Vikan


Vikan - 13.08.1981, Qupperneq 38

Vikan - 13.08.1981, Qupperneq 38
þegar smellt er af. 1 landslagsmyndum eru oft mörg smáatriði sem aldrei verða skörp á mynd nema vélinni sé haldið alveg stöðugri þegar mynd er tekin. Augljósasta leiðin til að ná slíkum stöðugleika er að nota þrífót. Hann íþyngir þó að sjálfsögðu hverjum þeim sem burðast með hann yfir holt og hæðir og því vilja margir fremur treysta á að finna eitthvað úti í náttúrunni til að styðja myndavélina sína við. Til slíks má notast við traustar trjágreinar, steina og staura og nánast hvað sem er. Þessi aðferð hefur sér það til ágætis að ósjald- an neyðir hún menn til að kanna sjónar- horn sem þeim hefði aldrei hugkvæmst ella. Málamiðlunarleið milli þessara tveggja er að hafa með sér einfótung og nota sem staf á göngu en til stuðnings myndavélinni þegar myndir eru teknar. (Það er margt vitlausara en að athuga hvort þrifótur hefur innbyggðan einfótung þegar slíkur er keyptur.) Um filmur höfum við rætt áður en hér gildir að sjálfsögðu að nota sem allra hægasta og smákornóttasta filmu. Mikið skerpusvið og léleg birta getur þó útheimt hraðari filmu ellegar notkun þrífótar og myndatöku á tíma. Næmt auga Lykillinn að grípandi góðum lands- lagsmyndum er næmt auga fyrir mynd- efni og æfing og hugkvæmni og listrænt skyn í túlkun þessa landslags á filmu. Fallegt landslag er hreint engin trygging fyrir góðri mynd. Fallegt er ekki alltaf myndrænt. Bestu landslagsmyndirnar eru oft tiltölulega einfaldar en ljós og skuggar látnir fara með mikilvæg hlut- verk. Jafnvel þó myndsviðið sé vítt og landslagið margbreytilegt fer yfirleitt betur á því að beina athygli mynd- skoðandans að einhverjum ákveðnum hluta þess, með öðrum orðum að leggja áherslu á einhvern ákveðinn hlut. Eins og við höfum áður rætt er leiðin til að skapa dýpt og fjarvídd í myndum sú aö nota gleiðlinsu og hafa I forgrunni einhvern hlut af þekktri stærð. Oft á líka við að krjúpa og jafnvel leggjast á jörðina með gleiðlinsu og hafa sjóndeildarhringinn ofarlega I myndinni. Vegna þess hve gleiðlinsur hafa mikið skerpusvið þarf ekki að nota mjög litið ljósop til að ná fullri skerpu út allt mynd- sviðið. Það verður víst seint lögð of mikil áhersla á nauðsyn þess að kanna ólík sjónar- og myndhorn áður en smellt er af. Prófið endilega að velta mynda- vélinni, leggjast á jörðina, klifra upp á steina og hóla og labba svolítið um áður en þið takið ákvörðun um besta mynda- tökustaðinn, sem því miður er allt of oft ákveðinn án nokkurra slíkra athugana. Verði Ijós Stundum velti ég þvl fyrir mér hvers vegna lsland er ekki auglýst I ríkum mæli sem paradís landslagsljósmyndara. Við státum ekki aðeins af geysimynd- rænu landslagi heldur einnig fjölbreyti- legu veðurfari og birtuskilyrðum. Fyrir landslagsmyndarann er um að gera að nýta sér hvort tveggja til fullnustu. Byrjandanum er fyrir bestu að fara að taka eftir áhrifum náttúrulegs ljóss á umhverfi sitt og ég þori að fullyrða að fyrir mörgum mun fara svo að hann mun undrast að hafa haft sjónina öll þessi ár án þess raunverulega að sjá. Þegar sólin kemur upp er birtan i fyrstu mjög mjúk og óraunveruleg og eins og vel má sjá á myndum sem teknar eru við þessar aðstæður er ljósið rauðgulleitt (úr því má draga með filter 82 A). Sólin kastar um þetta leyti mjög löngum en daufum skuggum og þar sem lýsingin er tiltölulega jöfn hafa myndir, sem teknar eru við sólarupprás eða fyrir sólsetur, yfirleitt yfirbragð mikillar frið- sældar. Um leið og sól hækkar á himni minnka skuggarnir og