverslunina um borð. Siglingin milli Stokkhólms og Mariehamn tekur 5 klukkustundir, en fargjaldið kostar aðeins 60 t krónur íslenskar. t i Eflaust fyrirfinnast fleiri góðir matsölustaflir á Álandseyjum, en að þeim ólöstuðum vill greinarhöfundur leyfa sér að hœla Bistro Erica sérstaklega. Þar fást úrvals fisk- og kjötréttir unnir úr fyrsta flokks hráefni af bráð- góflum matreiðslumönnum. Ekki sést mikið af Bomarsund- virkinu nú á dögum, eins og myndin til vinstri sýnir. Rússar byggðu það í því skyni að eignast þar mefl framvarflarstöfl á Eystra- salti. Bresku og frönsku herirnir réðust gegn þvi i Krimskaga- striðinu á síðustu öld og sýnir teikningin hérfyrir neflan þegar þeir gera árás gegn þvi i ágúst árið 1854. 6 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.