Vikan


Vikan - 13.08.1981, Síða 63

Vikan - 13.08.1981, Síða 63
Pósturinn atriðið er að andlitið sé slétt og fellt og lýtalaust og vöxturinn grannur og spengilegur. Þrenn samtök sýningarfólks eru starfandi í Reykjavík, það eru Módel- samtökin, Módel '19 og Karonsamtökin. Heimilisföng og símanúmer eru í símaskrá og er einfaldast að hringja beint og leita upplýsinga. Lysthafendur Engan líma til að vera saman Sæll Póstur. Ég er nú ekki ein af þeim sem eru vön að skrifa Póstinum en nú datt mér í hug að fá álit þitt á smávanda- máli. Ég er búin að vera með sama stráknum í 6 mánuði og við erum mjög hrifin hvort af öðru (eða réttara sagt ég er mjög hrifin af honum og ég held að hann sé hrifinn af mér, að minnsta kosti segir hann það). En málið er það að við getum mjög lítið verið saman. Hann er í skóla á veturna en er að vinna á sumrin og þarf að vinna stundum á kvöldin og um helgar. En síðan æfir hann fótbolta og er alla tíð á einhverjum æfingum eða að spila þegar hann á frí. Ég hugsa að síðan í vor höfum við átt svona 3-4 kvöld frí saman og þá hefur hann endilega viljað fara í bíó eða til einhverra krakka svo við erum aldrei ein. Ég vinn þannig vinnu að ég þarf að taka vaktir svo þú getur ímyndað þér hvað ástandið er gott. Mér fmnst þetta vera farið að hafa áhrif á sambandið (við gátum þó verið mikið meira saman í vetur) og ég hef reynt að tala um þetta við hann, en honum virðist ekki finnast neitt athugavert við þetta. Ég hef meira að segja verið að hugsa um að biðja hann að hætta ífót- boltanum eða bara að segja honum að hann verði að velja milli mín og fótboltans. Ef hann er hrifinn af mér, eins og hann segir, þá hlýtur hann að geta verið meira með mér heldur en fótbolta. Finnst þér að ég ætti að tala um þetta við hann eða segja honum að velja? Mér fmnst ég vera ferleg frekja? Hvað á ég að gera? Ég kæri mig ekkert um að vera í einhverju öðru eða þriðja sæti. Góði Póstur, vertu svo sætur að segja mér hvað þér finnst. Ein útundan Það er ekki auðvelt að ráðleggja af eða á í máli sem þessu. Makar og kærustur (kærastar) íþróttamanna þekkja án efa þetta vandamál og geta sagt svipaða sögu. Að setja stráknum einhverja úrslitakosti væri rangt og ákaflega eigingjarnt af þér. Fótboltinn er honum greinilega mikið áhugamál og þó þú getir ekki átt beina hlutdeild í því er engin ástæða til að fyllast afbrýðisemi. Reyndu að gera stráknum ljóst að þú viljir vera meira ein með honum þegar tími er til. Hann er sennilega félagslyndari en þú og gerir sér ekki grein fyrir að þig langi frekar til að vera með honum einum þá sjaldan það er hægt. Auk þess skaltu sýna íþrótt hans meiri áhuga en þú gerir, fara með honum á leiki, koma og horfa á þegar hann er að spila og því um líkt. í þriðja lagi verður þú að sinna eigin áhugamálum og hafa meira samband við vini og vinkonur þegar strákurinn er á kafi í öðru. Þú segir að þið hafið verið meira saman í vetur þannig að þetta er frekar tímabundið mál. Margt kærustu- parið verður nú að láta sér lynda að sjást ekki yfir sumar- tímann þar sem fólk verður oft að vinna sitt á hvoru lands- horninu eða jafnvel sitt í hvoru landinu. Pósturinn hefur ekki trú á öðru en hægt sé að leysa málið með beggja vilja, en fýla og frekja gerir yfirleitt aðeins illt verra. taka þátt í námskeiði sem haldið er á vegum samtakanna og sækja að þvi búnu um inngöngu. Fólk er yfirleitt ekki yngra en sextán ára þannig að þú verður sennilega að bíða í að minnsta kosti tvö ár og sennilega fleiri. Sárleiðist Kæri Póstur. Éger 14 ára og er barnapía I bæ sem ég kalla bara Z en ég á ekki heima þar heldur annars staðar á landinu, langt I burtu. Mér sárleiðist hér IZ vegna þess að ég kynnist engum og mér finnst ég svo óörugg hér. Ég sakna fjölskyldu minnar hræðilega mikið og allra vina minna. Ég gæti alveg farið heim til mín ef ég þyrði bara að biðja um það en vandinn er sá að ég legg ekki út I það vegna þess að fólkið sem ég er hjá IZ sagði áður en ég kom að það gœti ekki fengið neina aðra stelpu ef ég fœri, en þá vissi ég ekki að það yrði svona hræðilega leiðinlegt í Z. Jæja, góði Póstur, nú vona ég að þú getir ráðlagt mér eitthvað I þessu máli. Bæ, bæ, Ein I vanda. Hvað er hægt að gera við leiðindum? Það hlýtur að vera nóg af hressu fólki í bænum Z og eina leiðin til að kynnast því er að fara út og reyna að finna það. Eins og sagt er, ef Múhameð kemur ekki til fjalls- ins þá verður fjallið að fara til Múhameðs. Krakkarnir i bænum hljóta að safnast ein- hvers staðar saman á kvöldin og þá er að drífa sig þangað og slást í hópinn. En það sakar ekkert að láta fólkið sem þú passar hjá vita af því að þér leiðist og ef til vill getur það hjálpað þér á einhvern hátt, en ekki gefast upp. Margir ganga í gegnum svipað tímabil þegar þeir fara í fyrsta sinn að heiman en yfirleitt líður þetta hjá . og eftir á verður þú reynslunni ríkari. Aðdáenda- klúbbar Háttvirti Póstur. Ég ætla að senda þér nöfn á tveimur aðdáendaklúbbum: REO Speedwagon Fan Club, 1050 Carol Drive, Los Angeles, Ca. 90069, USA AC/DC Fan Club, 18 Watson Close, Bury St. Edmunds, Suffolk, England G G Pósturinn þakkar pent fyrir og vonar að einhverjir hafi gagn af. Skop 33. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.