Vikan


Vikan - 16.05.1985, Blaðsíða 8

Vikan - 16.05.1985, Blaðsíða 8
Popp Það gekk ekki átakalaust fyrir Paul Young og félaga að Ijúka við hina nýju breiðskífu, The Secret of Association. Ýmis vandamál töfðu fyrir og útgáfudeginum var frestað nokkrum sinnum en það virðist ekki hafa skipt máli því platan fór beint i efsta sæti breska listans þegar hún kom út. Það er ekki slæmur árangur hjá tónlistarmanni sem fyrir rúmu ári var farið að afskrifa sem söngvara sökum raddmissis. Rödd Pauls Young gaf sig skömmu áður en hann átti að koma fram á tónleikum sem Elton John hélt í London á síðasta ári og varð hann því að draga sig í hlé. Young segir að hann hafi aldrei verið hræddur um aö röddin myndi ekki lagast, þaö sem hafi farið verst með hann hafi veriö hvað lækningin tók langan tíma. Læknirinn sem skoðaði Paul rétt fyrir umrædda hljómleika ráðlagði honum að fara í frí og drekka sig fullan. Paul viður- kennir að árið 1984 hafi nú samt verið eitt erfiöasta ár sem hann hafi upplifaö enda má segja sem svo að það sé jafnslæmt fyrir söngvara að missa röddina og fót- boltamann fæturna. Paul Young og hljómsveit hans, The Royal Family, eru nú á sex mánaða hljómleikaferð þar sem þeir munu heimsækja Evrópu, Ástralíu, Japan og Bandaríkin. Fyrsta sólóplata Youngs, No Parlez, fékk geysilega góðar viðtökur bæði hjá tónlistar- unnendum og gagnrýnendum og hefur hún selst í meira en þrem milljónum eintaka. Af plötunni hafa 5 lög farið inn á topp fimm í Bretlandi. „Menn voru alltaf að segja við mig að það yrði erfitt fyrir mig að fylgja No Parlez eftir en ég sagöist ekki hafa áhyggjur f af því, en það breyttist þegar viö fórumístúdíóið.” Á nýju plötunni hefur Young heldur bætt sig í lagasmíðum. Það eru fjögur lög eftir hann og hljóm- borðsleikarann Ian Kewley, sex lög eru svo eftir aðra listamenn. Þessi lög eru yfirleitt lög sem Young hefur mikið dálæti á og finnst að hafi ekki notið þeirrar eftirtektar sem honum finnst þau eiga skilið. Annars er það þessi endurflutningur á gömlum lögum sem gagnrýnendur höfðu aðallega út á Young að setja, þeir vildu meina að ef hann yrði ekki því miður sá ég ekki eina einustu. Mér fannst það dálítiö sjúklegt. Little Richard, sem ég hitti nýlega, er líka svona unglegur. Rokkið hlýtur að fara svona vel með menn. Nei, heyrðu, ég gleymdi Keith Richards úr Stones.” Paul Young hafði þá hugmynd að fá dálítið af þekktum tónlistar- mönnum til liðs við sig á nýju plötunni, eins og til dæmis Annie Lennox úr Eurythmics, Chrissie Hynde úr Pretenders og söngvarann Bobby Womach. Einnig ætlaði hann að fá þjóðlaga- flokkinn Cheifteis til að spila í einu laginu en stjömumar vildu fá svimandi upphæð fyrir auk prósenta af sölu plötunnar svo PAUL YOUNG með meira af frumsömdu efni þá færi fljótt að halla undan fæti. Frumsömdu lögin af nýju plötunni lofa góðu um framhaldið. Paul Young fór að sjá Frankie Goes to Hollywood í London fyrir skömmu. Tina Turner kom fram sama kvöld og henni til aðstoðar í tveim lögum var David Bowie. Duran Duran strákarnir voru mættir til aö fylgjast með og fóru þeir ásamt Young baksviðs á eftir til að votta listamönnunum virðingu sína. Young og Bowie drukku og kjöftuðu saman í tvo tíma. „Við vorum að bera saman bækur okkar um hálsmeinsemdir. Bowie hefur átt við slíkt að stríða líka og kom það mér á óvart. Það var gaman að hitta Bowie og tala við hann. Ég horfði stíft á háls hans í von um að sjá hrukkur en Young og félagar fóru út í búð, keyptu þrjár plötur og endur- sköpuðu sjálfir hljóminn sem þeir vildu fá, en það varð lítið úr stjörnufansi á plötunni og viður- kennir P.Y. að þetta hafi nú verið hálfgeröar skýjaborgir. Eins og annað fólk á Young sér sína uppáhaldstónlistarmenn. Hann segir að Bobby Womach sé besti söngvari í heimi, einnig hefur hann mikið dálæti á Otis Reading, Sam Cooke og Ray Charles. Það má kannski taka fram að allir eru þessir menn svartir. Æskuhetja hans var Paul Rodgers, fyrrum söngvari Bad Company. Að lokum segir Paul Young: „Ég er ekki í þessum bransa til að verða frægur og ríkur en mig langar til aö verða jafngóður söngvari og Bobby Womach. Það er margt sem mig langar til aö gera í framtíðinni. Ég vil vera dálítið laus í tónlistinni, geta svona ráfað inn og út eins og ég vil og ekki þurfa að koma með „hit’Tag með reglulegu millibili. Þaö eru nú liðnir um átján mánuðir síðan út kom fyrsta sóló- plata Pauls Young, No Parlez. En þó að stutt sé síðan er Young enginn nýgræðingur í músíkinni. Verulega athygli vakti hann árið 1979 þegar hann byrjaði að syngja með soul-hljómsveitinni Q-Tips. Young var í hljómsveitinni í þrjú ár. Þeir héldu um 700 tónleika út um allar trissur, átta vel klæddir einstaklingar sem voru hylltir hvar sem þeir komu fram en gróði var lítill. Þegar Q-Tips hættu skrifaði Young undir samning við CBS og hóf samstarf viö hljóm- borösleikarann Ian Kewley. Þeir fóru að vinna að No Parlez. Lagið Wherever I Lay My Hat fékk mikla spilun og fór í fyrsta sæti breska listans, sala plötunnar tók kipp og miðamir á hljómleika í fyrstu hljómleikaferðinni seldust upp. Og vegna hinna miklu vinsælda var náttúrlega haldið áfram með hljómleikaferðalagið til megin- landsins og svo auðvitaö til Ameríku. Eftir aðeins tvær vikur var Young farinn að finna til í hálsinum en atvinnumaðurinn veldur ekki aðdáendum sínum vonbrigðum og heldur áfram og klárar túrinn. Það reyndist dýrkeypt. Það var svo 10. og 11. desember sem Young sneri aftur og hélt vel heppnaða tónleika í London. Aðdáendaklúbbur: Paul Young c/o Sally Harmer PO Box 140 London WC2H 8PB TEIKNIMYND Mér datt í hug hvort einhverjir ykkar, lesendur góðir, hefðu ekki gaman af að teikna. Þið ættuð nú að setjast niður og teikna uppáhaldstónlistarmennina ykkar. Þetta mega vera svarthvítar myndir eða litmyndir en litmyndir eru alltaf skemmtilegri og ef undirtektir verða góðar stefnum við bara að því að gera þetta að vikulegum þætti hér á síðunni. Svo segi ég bara upp með blað og blýant og gangi ykkur vel. Vikan, Frjáls fjölmiðlun Teikimynd Pósthólf 5380 125 Reykjavik. 8 Vikan 20. tbl. Umsjón: Halldór R. Lárusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.