Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 42
gleymt, hvernig áhrif borgin haföi
á manneskjurnar, þær lokuöust og
settu upp grímu til að halda öör-
um frá sér. Þaö rann upp fyrir
henni, hversu vel henni geðjaðist
að lífinu á Hedinge.
Fyrsta verk Tessu var að heim-
sækja Haus lækni, sem hafði stofu
þarna rétt hjá. Hún varð að bíða í
tíu langar mínútuf, áður en hann
gaf sér tíma til að ræða viö hana.
Hann varð bæði undrandi og
glaður að sjá hana.
— Mikiö er ég búinn að velta
vöngum yfir því, hvað orðið hafi
af svarta englinum okkar, sagði
hann. — Og presturinn var engu
fróðari en ég.
Presturinn hafði greinilega
þagað yfir óláni hennar, og fyrir
þaö var Tessa afar þakklát.
— Doktor Haus, sagði hún. —
Þér eruö besti læknirinn, sem ég
þekki. Ég á vin, sem ég hef miklar
áhyggjur af.
— Einn fátæklinganna þinna?
— Nei. Því miöur hef ég ekki
haft tök á að líta til þeirra nú um
langt skeið. Nei, í þetta skipti er
um dálítið annað aö ræða.
Hún lýsti nú, eins vel og henni
frekast var unnt, meinum höfuðs-
mannsins, bæði út frá hryggnum
og andlitslýtum hans.
Að frásögn hennar lokinni var
læknirinn hugsi um stund.
— Samkvæmt lýsingunni gæti
þarna verið um aö ræða eitthvað,
sem þrýstir á einhverja af stóru
taugunum í hryggnum, sagði
hann. — Sennilegast er, að kúlan
sitjiþarna ennþá.
— Er það rétt, aö hann muni
lamast smám saman?
— Já, hægt og samfara miklum
sársauka.
Tessa stundi lágt.
— En deyr hann?
— Þaö er erfitt að segja, nema
að undangenginni rannsókn. En
ekki virðist þaö óhugsandi.
— Er þá útilokað að hjálpa hon-
um? spurði hún full örvæntingar.
Haus læknir tók fram blað og
penna. Hann fitlaði við pennann
og hrukkaði ennið. Svo tók hann
ákvörðun.
— Ég ætla að vísa ykkur á
starfsbróður minn, doktor Svedin.
Hann er okkar fremsti skurðlækn-
ir, og ef hann getur ekki hjálpað
vini þínum, getur það enginn.
Hann getur einnig litið á andlit
hans, því Svedin er ákaflega fær,
langt á undan sinni samtíö að
mínu áliti. Gjörðu svo vel! Ég skal
senda honum orð um, að þið séuð
væntanleg. Hvaö er annars aö
frétta af þínu fólki? Mér hefur allt-
af skilist, aö þú kæmir frá vel
stæðri fjölskyldu.
Tessa laut höfði, meðan hún
kom tilvísuninni fyrir í tösku
sinni. — Ég held ég megi segja, að
af þeim sé allt gott að frétta, sagði
hún svo lágt, aö varla heyrðist.
Læknirinn vildi enga greiöslu
taka, sem var eins gott, þar eö hún
hafði ekkert slíkt að bjóða.
Þegar hún kom aftur út á göt-
una, fannst henni óróleikinn hafa
magnast, og hún hraðaði sér á
næsta áfangastað. Lágstéttar-
fólkið var áberandi á götunum, og
spenna var í loftinu.
Hálftíma síöar kom Tessa aftur
á torgið, enn meö myndirnar sínar
undir handleggnum. Höfuðsmað-
urinn stóð og beið hjá vagninum.
Og enda þótt Tessa væri niður-
dregin, fann hún gleðina yfir aö
sjá hann gagntaka sig. Hann var
sem vin í þessari eyðimörk, sem
borgin var orðin henni.
— Nú, við erum bæði jafnstund-
vís, sagði hann meö uppgerðar
glaðværð. — Blomberg vék sér frá
INNRÉTTINGA
ÞJÓNUSTAN
SKÚLATÚN 6-124 REYKJAVÍK
SÍMAR 2 98 40 & 2 98 55
Franskir úrvals arnar
frá kr. 7.000-40.000.-
Uppsetning innifalin.
Komiö og skoðið í
sýningarsal okkar eða
hringið eftir myndalista.
yýr C 1| K M I N K
^ RICHARD
LE DROFF
Yfir22000gerðirfrá
stærsta og virtasta
arinframleiðanda Frakklands
42 VlKati Jl.tbl.