Vikan


Vikan - 15.04.1982, Page 19

Vikan - 15.04.1982, Page 19
Hór ræda málin grænlcnska Ijóöskáldið Juaaka, scm cinnig cr forsprakki grænlcnsku rokkhljómsvcitarinnar Aasivik bandc t, Gylfi Arnbjörnsson, cinn hclsti friðarsinninn i Höfn, og Olafur trommari Sigurðsson, kammcrrokkari. Aagot Oskarsdóttir, Kristján Jóhann Jónsson og Sigurður Einarsson fluttu Ijóð og tóna. Að utan íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar taka höndum saman: FRIÐUR í HÖFN Islendingar búsettir í Kaupmannahöfn misstu af hinni hefðbundnu 1. des.-hátið sinni nú siðast. Ástæðan: Ekki reyndist unnt að útvega nógu stórt húsnæði i tíma enda eru samkomur þessar fjöl- sóttari en svo að hús Jóns Sigurðssonar rúmi alla sem sækja. Fólki var þó bættur skaðinn nokkrum mánuðum síðar svo um munaði. Íslendingar, Grænlendingar og Færeyingar héldu þá sameiginlega skemmtun i einu af slærri samkomu húsum Kaupmannahafnar með skemmtiatriðum, ræðuhöldum, dansi og drykkju eins og gengur undir kjör- orðunum að öll Norðurlönd verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum. Ekki aðeins sá hluti þeirra sem yfirleitt gengur undir nafninu Skandinavía heldur einnig eyjarnar tsland, Grænland og Færeyjar. í máli ræðumanna á samkomu þessari kom fram að krafan um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd varðaði sambýli þjóðanna við N- Atlantshaf, sjálfstæði þeirra, vináttu og síðast en ekki sist rétt þeirra til að lifa. íslenskir námsmenn i Ftöfn sitja ekki aðgerðalausir þegar þessi mál eru annars vegar. Hafa þeir nú nýverið stofnað friðarhreyfingu islenskra náms- manna i Kaupmannahöfn og er sérstök áhersla á það lögð að hér sé ekki um einlita hjörð sovétsinnaðra einfeldninga og sauða að ræða. Hreyfingin mun vinna að markmiðum sinum I anda stofnsamþykktar Sameinuðu þjóðanna um frið og samþykkla 10. aukaþings SÞ um afvopnunarmál. Starfið mun einkum felast í aðafla og miðla upplýsingum um hernaðarumsvif Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á íslandi og hafinu umhverfis landið, vekja athygli á af- leiðingum kjarnorkustríðs og lengja starf islenskra friðarhreyfinga við starf annarra evrópskra friðarhreyfinga. Þó Grænlendingar, Færeyingar og tsiendingar séu ákaflega friðelskandi þjóðir; orðið strið ekki til á grænlensku, teygjubyssan vinsælasta vopn á íslandi og liklega ekki til í Færeyjum, þá eru þessar þjóðir síður en svo lausar við hernaðarbrölt stórveidanna. Frá 1951 hafa verið herstöðvar á Thule og í Syðri Straumfirði á Grænlandi, radar og lóranstöðvar í Færeyjum og íslendingar hafa sitt eins og öllum er kunnugt. Kjarnorkusamkoma þessi fór friðsam- lega fram og vakti þó nokkra athygli i dönskum fjölmiðlum. Og talandi um frið má geta þess að nú krefjast Danir þess að fólk sæki um byssuleyfi ef það vill eiga teygjubyssu.... 15. tbl.Vikan 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.