Vikan


Vikan - 14.01.1982, Blaðsíða 10

Vikan - 14.01.1982, Blaðsíða 10
Texti: Hrafnhildur Ljósm.: RagnarTh. Megum ekki verða of háð tískuáhrifum að utan... því þá var ég búin að eignast börn -og átti ekki gott með að stunda skóla á daginn. Á árunum (970-71 stundaði ég nám í Myndsýn hjá Einari Hákonarsyni. Þar fór fram sambærileg kennsla og í Myndlista- og handíðaskólanum, nema þarna var kennt á kvöldin. En jregar Einar hætti með skólann, þá var úr vöndu að ráða. Ég hafði mikinn áhuga á að halda áfram að læra, og svo var um fleiri. Þvi tókum við okkur saman 14 manns og ákváðum að halda okkar eigin námskeið. Við hittumst vikulega í húsnæði Ásprestakalls, sem var teppalagt og hið snyrtilegasta á allan hátt...ekki beint sniðið með málningarsull í huga. En við breiddum plast á gólfið og héldum svona áfram i 2 ár. Leiðbeinendur voru Einar Hákonarson og Örn Þorsteinsson. Og þaðan lá leiðin i Myndlista- og handiðaskólann árið 1974. Þegar kom að því að ég átti að velja mér sérgrein, þá langaði mig til að prófa eitthvað nýtt. Ég hafði kynnstgrafik í Myndsýn, til dæmis í sambandi við dúkskurð, og fyrir utan leirmótun þá langaði mig mest til að kynnast henni nánar. Þá var ég komin með 5 börn, það yngsta 3 ára og elsta 14 ára, svo það var nóg að gera hjá mér. Eftir að ég lauk náminu, byrjaði ég að kenna í Myndlista- og handiða- skólanum. Þar fékk ég góða innsýn í flest svið myndlistar, sem hefur oft komið sér vel að hafa. Fyrir 2 árum tók ég þátt I sýningu hér, sem hefur síðan flakkað um Norður- lönd, Þýskaland og víða í Ameríku. Hún er enn á ferð. Hélt einkasýningu á Isafirði og tók þátt í sýningum á Akureyri og viðar um landið. En þar sem grafíklist er mjög sein- unnið listform fær maður ekki eins mikla útrás í henni eins og mörgum öðrum listgreinum. Þetta er sífelld bið. Þess vegna er það mjög algengt að menn vinni grafik eitt tímabil, en taki svo frí frá henni. Við það fær maður útrás á annan hátt, til að þróa hug- myndir sem ekki henta grafíkforminu. Nú einbeiti ég mér að olíumálun og áætla að halda sýningu í vor. En hún verður með nokkuð nýstárlegum hætti því við ætlum að taka okkur saman, 3 íbúar hér i hverfinu, og halda sýningar i vinnustofum okkar hér I Vogaselinu. Við munum sýna á sama tíma, þannig að fólk getur gengið á milli húsa og skoðað mismunandi sýningar, í sömu ferð. Við vonum að þessi nýjung mælist vel fyrir, en auðvitað er' ekki annað hægt en bara að bíða og sjá.” Samráð var haft við þá listamenn er áttu að fá húsin. Gengið var út frá þeirri staðreynd að við þyrftum umtalsvert svigrúm til að stunda listgreinar okkar og því var gert ráð fyrir stórri vinnustofu í öllum húsunum. Ég hætti að mála, þegar ég byrjaði á grafíkinni. Mér finnst það vænlegast að einbeita mér að einu í einu. Grafík er geysilega krefjandi og tímafrek listgrein. Það tekur margar vikur að fullgera eina mynd. Og það er erfitt að taka upp pensil eftir að hafa unnið með grafik. Grafík er miklu nær höggmyndalist en málun. 1 grafík grefur maður í plötu. Býr til þrívídd í plötuna. Og oft getur verið erfitt að sjá, hvenær' grafíkmynd er tilbúin. Tæknin er margslungin og sein- unnin. Og við það að margvinna sama hlutinn þróast hugmyndin áfram. Því vill fara svo, að oft eru unnar séríur, raðmyndir, út frá sama þema. Erlendis er ekki óalgengt að einn lista- maður vinni út frá sama þemanu alla ævi. En það væri aldrei hægt hér, í fyrsta lagi erum við svo fá, það yrði engin fjöl- breytni í listgreininni með slíkum vinnu- brögðum. Við tslendingar ferðumst mikið. Tökum inn áhrif erlendis frá og nýtum okkur þau. — Eina hættan sem þvi fylgir er sú, að við verðum of háð tísku- áhrifum að utan. 1 listum er yfirleitt lögð mikil áhersla á hvað sé í tísku. Þessi sifellda hræðsla við að fylgjast ekki nógu vel með. Þetta er mjög vafasöm þróun, finnst mér. Því þá nær maður aldrei að þroska sjálfan sig, þetta verða miklu fremur eftirhermur en eitthvað frá manni sjálfum. Ég held að þetta sé að vissu leyti minnimáttarkennd. Við erum hrædd við að vera eftirbátar stóru lista- mannanna úti í heimi, hrædd við að vera öðruvísi. Það er eins og það fylgi því eitthvert öryggi að fylgja bara hug- myndum annarra. XO Vlkan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.