Vikan - 14.01.1982, Blaðsíða 16
Framhaldssaga
Miðaldra maður í samfestingi stóð og
horfði á hann.
— Matthíasson? spurði Gaunt hljóð-
lega.
— Já, sá sem við vorum að tala um,
sagði Anna lágt um leið og þau gengu til
þeirra. — Hann fer þessa ferð.
Agnar Matthíasson kinkaði kolli í
kveðjuskyni, þegar þau komu til þeirra.
Hann var stór og þéttvaxinn með svip-
laust andlit, einn af þeim, sem við fyrstu
sýn mætti ætla traustan og hæfan starfs-
mann með takmarkað hugmyndaflug.
Þrátt fyrir það varð hann að teljast lík-
legasti njósnarinn í starfsliði Arkival —
nema það væri Pete Close. Gaunt virti
báða mennina fyrir sér, en um leið dáð-
ist hann að Önnu fyrir það, hvernig hún
tók undir kveðju Agnars Matthíassonar,
án þess að láta á neinu bera.
— Allt tilbúið? spurði hún.
— Búið að hlaða vélina og veðurútlit-
ið í lagi, svaraði Agnar, án þess að líta
við Gaunt. — Pete er bara með smá-
munasemi.
— Vertu feginn, rumdi Close þaðan
sem hann stóð. — Jafnvel þinn feita rass
mundi kala uppi á jökli.
Hann renndi augunum til Gaunts, og
glott myndaðist á holdskörpu andlitinu.
— Hvernig leist þér á þig í Álfaborg í
gær?
— Það var eins og að fara í ískalt bað,
svaraöi Gaunt.
Close hló. — Þeir fara nú yfirleitt ekk-
ert í bað þar inn frá.
Meðan Anna ræddi við Agnar um
flugáætlunina og farminn, gekk Gaunt
út í opnar dyr flugskýlisins. Marglit flug-
vallarljósin skáru sundur myrkrið, sem
var á undanhaldi fyrir morgungráman-
um. Hann leit á úrið, sá, að klukkan var
að ganga ellefu. Bíll nálgaðist, og andar-
taki síðar ók Saab Leifs Ragnarssonar
inn á stæðið. Leifur kom auga á Gaunt
um leið og hann steig út og kom beint til
hans.
— Hvernig samdi þér við lögregluna?
spurði Gaunt.
— Betur en ég bjóst við, sagði þétt-
vaxni maðurinn með feginssvip. —
Nokkrar spurningar og skýrsla til undir-
ritunar, það var allt og sumt.
Hann benti með þumalfingrinum inn
i flugskýlið. — Hvernig gengur þarna
inni?
UNDIR
FÖLSKU
FLAGGI
— Allt tilbúið, bara beðið eftir Nord-
ur, sagði Gaunt. — Hvað er verið að
flytja?
— Matvörur — og ég er búinn að
ganga úr skugga um, að svo sé, sagði
Leifur með áherslu. — Þær komu i um-
búðum beint frá kaupmanninum, sem
venjulega sér þeim fyrir vistum. En ég
laumaðist til að kanna innihaldið i
nokkrum pakkanna til þess að vera viss.
Hann leit í kringum sig og rumdi.
Annar bíll nálgaðist. — Þetta hlýtur að
vera Nordur.
— Mundu það sem ég sagði þér.
áminnti Gaunt. — Vertu eðlilegur, hvað
sem á gengur. Þú hefur enga haldgóða
ástæðu til að ætla, að það sé Nordur,
sem hefur í hótunum við þig.
— Ég skal reyna, sagði Leifur þung-
lega.
— En hann getur haft fyrir því að
finna mig. Ég verð inni í skýli.
— Ég skal segja honum það, sagði
Gaunt og gekk i veg fyrir Leif, þegar
hann ætlaði að fara inn. — Leifur, tal-
aðu við Önnu, þegar flugvélin er farin —
undir fjögur augu.
Leifur lyfti brúnum, en kinkaði kolli,
gekk síðan í burtu. Gaunt stóð kyrr og
horfði á bíl Nordurs aka inn á stæðið og
leggja við hliðina á bíl Leifs. Skyndilega
jókst áhugi hans. Nordur var ekki ein-
samall. Um leið og forstjóri Álfaborgar
smeygði sér undan stýri, steig hávaxinn,
grannholda maður út úr bilnum hinum
megin. Gunnar Birgisson.
Þeir komu auga á hann, þar sem hann
stóð undir ljósum viðflugskýlið, hikuðu
andartak, gengu síðan saman til hans.
— Enn á meðal okkar, herra Gaunt?
sagði Nordur þurr á manninn. — Ég
hélt þú yrðir lagður af stað heim á leið
um þetta leyti.
— Það kemur að því, svaraði Gaunt
stuttur i spuna. — Undir eins og ég hef
lokið ætlunarverki mínu hér.
