Vikan


Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 26

Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 26
Komin af leiklistarfólki ? „Nei, nei, ekkert svoleiöis.” En lifir og hrœrist i leiklist. Ferdu mikid i leikhús? „Já, ég er algjört leikhúsfan, þótt leikhúsin hérna í Reykjavík valdi mér mjög miklum vonbrigðum. Áhrifin af þeim eru yfirleitt eng- in, þaö vantar allt líf — bara eilíf endurtekn- ing. Sama fólkiö gerir sömu hlutina. Maöur á aö finna fyrir leikhúsi, svoleiðis skortir. Auö- vitaö kemur stundum eitthvað inn á milli. Það þarf samt nýtt og ferskt blóð. Að vísu hefur þetta mikið lagast með ungu leikurunum, til dæmis í Nemendaleikhúsinu. Alþýðuleikhúsið hefur einnig verið með margt gott og þar er líka aðallega ungt fólk. Svo er stöðugt talað um að stofna frjálsa leikhópa en virðist ganga heldur illa. Ég er alveg viss um að mikill grundvöllur er fyrir slíku. Allir voru til dæmis mjög hrifnir þegar leikhópurinn frá Spáni kom.” Einhverjir uppáhaldsleikarar í íslenskri leik- arastétt? Nei, ekki vildi hún viðurkenna það og fáar aðrar sýningar en Nemendaleikhússins fund- ust Margréti merkilegar á síðasta leikári. Hvad sá hún i upprunalegu handriti að mynd Hrafns? „Mér fannst hann vera að sýna ádeilulaust kreppu í tímabili þess manns sem myndin er um, hvernig hún er og hvernig hann bregst við henni. Hver og einn sem þekkti þannig kreppur í mannlífinu gæti síðan sett sig í spor þessa manns og velt fyrir sér hvernig mætti komast hjá þeim eða út úr. Þetta er ekki mynd sem hægt er að setja ákveðinn stimpil á og segja svona er. Hver og einn verður að upplifa hana fyrir sig.” Virkjunarmál. Það hlaut að koma að því að slík stórmál lentu í íslenskri kvikmynd. Við ausum í virkj- anir milljónum á milljónir ofan, stundum fæst mikið í staðinn, stundum nánast ekki neitt. Erum við að gera rétt, má ekki gagnrýna eitt- hvaö? Menn fá útrás við að hanna stórvirki sem virkjun, kannski ekki ósvipað og rit- höfundurinn fær útrás með skrifum sínum. En er öll steinsteypan til góðs? Hverju er vert að fórna fyrir einn heljarinnar stóran hlunk af steinsteypu? Fjölskyldunni kannski? Lífinu? Benjamín hannar virkjanir og hefur lagt í það allan þrótt sinn, allt annað hefur setið á hakanum, fjölskyldan líka. „Ég er sannfærð um að fjölskyldur Benja- míns eru fleiri til á íslandi, menn eins og hann sem hafa stefnt að því alla ævi að gera eitt- hvað merkilegt. Hann er metnaðargjarn og honum hefur fundist hann vera einhvers virði. Um leið vanrækir hann fjölskylduna og marg- ar aðrar hliðar tilverunnar í kringum sig.” Brjálœði eða hvað? „Nei, miklu frekar kreppa en brjálsemi. Benjamín og hans líkar, sem hafa unnið svona mikið, finna sjálfsagt eitthvað í þannig vinnu. Þetta er ekkert forkastanlegt. Ein- hverjir geta svo sagt að ekki eigi að lifa svona. Og sé maðurinn farinn að efast um tilganginn með því sem hann gerir hlýtur að vera mjög erfitt að snúa við til að endurmeta sjálfan sig, sérstaklega fyrir 45 ára gamlan mann til dæmis.” Hvernig settirðu þig inn í persónuna sem þú varst að skapa ? „I fyrsta lagi reyndi ég að vera alls ekki ég 2b Vlkan 3*. tbl. sjálf heldur einhver allt önnur manneskja. Til þess þurfti ég að ímynda mér einhverja manneskju sem ég þekkti sérstaklega vel og sæi fullkomlega í gegnum. Sú persóna varð að vera yngri en ég. Það er nú þannig að ef maður á sjálfur í andlegri kreppu skilur maður hana ekki fyrr en hún er að baki. Þetta er stelpa sem reynir að kýla á hlutina. Hún er ólík bróður sínum, ekkert áfjáð í að feta í fót- spor feðranna og kærir sig kollótta um frama- pot. Stelpan gerir þá hluti sem hana langar til en er þó alls ekki sama um umhverfi sitt.” Unglingavandamál — hvað erþað? „Eg hef satt best að segja enga trú á þessu unglingavandamáli. Það er ekkert nema eðli- legt að skoðanamismunur komi upp en svo geta orðið erfiðleikar ef foreldrar reyna að þröngva unglingunum á ákveðna braut. Yfir- leitt koma þá upp einhver vandamál eða ágreiningur. Ætli megi ekki segja að unglingavandamáliö sé skoðanaágreiningur foreldra og barna. Sá ágreiningur er sérstak- ur að því leyti að foreldrarnir hafa 25—30 ára forskot fram yfir unglinginn. Meö þessu for- skoti geta foreldrarnir haldið krökkunum niðri á málefnalegum grundvelli. Þeir ættu að geta farið aftur í tímanum af því að þeir hafa upplifað unglingsár. Unglingar geta hins veg- ar ekki farið fram í tímann til móts við skoðanir foreldra og fullorðinsára.” Hávaðinn í nútímaþjóðfélagi — hvað um hann ? „Er svo mikill hávaði? Þetta er bara hlutur sem viö verðum hreinlega að sætta okkur við. Ef viö ætlum að fljúga í flugvélum eða keyra í bílum þá þýðir ekkert annað. Við erum, held ég öll, á því að vera hluti af þessu þjóðfélagi. Til þess verður að finna einhverja þolanlega leið. Ef maöur fellir sig ekki við hávaða verður að leita lagfæringa, gera eitthvað í því. Maður má ekki bara búa sér til fangelsi. Ég hugsa að þeir sem skapa sér þrúgandi fangelsi og gera ekkert til að finna leið út veröi sjálfsagt geðveikir.” Músíkhávaðinn — það fgrirbœri sérstaklega. „Svoleiðis hávaði hefur ofsalega mikil áhrif. I raun er það viss þáttur í músík í dag að hún sé hávaðasöm — að maður heyri ekk- ert annað en músíkina. Allur hávaði í mynd- inni er líka mikiö í höfðinu á Benjamín, hann var svo ruglaður og áttaði sig ekkert á öllu í kringum hann. Hávaðinn var þannig pirring- ur, algjör pirringur. Músík er annars æðis- lega sterkt vopn og jú, jú, unga fólkið beitir því oft til að valda fullorðna fólkinu óþægind- um. Hávaði er í okkur öllum og við notum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.