Vikan


Vikan - 14.01.1982, Blaðsíða 51

Vikan - 14.01.1982, Blaðsíða 51
Draumar Tvær sídbúnar rádningar um ljón og hreindýr Kæri draumráðandi. Mig dreymdi þennan sérkennilega draum og bið þig að ráða úr honum fyrir mig. Ég var (að ég held) heima hjá mér. Þar voru í einu her- berginu þrjú Ijón, tvö án kamps eða kórónu og var annað mjög magurt. Systir mín var með þetta sem heima- verkefni úr skólanum og átti hún að teikna Ijónin. Þau voru alls ekki grimmdarleg, frekar góðleg á svip, en samt var ég hálfhrædd við þau. Ég sagði eitthvað á þessa leið: „Ohoo, hvað ég er hrædd. ” Þá labbaði magrara Ijónið að mér og fór að þefa af mér. Éyrst hélt ég að ég myndi sturlast af hræðslu en þegar ég sá hve< vingjarnlegt það var róaðist ég. Mér skildist að systir mín hefði verið að koma með þau inn. Ég var í leikfimi eða í einhverju í sambandi við það að verða módel (þetta var hálf- gert próf). Þrjár vinkonur mínar og fleiri stelpur voru líka. Við vorum að lyfta okkur og gera alls konar teygjur. En lánið lék sko alls ekki við mig. Ég fékk stórt sár eða skurð á utanvert hægra læri, svo fékk ég sár og verki um fœturna, svo til um þá alla en þó var minnst á leggjunum. Jæja, en svo fórum við í lítið herbergi og létum einhvers konar staura svo að þeir mynduðu rétt- hyrning. Við byrjuðum að hlaupa í hringi I kringum þá alla. Gerðum við það og tókst mér mjög vel, var til dæmis á undan öllum. Smátt og smátt fóru stelpurnar að tínast út og þegar ég var búin að hlaupa og kom fram fékk ég að vita að þetta hefði verið æfing en ekki fylgt fyrrnefndu prófi. Annað bréf barst frá sama aðila. __ Draumurinn í því bréfi er svohljóðandi: Ég var I bíl og ókum við Suðurlandsbrautina. Mér virtist skógur vera þeim megin sem Laugardalshöllin er ekki (eða að hluta og voru trén fremur hávaxin). Allt í einu kom hreindýr á veginn og var eins og það væri sært. Það gekk hægty og var niðurlútt. Ég sagði: „En gaman, ég hef aldrei séð hreindýr áður. ” Um þetta leyti breyttist vegurinn í moldarveg og var mjög mikið ryk frá bílunum. Allir virtust vera að flýta sér. Vel á minnst, þá var vegurinn með 3-4 akreinum bæði til og frá bænum. Allt I einu byrjaði sá sem var að keyra bílinn að keyra rosahratt og vorum við búin að keyra fram hjá mörgum hreindýrum og virtist mér þau vera á móti okkur og vera að ráðast á okkur. Jæja, við komumst brátt heim og mig minnir að vinkona mín hafi þá verið með. Ég leit út um gluggann og sá þá her á æfingu I rauðum búningum og svo hreindýr. Svo komu mamma, pabbi og Brésnef forseti Sovétríkjanna og þau kynntu mig fyrir honum. Hann var að segja að hann ætlaði að bægja burt hreindýrunum eða hann hefði komið með þau til að hreinsa eitthvað til! En alla vega leist mér ekkert á að hann vœri þarna eða hérna. Þessir hermenn í rauðu búningunum voru hermenn hans. Takk fyrir ráðninguna, það er að segja ef hún verður einhver. Ein sem dreymir oft. Ráðningin á þessum draumum hefur verið óvenju lengi á leiðinni en þrátt fyrir það vildi draumráðandi ekki sleppa þeim þegar hann var að grisja i möppunni sinni (því miður er ekki hægt að ráða alla drauma sem berast þó þeir séu merktir fullu nafni, sem er algjört skilyrði). En þar sem draum- ráðandi er hjátrúarfullur — annars væri hann ekki að ráða drauma — þá fannst honum að einmitt nú væri rétti tíminn til að ráða báða draumana í einu, þó annar sé að minnsta kosti orðinn liðlega ársgamall. Draumar eldast nefnilega mis- jafnlega og þessir þola betur bið en margir aðrir. Svo er að sjá að draumarnir tákni nokkuð