Vikan


Vikan - 05.09.1985, Síða 19

Vikan - 05.09.1985, Síða 19
„Ég tók þá stefnu strax i upphafi að það skyldi aidrei bitna ð störfum mínum sem fréttamaður að ég væri kona með heimili. Hvort það hefur bitnað á heimilinu að ég var fréttamaður, það er önnur saga." slæmt. Þaö hefur sýnt sig í skoöana- könnunum að fólk vill innlent efni. Mér finnst að í þessari væntanlegu samkeppni eigum viö þar okkar tromp.” — Heldurðu að einhver breyting verði 6 sjónvarpinu þegar nýju lögin ganga i gildi? „Þaö er alveg ljóst. Þessi stofnun er aö tæmast. Mér finrist alveg óþarfi aö Ríkisútvarpið sé útungunarstöö fyrir aöra fjölmiðla sem eiga eftir aö koma. Mér finnst þetta síðasta ár á sjónvarpinu hafa veriö öðruvísi en árin á undan — allt annar andi. Fólk er óánægt meö launin sín. Ég hef verið í þeirri draumaaðstöðu aö maöurinn minn haföi sín laun frá Bandaríkjunum þannig aö viö höfum verið fjárhagslega vel sett. Ég hef ekki þurft aö hafa áhyggjur af því hvort ég ætti salt í grautinn minn á morgun. Ég finn það núna hvaö maður nýtur sín miklu betur þegar maöur þarf ekki aö hafa áhyggjur af því. Og ég vildi ekki þurfa að lifa á þeim launum sem ég hef. Ég skil vel fólk sem er aö gefast upp á því að reyna aö lifa á þessum launum. Þaö var einhvern daginn aö ég kom heim meö launaseöil og tryggingarnar af húsinu, bílnum og hitaveitureikningur, þetta kom allt saman. Ég held að ég hafi átt 2—3 þúsund eftir af fastalaununum þegar ég var búin aö borga þaö.” — Þig hefur ekki dreymt um að komast í fréttamannastarf erlendis? „Ég er fremur raunsæ yfirleitt og hef heyrt utan aö mér hvernig um þessar stööur er talað. Þaö er svo brjáluö samkeppni um þessar stööur innan f jölmiöla aö þaö hvarflar ekki aö mér aö kona á mínum aldri, talandi ensku meö mínum hreim, hafi nokkra möguleika. Ég hef heyrt á tal krakkanna í skólanum, sem ég er í, aö þeir eiga ekki orö yfir vitleysuna í mér aö vera meö fasta stööu sem frétta- maður og vera í skóla. Þaö er fjar- lægur draumur þeirra að komast í stööu.” — Á hvaða aldri eru krakkarnir sam þú ert með i skólanum? „Meðan ég var í B.A. námi voru þeir flestir á bilinu 20—25 en ég á marga jafnaldra í náminu sem ég er í núna. Þeir eru á bilinu 25—50.” Átti barn í jólafríinu — Er ekki geysileg endurnýjun að fara í svona nám? „Jú, og ég heföi ekki trúaö því fyrir- fram. Þetta er náttúrlega erfitt. Mér finnst gaman aö vera í skóla aftur og hafa starfsreynslu aö baki. Maöur lærir á allt annan hátt og kann aö vinna. Vinnuálagiö í sjónvarpinu hefur komiö mér aö mjög miklu gagni. Ég get bæöi unnið undir pressu og mjög mikið. Maöur sér hlutina í ööru ljósi. Égheld ég geti fullyrt aö núna er ég aö gera hluti í skólanum sem ég heföi ekki getaö gert þegar ég var tvítug. Hins vegar mæli ég ekkert meö því aö konur og karlar bíöi svona lengi meö aö fara í skóla. En betra er seint en aldrei.” — Komu ekki einhvern tímann hlé út af barneignum þar sem þú varðst að vera heima? „Ég var heima í tvo mánuöi þegar ég átti eldri strákinn minn og þá var hringt af Mogganum og spurt hvort ég gæti ekki fariö aö koma. Ég fór. I seinna skiptiö var ég ritstjóri á Islendingi á Akureyri og ég skipulagði jólablaöiö, gekk frá því og var búin aö semja viö lækni á Akureyri um aö framkalla fæöingu svo ég gæti notað jólafríið til aö jafna mig. Svo fór ég aftur aö vinna 2. janúar og kom aftur út blaöi fyrstu vikuna eftir áramót. Strákurinn fæddist 15. des. Mér fannst þetta ekkert mál — honum ekki heldur. Hann virtist dafna vel.” — Hefurðu notað dagvistarstofnanir? „Ég hef veriö meö dagmömmur og fékk svo stelpur frá Noregi einhvern tímann. Þær pössuðu fyrir mig. Svo var ég meö yngri strákinn minn á dag- heimili og þurfti svo aö hafa stelpu búandi hjá mér til aö passa hann frá 5—9 á daginn, þannig aö þaö er ekki gott starf fyrir einstæða móöur aö vera hjásjónvarpi.” — En þér hefur tekist að halda góðu sambandi við börnin. Nú er þetta mál sem margar konur glíma viö — það virðist bitna á þeim. Hvað myndiröu ráð- leggja þeim: reyna að eiga börnin í jóla- fríinu, taka sér hlé frá vinnu eða....? „Þaö geta ekki allir átt börnin í jóla- fríinu,” segir Sigrún brosandi. „Ég vildi ekki vera án þess aö eiga þessi börn. Þaö