Vikan


Vikan - 14.01.1982, Blaðsíða 28

Vikan - 14.01.1982, Blaðsíða 28
Umsjón: Kjartan Jónasson T öluvert hef ég velt því fyrir mér hvemig verðugast væri að slá botninn í Ljósmyndaskóla Vikunnar. Auðvitað væri hægt að halda endalaust áfram en nú er mál að linni og þetta er sem sagt siðasti þáttur ljósmyndaskólans. Ég hef raunar ekki komist að neinni einhlítri niðurstöðu um verðugt niðurlag en þó eru þrjú atriði sem ég vildi leggja áherslu á i lokin. Hið fyrsta er að þið leggið meira kapp á að nota þau ljósmyndatæki sem þið eigið en að ergja ykkur yfir þeim sem ykkur kann að skorta. í öðru lagi vil ég leggja áherslu á góða umhirðu og i Stóð ekki í Ijósmyndaskólanum að efsti hluti myndsviðsins vœri áhrifa- ríkastur. Nú þeim var nœr að sitja svona ofarlega. Þarna er hún mamma. Svona góða mynd hefði pabbi aldrei getað tekið. þriðja lagi að þið leggið rækt við ljós- myndaáhugann og hafið það hugfast að ekkert myndefni er svo lítilmótlegt að það verðskuldi ekki vandvirkni og hug- myndaflug við myndatökuna. Tækjadella Það hrjáir okkur öll að langa í fleiri aukahluti, fleiri linsur og fleira „ég-veit- ekki-hvað” en við með góðu móti getum leyft okkur. Alvarlegasta stig þessa ástands er hrein og bein tækjadella þar sem Ijósmyndunin sjálf hverfur alveg í skuggann af tækjasöfnun. Þá er sannar- lega illa komið og víst er það að seint verður of mikil áhersla lögð á það boðorð að taka andann fram yfir efnið og mikils um vert að læknast fljótt og vel af þeim sjúkdómi sem tækjadellan er. Auðvitað getum við öll notað fleiri aukahluti en við eigum það og það skiptið en sjaldnast eru þeir bráð- nauðsynlegir. Það er hægt að gera ótrú- legustu hluti með einni vél og einni linsu og sjónarmið út af fyrir sig að menn hafi ekkert með aukalinsu að gera fyrr en þeir hafi reynt allt sem gerlegt er með þeirri linsu sem þeir hafa. Ekkert er eins auðvelt og að rökstyðja fyrir sjálfum sér nauðsyn þess að kaupa þennan eða hinn hlutinn. En áður en menn láta undan freistingunni og láta þá rauðu fjúka ættu þeir að minnsta kosti að skoða mótrökin. Það er þá fyrst að hver nýr aukahlutur eykur á klyfjarnar og spurning hvort hann sé þess virði að dröslast sé með hann eða hvort hann verði alltaf skilinn eftir niðri I skúffu og þvi eins vel geymdur á búðarhillunni. í öðru lagi geta nýir og nýir hlutir hæglega komið i veg fyrir að maður læri nokkurn tímann að nota þá hluti sem maður á fyrir í þeim tilgangi að bæta myndir sínar en það er sannarlega mikils meira um vert að eiga fáa hluti góða, sem maður kann með að fara, en marga hluti sem maður lærir aldrei að nota af einhverju viti. í þriðja lagi kostar Spurt og svarað Ágæti Ijósmyndaþáttur. Í sumar urðu mér á þau leiðinlegu mis- lök að þegar ég setti 400 ASA litfilmu i myndavélina þá láðist mér að slilla vélina samkvæmt því og tók alla filmuna á 100 ASA. Hvað er hægt að gera, taka sénsinn og setja filmuna i venjulega framköllun? Hvað segir ljósmyndaskólinn um þetta? Filman er FUJICOLOR 400 ASA. Gústav Sveinsson Torfufelli 50 R. Svar: Þú ert vist ekki einn um að hafa lenl i vanda sem þessum en þvi miður er ekki til neitt einfall svar við spurningu þinni. Óhapp þitt hefur leitt það af sér að filman er öll yfirlýst um tvö Ijósop og slíkt verður aldrei bætt að öllu leyti. Aðstæður við myndatökuna geta ráðið miklu um hversu mikill skaði er skeður en fullyrða má að jafnvel þó filman fari i gegnum venjulega framköllun ættu ekki allar myndirnar að verða ónýtar. Þó mætti vafalaust bjarga fleirum með þvi að draga úr framköllunartimanum um ca 20 %. Gallinn er bara sá að ekkert íslenskt framköllunarver er tilbúið til að gera slikl eða hafa milligöngu um það. ., Svar mitt er því þetta: Þú hefur um þrennt að velja, að setja filmuna i venjulega framköllun og vona það besta, að framkalla hana sjálfur og draga úr framköllunartimanum um 20 % eða að finna einhvern innlendan eða erlendan aðila til að gera þetta fyrir þig. (Erlendis eru til framköllunarver sem sinna slíkum sérþörfum fyrir atvinnumenn og kosta sjálfsagt sitt en fyrirskipunin sem fylgja þyrfti filmunni á ensku máli er „pull one”). 28 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.