Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 43
maður, hann hét Pétur, há-
vaxinn og herðabreiður og mjög
glæsilegur. Hann hafði allt það
til að bera sem dugði til að
tendra glóð í hjarta hennar. En
hann hafði aldrei sýnt Lottu svo
mikið sem fimm aura virði af
áhuga. Þar til dag nokkurn eftir
seinasta tímann, þegar hún var
að leggja af stað heim á hjólinu
sinu.
— Heyrðu, Lotta, sagði hann,
ertu að gera eitthvað í kvöld?
— Ég þarf að skrifa ritgerð og
læra frönskuna og...
— Skítt með frönskuna! Ég
var ekki að tala urn það. Má ég
ekki koma til þin urn áttaleytið?
Lotta var næstum búin að fá
slag. Hún gat ekki mælt orð af
vörum.
— Þú ert með sérherbergi, er
þaðekki?
Lotta kinkaði kolli, ölvuð af
hamingju, ljómandi af kæti.
Honum virtist vera alvara.
— Ókei, elskan! Ég kem þá
um átta!
Þar með var hann þotinn.
Ef það var eitthvað sem Lottu
tókst ekki þennan dag þá var
það að skrifa ritgerð og læra
frönskuna sína. Hins vegar gerði
hún allsherjarhreingerningu i
herberginu sínu og mamma
hennar fékk næstum slag þegar
hún sá til hennar.
— Ég vil ekki láta trufla mig I
kvöld, sagði Lotta, ég á von á
gestum.
— Það er meira, megum við
vera í húsinu, eða hvað? svaraði
mamma hennar dálítið móðguð.
Það er merkilegt með þessar
mæður, þeim er svo sem nógu
mikið kappsmál að koma
dætrunum út en vilja helst ekki
að neinn komi og líti á gripinn.
— Kvöldið! sagði Pétur.
— Komdu inn, sagði Lotta.
Svo fór hún með hann upp í
herbergið sitt.
Hann skellti sér i sófann.
Síðan úðuðu þau I sig heilmiklu
súkkulaði og Pési tæmdi sex
kókflöskur. Fyrst í stað
hlustuðu þau á plötur en horfðu
svo á sjónvarpið smástund. Það
var mjög spennandi landsleikur.
Pétur var mjög áhugasamur fót-
boltaleikari og var í liðinu á
staðnum. Þegar leikurinn var
búinn í sjónvarpinu stóð Pétur á
Þýð.: Anna
fætur. Hann þurfti að fara heim
að læra.
— Þú ert velkominn aftur ef
þú vilt, sagði Lotta.
— Það væri fínt, sagði Pétur.
Svofór hann.
Hálfum mánuði seinna sendi
Pési henni miða I stærðfræði-
tímanum, reyndar beint í
hnakkann á henni. Lotta tók
hann upp af gólfinu og fletti
honum sundur.
„Lít inn hjá þér I kvöld,
ókei?” stóð.
Lotta leit til hans og kinkaði
kolli í ákafa.
Rétt fyrir átta kom hann.
Fyrst hlustuðu þau á nokkrar
plötur, svo drakk hann sex kók
og hámaði í sig tvær plötur af
sú' kulaði og þá var orðið svo
framc ðið að kominn var hörku-
spennandi leikur í sjónvarpið.
Þau settust full áhuga að horfa á
baráttuna og leikurinn var ekki
búinn fyrr en klukkan að ganga
tólf.
— Það var svei mér orðið
áliðið þegar ungi maðurinn fór,
sagði mamma hennar Lottu.
— Ertu fávi, eða hvað,
manneskja? sagði Lotta. Það er
ekkert seint að fara rúmlega
ellefu, sagði Lotta hneyksluð. —
, Ég er ekki níu ára lengur!
Svona tala nú dæturnar við
mömmur sínar nú á dögum.
Næstu mánuði heimsótti Pési
Lottu reglubundið. Vin-
konur hennar voru gular og
grænar af öfund. Pési var
sætasti strákurinn I bekknum.
Svo það var kannski von. Lotta
var alsæl.
En svo var það kvöld
nokkurt, þegar þau voru búin að
horfa á landsleik I sjónvarpinu
og Pétur stóð upp til að slökkva
á kassanum, að veröld hennar
hrundi til grunna og hjartað
brast eins og sápukúla. Margar
vikur liðu þar til hún komst til
sjálfrar sín á ný. Og allt var
þetta Pétri að kenna, þeirri
heimsku geit!
