Vikan - 13.08.1981, Qupperneq 62
Pennaiinir
Ruth Örnólfsdóttir, Hofslundi 15, 210
Garðabæ, óskar eftir pennavinum á
aldrinum 12-14 ára. Er sjálf 13 ára.
Áhugamál margvísleg. Mynd fylgi
fyrsta bréfi ef hægt er. Svarar öllum
bréfum.
Ásdis Ósk Valsdóttir, Svarfaðarbraut 9,
620 Dalvík, og Kristin Gunnþórsdóttir,
Svarfaðarbraut 10, 620 Dalvik, óska
eftir að skrifast á við stráka og stelpur á
aldrinum 11-14 ára. Áhugamál ýmisleg.
Ásdís er 12 ára og Kristín 13. Þær svara
báðar öllum bréfum og óska eftir að
mynd fylgi fyrsta bréfi, sé það hægt.
Helga M. Sigurjónsdóttir, Birkilundi 6,
600 Akureyri, óskar eftir að skrifast á
við 12-14 ára stráka og stelpur.
Áhugamál: skiði, sund, íþróttir, partí og
strákar. Helga lofar að svara öllum
bréfum.
Kolbrún M. Katarinusdóttir, Hvassa-
hrauni 7, 240 Grindavik, óskar eftir að
skrifast á við stelpur á aldrinum 11-13
ára. Sjálf er hún 12 ára og hefur marg-
vísleg áhugamál. Mynd fylgi fyrsta bréfi
ef hægt er.
Guðriður B. Kristinsdóttir, Borgar-
hrauni 18, 240 Grindavik, langar til þess
að eignast pennavini (stelpur) á aldr-
inum 11-13 ára. Guðríður er rétt að
verða 12 ára og áhugamálin eru marg-
vísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
John Jones, Faculty of Mechanical
Eng., Asuansl. Technical Institude,
Post Office Box 162, Cape Coast,
Ghana. Þessi náungi er 17 ára og skrifar
á ensku. Áhugamálin eru borðtennis,
garðyrkja og gjafa- og myndaskipti.
Terry Lorsenn, Box 240, Chalmette,
LA. 70044, USA. Terry er tvítugur og
hefur áhuga á sögu, myntsöfnun, tónlist
og listum yfirleitt.
Elfn Jónsdóttir, Reynivöllum 14, 700
Egilsstöðum. Hún vill gjarnan skrifast á
við stráka á aldrinum 17-19 ára. Mynd
fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Erla Baldursdóttir, Bæ, Miðdölum, 371
Búðardal, óskar aö skrifast á við krakka
á aldrinum 14-16 ára, sjálf er hún 14
ára. Áhugamál eru margvísleg. Svarar
öllum bréfum.
Elaine Zdenek, 55 Oakwood Drive,
Bletchley, Milton Keynes, MK2,
England. Þessi stúlka er 15 ára gömul og
hefur áhuga á eldamennsku.
Gillian Warman, 85 Baccara Grove,
Bletchley, Milton Keynes, MK2 3AS,
England. Hér er einn 15 ára sem safnar
póstkortum og frímerkjum.
Timo Pynttári, Kailiojárvi, SF69820
Ráyrinki, Finland. Hann Timo er 15 ára
og alveg óður í að eignast pennavini á
tslandi, stráka eöa stelpur. Áhugamálin
eru margvísleg, frimerkja- og mynt-
söfnun, veiði og skrift.
Þybbin en vill
verða söngkona
Hæ, kæri Póstur!
Mín heitasta ósk er sú að
verða söngkona. Og ég ætla
að athuga hvort þú getur vísað
mér á eitthvað í því sambandi.
Svo er annað vandamál. Ég hef
reynt að fara í megrun en það
helst svona í 1-2 daga, þá byrja
ég aftur að éta. Getur þú ekki
ráðlagt mér eitthvað? Geta
reykingar haft áhrif á þroska
manns?