er einn hlutur sem ég vildi ekki vera án í lífinu. Hins vegar vildi ég hafa haft meiri tíma meö þeim. Ég væri aö ljúga ef ég segði annað. En mér hefur tekist aö vera góöur vinur sona minna. Þeim finnst jafnsjálfsagt að ég sé útivinnandi eins og sjálfsagt mörgum krökkum finnst aö pabbi þeirra sé útivinnandi. Þeir virða mig sem slíka. Ég tók sérstaklega eftir því, þegar ég var í skólanum, aö minn tími var virtur. Ég held að ef krakkar geta lært aö viröa tíma mæöra sinna séum viö komin ákveöið skref fram á viö. Yrði leiðinleg heimavinn- andi húsmóðir Ég er svo heppin aö ég hef í mörgum tilfellum getað haft barniö mitt með mér. Hann kemur oft meö mér í túra og er meö mér í vinnunni. Hann veit hvaö ég er aö gera. Hann getur leikiö sér með bækur eöa eitthvað og á marga góða vini niöri í sjónvarpi. Þetta gengur þannig. Oft hefur þetta hins vegar veriö puö og sérstaklega náttúrlega þegar hann var yngri og ég þurfti jafnvel aö fara til vinkvenna minna og fá pössun á jóladag. Þaö er ekkert gaman. Þá átti ég vakt og enginn var tilbúinn aö skipta og fórna eigin jólum fyrir einstæöan frétta- mann. En ég held aö ég yröi leiðinleg heimavinnandi húsmóðir.” — Ertu allt of rösk og frek? „Ég held aö strákunum mínum þyki ég ekki leiðinleg en ég hugsa aö þeim þætti þaö ef ég væri alltaf heima. Ég hugsa aö ég fengi þrifnaðarbrjálæði eöa eitthvaö til þess aö hafa nóg aö gera.” — En hvað um önnur áhugamál. Tekur starfið og heimilið kannski allan tímann? „Nei, nei. Ég hef gaman af því aö feröast og hef gert mikið að því. Ég prjóna mikið og eins hef ég mjög gaman af íþróttum, manneskjulegum íþróttum. Ég er litiö gefin fyrir keppnisíþróttir en ég hef gaman af skíöum og sundi og almenningsí- þróttum. Ég trimma á hverjum degi.” — Hvað tekur það langan tíma? „Þaö tekur svona 35 mínútur.” — Gerirðu það alltaf á sama tíma? „Ég byrja alltaf daginn á því — hleyp fjóra hringi í kringum Mikla- tiiniö. Þaö er dálítið drjúgt.” — Þér finnst þeim tima vel varið? „Mér finnst þaö. Og ég held að sá tími sem fer í trimmið skili sér marg- falt. Ég fann þaö úti, þegar ég var í skólanum, aö heföi ég ekki verið hraust og í góöu formi heföi ég aldrei getað gert það sem ég gerði því þaö er ekki síður líkamlegt púl aö vera í skóla heldur en andlegt. Ég held ég geti leyft mér aö segja þaö aö ég geti unnið flesta kollega mína af mér og ég þakka þaö trimmi. Ég hef ekki alltaf haft þaö auðvelt. Þegar ég hef átt þaö erfiðast hefur trimmið b jargaö. ” „Lít á þetta sem alvörustarf" Þú hefur aldrei velt því fyrir þór aö fara út i pólitík eins og sumir aðrir sem sést hafa í sjónvarpi? „Nei, ég hef aldrei gert þaö.” — Hefurðu engan áhuga á því? „Ég hef veriö ánægö þar sem ég hef verið og þaö er mitt fag. Hins vegar lofa ég engu um framtíðina en ég stefni ekki aö því. Alls ekki. Og ég ímynda mér aö þetta sé miklu skemmtilegra starf sem ég er í. Ég hef stundum verið aö þvælast þarna niðri á þingi og hef hálfvorkennt fólkinu þar. Ég geng ekki með pólitíkus í maganum.” — Það hefur ekki verið reynt viö þig af stjórnmálaflokkum eins og af sjón- varpsstöðvum? „Nei, það hefur ekki verið falast eftir mér. Ég þyki ekki vænlegur kostur í þeirra augum. Enda verö ég að segja þaö aö ég hálflít niöur á þessa tilhneigingu hjá flokkum aö fá þekkt andlit. Mér finnst þetta lélegt sölu- trix.” — Hvað finnst þór um pólitik og fróttamennsku? Finnst þór fróttamenn geta verið í stjórnmálaflokkum og starfað? „Mér finnst þaö náttúrlega sjálf- sögð mannréttindi að mega vera í stjórnmálaflokki. Mér finnst hins vegar þægilegast að vera þaö ekki. Þaö hefur veriö mín stefna að vera ekki í neinum flokki á meðan ég er í þessu starfi. Ég er miklu frjálsari. Mér finnst ekki veita af því frelsi. Þaö er nóg af fjötrum samt. Þaö hafa gilt reglur í sjónvarpi sem mér finnast skynsamlegar. Þegar fólk er í framboði þá má það ekki koma fram. En þaö eru svo margir búnir að fara þessa leiö að ég verð pirruö þegar ég er spurö að því hvort ég ætli ekki út í póli- tík því þaö er eins og þaö sé yfirskin fyrir veröandi pólitíkusa aö vera fréttamaður. Ég lít á þaö sem alvöru- starf en ekki sem einhvern stökkpall.” 36. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.