— Náttúrlega.
Nordur var klæddur þykkri peysu inn-
an undir dökkum, stungnum kulda-
jakka, og skálmarnar á ullarbuxunum
voru girtar niður í leðurstigvél. Ein af
appelsínulitu Álfaborgartöskunum hékk
um öxl hans. Hann kynnti samferða-
mann sinn kuldalega. — Gunnar Birgis-
son, starfsmaður minn hér í Reykjavík.
Gunnar Birgisson, sem var klæddur
líkt og Nordur og bar sams konar tösku
á öxlinni, gaf frá sér hljóð, sem hefði get-
aðþýtt hvaðsem var.
— Láttu vita, að við séum komnir,
Gunnar, sagði Nordur. — Ég kem eftir
andartak. Og segðu Leifi, að hann verði
að troða þér með.
Gunnar kinkaði kolli og gekk inn í
skýlið.
— Ætlið þið báðir inn eftir? spurði
Gaunt.
— Já, það er fundur og einu nám-
skeiðinu er að ljúka, sagði Nordur og
yppti öxlum. Hann horfði á Gaunt, og
var ekki laust við vanþóknun í svipnum.
— Ég frétti, að þú hefðir farið í heim-
sókn. Þú hefðir átt að láta mig vita, ég
hefði getað skipulagt það betur. Þeim er
ekkert gefið um gestaheimsóknir þar inn
frá. Stefna okkar er að skera alveg á
samband námskeiðsþátttakenda við um-
heiminn. Svo að í næsta skipti...
— Það er ólíklegt, að til þess komi,
sagði Gaunt áhugalaust. — Ég hef ann-
að við timann að gera.
Það glampaði á augu Nordurs innan
við gleraugun. — Viðskiptin við
Ragnarsson?JEða er það eitthvað fleira?
Hann beið ekki eftir svari, heldur leit
á úrið sitt og brosti snöggt við Gaunt. —
Tími til að halda af stað. Það er fallegt
að sjá yfir Álfaborg í dagsbirtu. Leitt að
þú skulir ekki fá að njóta þess.
Gaunt glotti með sjálfum sér, þegar
hann horfði á eftir Nordur inn í flugskýl-
ið. Nordur hafði leikið sér að honum,
eins og köttur að heimskri mús. En nú
ætluðu þeir báðir í burtu, Nordur og
Gunnar Birgisson. Sú staðreynd kveikti
með honum hugmynd, og hann gekk
framhjá skýlinu og inn um dyrnar, sem
lágu beint aðaðalskrifstofunni.
Skrifstofan var auð. Hann dró blað-
siðuna, sem hann hafði rifið út úr sima-
skránni á hótelinu, upp úr vasa sínum,
lyfti simtólinu og valdi númerið á skrif-
stofu Álfaborgar.
Enginn svaraði.
Hann lét símann hringja nokkrum
sinnum til öryggis, svo lagði hann á. 1
sama mund opnuðust dyrnar, og Kristín
Bennett kom inn. Hún var að hneppa
frá sér kápunni, og það birti yfir henni,
þegar hún sá hann.
— Góðan daginn aftur, sagði hún, og
bros hennar var næstum því feimnislegt.
— Ég hafði hugboð um, að þú værir hér.
— Hér og á leiðinni út, sagði Gaunt.
Hann brosti, þegar hann sá vonbrigða-
svipinn á andliti hennar. — En ég kem
aftur. Ertu meðbílinn?
Hún kinkaði kolli.
— Ertu til í að lána mér hann um
stundarsakir?
— Hversu lengi? spurði hún og
hleypti brúnum um leið og hún tók lykl-
ana upp úr vasa sínum. — Jonny, ef þú
ert að blanda þér í eitthvað.. .
1 breska sendiráðinu? sagði hann með
sakleysissvip. — Þeir blanda ekkert
nema kokkteila þar. Þetta er aðeins
spurning um, hversu lengi ég þarf að
bíða.
Kristín kinkaði feginsamlega kolli og
rétti honum lyklana.
— Er það alveg áreiðanlegt? ítrekaði
hún.
— Alveg áreiðanlegt, laug hann og
fór.
6. KAFLl
Dagskiman var að vinna bug á nætur-
myrkrinu, þegar Gaunt opnaði bil
Kristínar og settist inn í hann. Bíllinn
stóð nógu nálægt flugskýlinu til að hann
sæi alla umferð inn og út. Hann heyrði
hreyfla Cessnunnar ræsta, og nokkrum
andartökum síðar skreið vélin út úr
skýlinu. Þegar hún rann hægt fram hjá
honum út á flugbrautina, gat hann
greint Agnar Matthíasson við stjórn-
völinn og Harald Nordur i aðstoðarflug-
mannssætinu, en Gunnar Birgisson pirði
út um afturgluggann.
16 Vikan 2. tbl