langt tímabil i lífi þínu og allsviptinga- samt. Ljónin eru sérlega góð tákn, svo og hreindýrin (sem tákna hagnað og góða efnahags- lega afkomu). Þú virðist vera gjörn á að ráðast í stórræði og taka áhættu og áreiðanlega áttu eftir að verða fyrir einhverjum áföllum í ástum, sem verða þér til góðs þegar fram í sækir, því þú brynjar þig hörku og dugnaði og lætur ekki víl og vol ná tökum á þér. Ef þú ert ákveðin i því hvað þig langar að gera eru miklar líkur á að þér takist að ná settu marki og þá með hjálp góðra manna, ef til vill fólks sem hefur yfir þér að segja að ein- hverju leyti. Þú mátt búa þig undir stórfel’dar breytingar á högum þínum (og af því hve ráðningin er seint á ferðinni getur verið að þeirra sé farið að gæta nú þegar) og að nokkru leyti verða þessar breytingar af ástæðum sem þú ert ekki ánægð með. Draumráðandi freistast til að spá því að þú munir ná langt á einhverju sviði í framtíðinni og að hamingja í tilfinningamálum sé mjög tengd þessum frama og þú munir í rauninni ekki verða sátt við sjálfa þig fyrr en þú hefur gengið í gegnum ákveðið þróunarskeið sem þú hefur áhuga á sjálf. í draumunum eru tákn um hamingju í persónu- legum málum (líklega ástar- málum) en svo virðist sem þú sért ekki (eða verðir) við eina fjölina felld í þeim málum á ákveðnu tímaskeiði en snúist síðan hugur og leitir meiri friðar. Nú veit draumráðandi ekki hvorn drauminn þig dreymdi á undan, þvi aðeins annar draumurinn var dagsettur, en því má bæta við að sá draumur sem þig dreymdi fyrr er þér mjög hagstæður (ef frá er talið smá- áfall í ástamálum) en sá seimmi snýst um baráttu, erfiðleika og óvæntan gang mála og reyndar sigur í erfiðleikum. Þú veist hins vegar sjálf í hvaða röð þig dreymdi draumana. Ýmislegt er þeim þó sameiginlegt og eru þeir þess vegna hér teknir saman. Vonandi að þú sjáir þetta síðbúna svar við draumunum og haltu áfram að skrifa fyrst þig dreymir svona mikið. Þú verður varla eins óheppin aftur, að fá svör svona seint. Bónorð og hringur Kæri draumráðandi! Viltu ráða þennan draum fyrir mig. Hann er svona: Mér fannst ég vera að heim- sækja fólk sem ég var hjá I fyrrasumar. Ég var bara að tala við þau þegar bílflaut heyrðist úti og mérfannst ég þurfa út. Þá sá ég strák sem ég hef verið hrifin af undanfarið og hann bað mig að giftast sér. Eg sagði já og hann lét mig hafa ósköp venjulegan hring með annað- hvort rauðum eða bláum steini I. Mér fannst hringurinn lítill og var alltaf eitthvað að þukla hann. Svo allt í einu fannst mér ég sitja í bíl og X sat í framsætinu farþegamegin en einhver annar í bílstjórasætinu. Ég var aftur í. Ég held að það hafi verið mamma sem sat í bíl- stjórasætinu oghún spurðiX hverri hann ætlaði að giftast. Þá klappaði X á hnéð á mér og sagði: HENNI. Þá var draumurinn búinn en mér fannst hringurinn skipta miklu máli. Með fyrirfram þökk, 13 ára. Draumurinn er þér fyrir vandasömu verkefni sem þér er hreint ekki ljúft að takast á við og þér finnst þrengja að þér á allan hátt, það er minnka mögu- leika þína til að gera það sem þér er hugstæðara. Engu að síður muntu valda verkinu með prýði og jafnvel hljóta einhverja upphefð og ábata af. Allt bendir til að eftir að þú stenst þessa raun munir þú fá meiri tima fyrir sjálfa þig og það sem þig mest langar að gera og sannast sagna eru horfurnar í ástar- málum framtíðarinnar býsna góðar. En hvort það verður þessi strákur eða einhver annar, sem þá verður efstur á blaði, veit draumráðandi ekkert um. 2. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.