dýpka og við það skapast miklar andstæður ljóss og skugga. Þetta er lýsing sem þykir hæfa mörgum landslagsmyndum enda dregur hún mjög ákveðið fram liti, lögun og form. Þó þarf að gæta þess mjög vel hvar skuggarnir falla í landslaginu og hvernig þeir munu hafa áhrif á mynd- bygginguna því þeir hafa tilhneigingu til að leiða augað. Þann eiginleika þeirra er meðal annars hægt að nota til þess að draga athygli myndskoðandans að ákveðnum þáttum í myndinni og til að skapa jafnvægi innan mynd- heildarinnar. Þegar sól er hæst á lofti á sumrin er ráð að hvíla sig frá töku yfirlitsmynda en Lesendahornið: Endurtekning f myndum Þessar tvær myndir sendi Tryggvi V. Líndal Ljósmyndaþætti Vikunnar og meðfylgjandi skýringar. Myndirnar eru teknar á Pentax ME og linsan í báðum tilvikum 50 mm. Tryggvi leggur áherslu á að það þurfi ekki flókin áhöld til myndatöku og umsjónarmaður tekur undir það. Maðurinn á bak við mynda- vélina skiptir meira máli en allt annað. Mér sýnast báðar myndir Tryggva teknar á litlu ljósopi þar sem skerpusvið er mjög mikið og myndin af kettinum og bakgarðinum er einkar skemmtileg fyrir þá sök hversu vel tekst að búa til heil- steypta mynd þótt við fyrstu sýn virðist flestar reglur myndbyggingarinnar brotnar. Báðar myndirnar eru talandi dæmi um hvernig nota má endur- tekningu til að „sauma” flóknar myndir saman. Takið eftir skálínunum i myndinni af húsaportinu, fyrst á hurðinni, síðan áfram á mótum jarðar og veggjar portsins og loks stöngin sem Tryggvi bendir réttilega á að skipar mikilvægan sess í uppbyggingu myndar- innar. Þessar endurtekningar gefa myndinni bæöi dýpt og samhengi. Titill: „Bakgarður, séður úr bakglugga" Skýring: Mörgum þykir þessi mynd skemmtileg þótt hún sé margbrotin. Uppbyggingin er þannig: Gömul og margbrotin hurð sem köttur horfir á. Hurðin og kötturinn mynda þríhyrning. Glugginn skiptir honum svo í tvo ferhyrninga, sem mynda sjálfstæðar myndir sem skoðandinn reynir svo að tengja saman með augunum. Það sem tengir þær saman eru skáhöllu línurnar sem liggja jafnhliða þeirri línu sem kötturinn horfir: Svarta línan af glugga- tjaldinu í efra vinstra horni og hvíta línan í leikfanginu í gagnstæða horninu, auk gluggakarmsins. Svo horfir maður á köttinn, hurðina og leikfangið og biður i ofvæni eftir að hurðin opnist og krakkarnir komi þjótandi út. Ljósbrotið í rúðuglerinu temprar ljós og skugga og gefur þannig heimilislega áferð. Hætt væri við að þetta verkaði sem lýti á myndinni ef ekki nyti við mót- virkandi áhrifa síðdegissólarinnar sem styrkir allar ljós- og skuggalínur. Þessa mynd hefði ég varla getað gert án þess að ég hefði fyrst lesið mér til um form og hlutföll I myndlist almennt. Allt of lítið er minnst á uppbyggingu mynda í Ijósmyndablöðum. Af lestri þeirra mætti halda að það mikilvægasta væri að eiga sem flestar gerðir af linsum og filterum, og fjölbreyttum framköllunartækjum og -aðferðum, en vænlegra til árangurs er þó stundum að kunna að teikna mynd. Titill: „Kyrrlífsmynd í húsa- porti" Skýring: Húsaport eru vinsæl meðal Ijós- myndara af því þau sýna skuggahlið á mannlífinu og af því skörp skil milli ljóss og skugga gera myrkrið sérlega niður- drepandi og ljósið sérlega uppörvandi. Auk þess er auðvelt að ná römmum, fjarlægðarskyni og fjölbreytilegum gráum tónum múrveggja. Myndin að ofan leggur áherslu á afstöðu hlutanna í portinu; þrjár ruslatunnur, einn bjór- kassi og stöng. Ef stöngin er fjarlægð missir myndin marks. L3 38 Vikan 33. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.