Vikan - 13.08.1981, Side 42
Höfundur: Tessa Ross
E G vaknaði snemma í morgun. Ég hef
reyndar vaknað snemma flesta morgna
upp á siðkastið, legið og bylt mér án þess
að geta fest blund á ný. Bylt mér og
hugsað um, hvernig allt er, hvernig allt
var hér einu sinni.
En í morgun var ekki einasta, að ég
vaknaði snemma, heldur var ég viðþols-
laus af þorsta. Þegar ég kem heim til
mömmu og pabba í helgarleyfi, gerum
við okkur gjarna ærlega dagamun í
tilefni af því, að fjölskyldan er enn einu
sinni öll saman. Mamma eldar góðan
mat, Don bróðir minn kemur ásamt
Angie, og pabbi opnar flösku af góðu
vini. Mér þykir gott að drekka vin, en
verð að gjalda fyrir það með miklum
þorsta síðar.
Ég læddist yfir í baðherbergið og fyllti
tannburstaglasið mitt af vatni og læddist
svo inn í herbergið mitt aftur. Ég hafði
ekki dregið tjöldin fyrir gluggann
kvöldið áður, og nu, jafngrútsyfjuð og
ég var, varð ég djúpt snortin af
útsýninu, sem við mér blasti.
Ég horfði út yfir garðinn. — Kate,
hvislaði ég skyndilega. — Þakka þér
fyrir, Kate!
Ég varð undrun slegin yfir þessum
óvæntu orðum. Hugsa sér! Ég sagði: —
Þakka þér fyrir, Kate!
MÉR er engan veginn auðvelt að tala
um Kate. Það veldur mér óþægindum á
vissan hátt. Það hefði verið auðveldara,
meðan ég hataði hana, eða jafnvel á
meðan hún var ekki til fyrir mér.
Auðvitað vissi ég, að hún var til, vegna
þess að ég var einkaritari Jonathans, og
hún hringdi stundum til hans, og ég gaf
henni samband við hann. En ég hitti
hana ekki í eigin persónu fyrr en í
veislunni, sem haldin var til heiðurs
forstjóranum, húsbónda Jonathans, sem
var að hætta hjá fyrirtækinu og
Jonathan að taka við af honum.
Nú er ekki ólíklegt, að þið haldið, að
ég muni lýsa Kate sem hversdagslegri
manneskju, enda verð ég að viðurkenna,
að þannig hafði ég sjálf imyndað mér
hana, það er að segja þegar ég yfirleitt
lét svo lágt að renna til hennar hugsun.
En ég verð að valda ykkur vonbrigðum.
Kate var há og grannvaxin. Glansandi,
dökkt hár hennar sveigðist mjúklega inn
að neðan, og hún var klædd svörtum,
glæsilegum kjól.
— Jane, sagði hún. — En gaman að
hitta þig. Jonathan hefur sagt mér allt
um þig, hversu dugleg þú ert. Þú hefur
hjálpað honum mikið við alla yfir-
vinnuna, sem hann hefur orðið að taka á
sig upp á síðkastið.
Hún var falleg. Já, nú get ég sagt það!
Fölt, ávalt andlit, yndisfögur augu,
þokkafullar hendur. Og það var svo
einkennilegt, að þrátt fyrir hlýleg orð
hennar og hvað hún virtist eiga auðvelt
með að segja þau, þá vissi ég undir eins,
að hún vissi allt. Um Jonathan og mig.
Það hafði ekki verið nein yfirvinna
upp á síðkastið. Jonathan hafði verið hjá
mér, og hún vissi það.
Já, ég hitti Kate, en ég hélt áfram að
horfa framhjá þeirri staðreynd, að hún
væri til, rétt eins og ég þóttist ekki vita af
öllu umtalinu á skrifstofunni. Ég þóttist
jafnvel ekki skilja neitt, þegar reynt var
að tala utan að hlutunum við mig.
Hvaða máli skipti, þótt Jonathan
hefði elskað aðrar konur, áður en ég
kom til sögunnar? Jonathan var nú ekki
heldur fyrsti maðurinn í minu lífi. Ég
hafði verið ástfangin fyrr. Einu sinni
hafði ég meira að segja verið farin að
hugsa alvarlega um giftingu. Nú var ég
orðin tuttugu og tveggja ára, og margir
vina minna voru giftir. Það var þeirra
mál. Hjónaband skipti mig engu máli
eftir að ég kynntist Jonathan. Jonathan
var það eina, sem máli skipti.
Ást mín til hans hafði blómgast og
vaxið með hverjum deginum vikum
saman. Ég elskaði allt, sem honum við-
kom, hvernig hann hélt á sígarettunni
og hvernig hann kramdi hana í ösku-
bakkanum, hvernig hann hrukkaði
ennið, þegar hann var þungt hugsi,
talandi augu hans, sem komu upp um,
hvernig skapið var þá stundina, hvað
hann gat hlegið hjartanlega.
Jonathan á ekki erfitt með að finna
eitthvað til að hlæja að. Hann tekur
lífið ekki of hátíðlega, og hann leyfir því
ekki að leika sig grátt. Hann hefur unnið
sig upp í fyrirtækinu, ekki svo mjög með
mikilli vinnu (hann er raunar á móti of
mikilli vinnu), heldur miklu fremur með
persónuleika sínum. Og hann er enn á
uppleið, þrítugur maðurinn.
Staðreyndin var náttúrlega sú, að ég
hafði aldrei kynnst öðrum eins heimsmanni
og Jonathan, né heldur nokkrum jafnótrú-
lega aðlaðandi. Ég varð mjög upp
með mér af allri athyglinni, sem hann
sýndi mér, og ég býst við, að ég hafi
verið mjög auðunnin bráð. Eftir
fjögurra ára starf sem einkaritari Price
gamla var ég alls ekki viðbúin allri
þessari glæsimennsku.
Þess vegna lét ég mér i léttu rúmi
42 Vikan 33. tbl.