— Þú þarna, Lotta, sagði
hann. Nú sleppur þú við að hafa
mig hangandi hér yfir þér í hvert
sinn sem er góður landsleikur í
sjónvarpinu. Gömlu hjónin
heima eru loksins búin að drífa I
að gefa mér gamlan imba í her-
bergið mitt.
Stjörnuspá
Ki.'Sihiim 22. jiini 2.\. jiili
Nú er tækifæri til að
láta gott af sér leiða.
Reyndu að hafa hemil á
sl' , - unum þínum og
láta ekki smámuni hafa
áhrif á þig. Þú finnur
fyrir lasleika, en það
mun líða hjá fljótlega.
\oiiiii 21.>C|>I. 2.Voki.
Deilumál veldur þér
miklu hugarangri og
hefur talsverð áhrif á
framtíðarákvarðanir
þinar. Þú skalt ekki
flana að neinu. þvi það
gæti orðið afdrifaríkt.
Þér býðst óvæntur
glaðningur, sem þú
ættir að þiggja.
Slcingeilin 22. dcs. 20. jan.
Þú færð fréttir sem
koma þér algerlega í
opna skjöldu. Þó þér
finnist allt vera svart
framundan þá birtir um
síðir. Það verður mikil
röskun á heimilishögum
og þú verður að skipu-
leggja vinnu þina upp á
nýtt.
Ilruiurinn 2l.in;irs 20.afiril
Heimilislífið getur orðið
sérstaklega ánægjulegt
þessa vikuna, ef þú
kærir þig um að taka
þátt í því. Bjóddu heim
fólki sem þú hefur ekki
hitt lengi, en hefur
alltaf ætlað að hitta.
Yngra fólkið á von á
óvæntum glaðningi.
\;iiilirt 21. tipriI 2l.ni;ii
Skortur á reiðufé kemur
i veg fyrir að þú getir
framkvæmt áætlanir,
sem þú hefur verið lengi
að skipuleggja. Um
stundarsakir finnst þér
þetta vera ólýsanleg
vonbrigði, en tíminn
læknar öll sár.
I. jónio 24. juli 24. .Íijii‘1
Það er mikið annríki
framundan og þú
verður að taka á honum
stóra þinum til að allir
endar nái saman. Láttu
það samt ekki koma i
veg í j. .r að þú
heimsækir vini, sem
hafa hlakkað
mikið til að sjá þig.
Þú teflir á tvær hættur í
vikunni og endalokin
verða mjög tvísýn.
Atburðir sem þessi eru
ætlaðir til að þroska
manninn svo þú ættir
að reyna að læra af
þessum mistökum.
Óvænt símtal verður
þér ihugunarefni.
\;ilnsl>crinn 2l.j;in. W.fchr.
Þú lendir i rifrildi við
einhvern sem er þér ná-
kominn. Þú lætur mörg
þung orð falla sem þú
getur engan veginn
staðið við. Þú verður að
brjóta odd af oflæti
þínu og biðjast
afsökunar áður en að
er of seint.
1\ihur;irnir 22.m;ii 21. júni
Þú ferð í langt ferðalag
á næstunni. Þó þú sért
búinn að gera ferða-
áætlun, þá mun hún
riðlast út af óvæntum
atburði. Það kemur á
engan hátt i veg fyrir að
ferðalagið verði mjög
ánægjulegt.
Þú vekur óvænta
athygli, sem á eftir að
hjálpa þér við úrlausn
verkefnis sem þú vinnur
að. Þér hættir til að
verða feiminn og hlé-
drægur við aðstæður
sem þessar, en þú yfir-
stígur þaö.
Ho]fm;ióiiriiin 24.no\. 2!.ilcs
Þessi vika er hagstæð til
að taka ákvarðanir um
fjárfestingu. Þú hefur
unnið lengi að þvi að
láta þennan draum
rætast og nú er rétti
tíminn. Kvöldin eru
happadrjúg þeim sem
vilja sinna ástarmálum.
Fiskurnir 20.íchr. 20.mar\
Ef þú dvelur fjarri þeim
sem eru þér nákomnir
þá skaltu drífa í því að
afla þér frétta af þeim.
Það eru miklar
hræringar i einkamálum
framundan. Vertu
varkár i fjármálum.
19. tbl. Vikan 43