Vikan


Vikan - 05.09.1985, Page 27

Vikan - 05.09.1985, Page 27
Ástalíf Þar er ekki verið að rasa aö neinu. Þeir sem fæddir eru þennan dag eru yfirleitt nokkuð til- finningaríkir en um leið heftir. Þeir eru einnig nokkuö fyrir gagn- rýni og geta jafnvel átt það til að skipta um skoðun í ástamálum þegar allt virðist klappað og klárt. Hjónaband, ef af því verður, er yfirleitt hamingjusamt. Heilsufar Stærsta vandamálið er aö afmælisbörnin eiga það til að hugsa um of um heilsu sína. Sjálf- sagt er að huga vel að henni en það má þó ekki ná út yfir allt. Það er líka nauðsynlegt að njóta lífsins. Innyflasjúkdómar eru þeir sjúk- dómar sem afmælisbörn dagsins eru viðkvæmust fyrir. 7. SEPTEMBER Skapferli Þeir eru fjörhestar sem eiga afmæli þennan dag. Ástæðan er sú að þeir eru undir áhrifum frá stjörnunni Merkúr og meyjar- merkinu. Hagsýnir þykja þeir og eiga auðvelt meö að flokka og kerfa viðfangsefni sín og koma þeim í framkvæmd. Lífsstarf Líf afmælisbarnsins einkennist af talsverðum þeytingi. Það fer mikið utan í verslunarerindum en einnig sér til ánægju. Skrifstofu- störf, bústjórn og matreiðsla eru meðal þeirra starfa sem liggja vel fyrir þeim sem eiga afmæli þennan dag. Ástalíf Tilfinningasemi er ekki meöal þeirra orða sem hægt er aö nota sem einkunnarorð um afmælis- börnin. Líkur eru því á að í hjóna- bandi verði það ofan á sem hag- kvæmt þykir fremur en að ástin ráði ríkjum. Heilsufar Þaö er gott. Hið eina sem angrar suma sem fæddir eru þennan dag eru ástæðulausar áhyggjur vegna heilsunnar. 8. SEPTEMBER Skapferli Þeir sem afmæli eiga þennan dag eru alltaf síúðrandi. Þeir eru hagsýnir, smámunasamir og sumir myndu lýsa þeim sem dálítlum ólíkindatólum. Venju- lega berast þeir einnig mikið á í klæðnaði og öðru því er snertir hinn ytri búnað. Lífsstarf Embættisstörf af ýmsu tagi verða oft hlutskipti þeirra sem fæddir eru þennan dag. Nokkuð er einnig um presta eða aðra sem sinna trúarmálefnum. Ástalíf 1 ástalífi er sama trúnaðar- traustið. Mjög oft hengir fólk, sem er fætt þennan dag, sig á eina per- sónu. Tilfinningarnar lúta gjarnan í lægra haldi fyrir skynseminni. Þrátt fyrir að líkur séu á því að afmælisbarnið eigi einn maka eru nokkrir möguleikar á því að þau hlaupi út undan sér á ástarferlin- um. Heilsufar Þeir sem eiga afmæli þennan dag eru oft mikið fyrir útiveru og líkamsrækt. Þeir þurfa því sjaldnast aö kvíöa heilsuleysinu. 9. SEPTEMBER Skapferli Eins og margir aðrir sem fæddir eru í meyjarmerkinu eru þeir sem eru fæddir þennan dag nákvæmir og jafnvel smámuna- samir í eðli sínu. Engin ævintýri. Lífsstarf Þetta er dagur gáfumannanna. Allt í sambandi við stærðfræði og tölur er afmælisbarninu við hæfi. Það er þó aðallega á fræðilega sviðinu og ekki er víst að viðskipti liggi fyrir þeim sem á afmæli þennan dag. Ástalíf Ekki er afmælisbarniö við- kvæmt í lund og því ekki yfir- gnæfandi líkur til þess að hjóna- bandið verði neitt ástríðufullt. Afmælisbarn dagsins er kannski frekar gift vegna þess að þaö er heppilegt heldur en að stóra ástin sé í spilinu. Heilsufar Heilsan er ekkert vandamál, sérstaklega ekki ef afmælisbarniö gætir aö þvi hvað það lætur ofan í sig. Skapferli Sumir í meyjarmerkinu eru duttlungafullir og eiga jafnvel til að hlaupa út undan sér. Samt er óreglulegt líf þeim ekki að skapi. Lífsstarf Afmælisbarnið er í essinu sínu í starfi þar sem er mikill erill án þess að nýstárlegar uppákomur séu hversdagsviðburður. Fram- kvæmdasemi og skipulag er með besta móti og er því upplagt fyrir þá sem eiga afmæli þennan dag að reyna fyrir sér við ýmiss konar smárekstur í þjónustugeiranum. Ástalíf Vixunargur er sá sem á afmæli þennan dag og getur yfirleitt valið úr á hjónabandsmarkaðnum. Algengt er að afmælisbarnið giftist ungt, flytji oft búferlum en farnist vel í hjónabandi. Heilsufar Afmælisbarnið er fremur næmt fyrir ýmsum smákvillum en með réttum lifnaðarháttum ætti heilsan ekki að vera neitt vanda- mál. 11. SEPTEMBER Skapferli I dag er afmælisdagur járn- karlsins. Sá sem er fæddur þennan dag er oft kaldranalegur í viðmóti og getur jafnvel reynst hrotta- fenginn en er samt, ef vel er gáð, nokkuð réttsýnn. Undir harðri skelinni glittir jafnvel í pínulítinn ótta við umhverfið sem birtist á þennan hátt. Lífsstarf Verkstjóm, blaðamennska og ýmis störf, sem krefjast hörku og nákvæmni, eiga við afmælis- barnið. Oft blundar listagáfa með þeim sem á afmæli þennan dag en sjaldgæft er að hún fái notið sín. Ástalíf Fágætt er að afmælisbamið beinlínis slái í gegn hjá hinu kyninu. Samt hefst það gjarnan með seiglunni og yfirleitt eru þeir sem fæddir eru þennan dag hamingjusamir í hjónabandi. Heilsufar Afmælisbömin eru oft fremur heilsuveil í æsku. Þegar þau fullorðnast eru þau með hraustara fólki. 36. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.