Vikan


Vikan - 05.09.1985, Side 26

Vikan - 05.09.1985, Side 26
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar: rnar afmælisbarnið? Séra Árelíus Níelsson verður 75 ára í þessari viku. Hann fæddist í Flatey á Breiðafirði þann 7. september 1910. Árelíus stundaði kennslustörf í fjöldamörg ár en þekktastur er hann sjálfsagt fyrir starf sitt sem sóknarprestur. Hann gegndi prestsþjónustu í Fnjóskadal, Reykhólasveit, á Stokkseyri og seinast í Lang- holtsprestakalli í Reykjavík á árunum 1952—1980. Vikan sendir séra Árelíusi árnaðar- óskir í tilefni af þessu merkis- afmæli. Séra Árelíus á stórafmæli enda er hann maður vikunnar Aðrir sem eiga afmœli í þessari viku eru til dæmis: Raquel Welch leikkona, verður háiffimmtug þann 5. september. Gisli Jóhannsson frá Dals- garði, fæddur árið 1958 sama dag og séra Árelius (enda ættaður úr Breiðafjarðareyjum eins og hann). Katrín Lilja Ævarsdóttir nemi, fædd 8. september 1971. Jónas E. Svafár skáld verður sextugur þann 8. september. Einar Björnsson á Litlalandi i Mosfellssveit á afmæli 9. september. Hann verður 98 ára gamall. Allt þetta fólk fær innilegar afmælishveðjur frá Vikunni. 5. SEPTEMBER Skapferli Þeir sem eru fæddir þennan dag eru venjulega vinnuþjarkar og fjörmiklir í lund. Fremur eru þeir leiðitamir og lausir í rásinni. Merkúr og meyjarmerkið hafa áhrif á lífsferilinn. Framkoma þeirra sem fæddir eru þennan dag er því nokkuð tvískipt. Á annan bóginn eru þeir óráðnir og ráð- villtir en á hinn bóginn eru þeir geðfelldir og geta auðveldlega heillað aðra. Lífsstarf Hæfileikar þeirra sem fæddir eru í dag njóta sín betur á skrif- stofu en í verksmiðju. Rík skipu- lagsgáfa og reglusemi valda því aö þeir hafna gjarnan í valda- miklum stööum. Þaö þykir ráölegt fyrir framann að skipta sem oftast um störf og vinna á fjölmörgum stöðum. Ástalif Vinsældir afmælisbarnsins eru talsverðar hjá hinu kyninu. Hjóna- bönd eru yfirleitt gifturík. Þó ber að hlúa vel að fjölskyldu- og hjóna- lífi ef vel á aö takast því að með nokkurra ára millibili geta komið upp tímabundnir erfiðleikar. Heilsufar Heilsufar er í flestum tilvikum þokkalegt. Taugar og meltingar- færi eru viðkvæmust. Skapferli Framtakssemi og jafnvel stjórnsemi og metorðagirnd eru einkenni á skapferli þeirra sem fæddir eru þennan dag. Fæðingar- deginum er stjórnað af meyjar- merkinu í dýrahringnum. Lífsstarf Störf viö sölumennsku eða kennslu henta einkar vel þeim sem fæddir eru í dag. Aðhlynning sjúkra á vel viö þá og sumir veröa læknar. Zb Vikan 36. tþl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.