E
P.S. Hvernig væri að birta
viðtal við Bubba Morthens og
láta plakat fylgja með?
Ekki getur Pósturinn séð á bréfi
þinu hvers konar söngkona þú
vilt verða, dægurlaga eða það
sem á vondu máli er kallað
óperusöngkona. Líklega áttu við
að þú viljir læra söng eða þannig
skal þetta skilið.
Vitanlega er engin dans á
rósum að fara út í svona nám,
frekar en svo margt annað. Það
krefst mikillar ögunar og svo
verða að vera einhverjir hæfi-
leikar fyrir hendi, þá hefurðu
sjálfsagt. En þú verður bara að
komast til söngkennara, það er
eina leiðin. Þá er um að velja
einkakennara eða þá að fara í
tónlistarskóla. í Reykjavík er
líka starfandi söngskóli með
miklum ágætum. Þú verður
bara að velja á milli.
Svo er þetta með megrunina.
Pósturinn samþykkir ekki að þú
hafir reynt að fara í megrun. Að
gefast upp eftir 1-2 daga er alveg
fáránlegt. Svo sannarlega er
erfitt að fara í megrun og það
skaltu gera þér ljóst. Þú þarft að
taka á öllu þínu og reyndu nú!
Má annars skilja það svo á
bréfinu að þú hafir alveg hætt
að borða? Sé svo ferðu algjör-
lega rangt að. Allir þurfa að
borða, vandinn er bara að borða
ekki mat sem fer beint í spikið!
Reykingarnar hafa tvímæla-
laust áhrif á þroska hvers og
eins. Það er löngu viðurkennd
staðreynd og þvi furðulegt að
enn skuli vera til fólk sem sogar
ofan í sig þennan óþverra sem
nikótíntjaran er. Sértu eitthvað
að fikta við sigarettuna getur
Pósturinn ráðlagt þér einn hlut:
Steinhættu nú þegar! Þú bjargar
því sem mest er um vert, heilsu
þinni, og svo geturðu notað
peningana í annað en líkkistu-
naglana!
P.S. Allar góðar hugmyndir
eru vel þegnar. Þessi er ekki sú
versta.
Fyrirsæta
Kæri Póstur.
Ég hef aldrei skrifað þér
áður en hef frétt að Pósturinn
sé mjög góður að hjálpa manni
úr mörgum vandræðum. Þess
vegna datt mér í hug að skrifa
þér. Mitt vandamál er það að
mig langar að verða fyrirsæta.
Þarf maður að vera vel vaxinn
og laglegur? Á hvaða aldri
verður maður að vera til þess
að geta orðið fyrirsæta? Hvert
á maður að snúa sér? Ég er
frekar ung ennþá, kannski eru
þetta einhverjir draumar en
mér er alveg sama hvað fólk
segir, þetta er minn stóri
draumur, að verða fyrirsæta.
Álft.
P.S. Getur Pósturinn nokkuð
botnað hjá mér hvað ég sé
gömul.
Það er ljóst að margir eiga sér
þann draum að verða fyrir-
sætur. Eitthvað er það við
starfið sem heillar, það getur
verið fjölbreytt og spennandi en
það er ekki bara dans á rósum og
bros í sviðsljósinu. Starfið getur
líka verið erfitt, þreytandi,
innantómt og einhæft. Til
dæmis getur ljósmyndafyrirsætu
verið uppálagt að ganga
berleggjuð út í miðja á snemma
að vori og húka þar meðan verið
er að mynda. Það getur tekið
allnokkra stund og þegar fyrir-
sætan er orðin blánefjuð og
farin að hnerra það oft að fyrir-
sjáanlegt er að allar myndirnar
verði hreyfðar þá er hætt við allt
saman og ákveðið að endurtaka
það næsta dag. Fyrirsætur af
báðum kynjum verða víst að
vera vel af guði gerðar, aðal-
Skop
62 Vikan 33. tbl.