Vikan


Vikan - 05.09.1985, Side 40

Vikan - 05.09.1985, Side 40
Popp Á Einn merkilegasti tónlistarmaður síðasta áratugar og allt fram á þennan dag er án efa David Bowie. Áhrif hans á þá ungu menn, sem nú eru í fremstu víglínu poppsins, eru óvefengjanleg og hann er einn af fáum tónlistarmönnum sem tekist hefur að hasla sér völl í DAMlO^OfliE — maður breytinga Fyrrihluti 1947-1973 kvikmyndaheiminum með góðum árangri. I þessari og næstu Viku munum við renna yfir feril Bowies í stórum dráttum og von- um að þið hafið gaman af því ferill Bowies er geysi- lega fjölbreyttur og síbreytilegur. Bowie fæddist 8. janúar áriö 1947 í London og var skírður David Robert Jones. David var eina barn foreldra sinna en faðir hans og móðir komu með í hjónabandið sitt barnið hvort úr fyrri hjúskap, Terry og Anette. Terry var sjö árum eldri en David og voru þeir bræður mjög samrýndir og það var einmitt Terry sem vakti fyrst tónlistaráhuga Davids til lífsins með því að kynna honum helstu gullkorn jassins. DaVia fZovJie- Fimmtán ára gamall fór Bowie að læra á saxófón og um svipað leyti lék hann í sinni fyrstu hljóm- sveit sem hét George and the Dragons. George þessi og David voru miklir mátar en eitthvað slettist upp á vinskapinn út af ein- hverri stelpu og slagsmálin enduðu með því að Bowie skadd- aðist á vinstra auga og er auga- steinninn í því auga alltaf stærri en hinn, auk þess sem annað aug- að er grænt en hitt grátt. Upphaf ferilsins Þegar Bítlarnir komu til sögunnar breytti Bowie yfir í poppið og stofnaði sína eigin hljómsveit sem hann kallaði Davie Jones and the King Bees og spilaði hún talsvert á krám í London. Þeir félagar komust á plötusamning hjá Decca fyrir- tækinu en eftir tvær misheppn- aðar smáskífur misstu bæði hljómsveitin og Decca áhugann svo hljómsveitin hætti. Næst var það The Manish Boys sem störfuðu í sex mánuði og gáfu út eina smáskífu sem hlaut sömu illu örlögin og plötur King Bees. Árið 1965 stofnaði David hljóm- sveitina Davy Jones and the Lower Third og á meðan hún starfaði kynntist David Ken Pitt sem gerðist umboðsmaður hans. í tvö ár. Var þetta einn besti skóli sem hann gat fengið enda nýtti hann látbragðið sér til fulls á tón- leikum sínum þegar fram liðu stundir. Fyrsta „hit"-lagið og nýtt fólk Eitt af því fyrsta sem hann ráðlagði drengnum var að skipta um nafn og David Bowie varð til. Frá lokum ársins ’65 má segja að Bowie sé sólóisti og sem slíkum tókst Pitt að fá hljómplötu- samning fyrir Bowie. Hann tók upp á annan tug laga og voru flest þeirra gefin út árið 1967 á stórri plötu sem hét því frumlega nafni David Bowie. Allar þessar upptökur voru síðan gefnar út árið 1973, þegar Bowie var orðinn frægur, undir nafninu Images 66/67. Tónlist þessi er geysilega skemmtileg á að hlýða enda þótt hún sé í engu lík því sem Bowie varð svo vinsæll fyrir síðar. Árið 1968 kynntist Bowie lát- bragðsleikaranum Lindsay Kemp og stundaði Bowie nám hjá honum LS&Vfd Kvikmyndin 2001, A Space Oddity, var frumsýnd árið 1968 og hafði þau áhrif á Bowie að hann samdi eitt sitt albesta lag, Space Oddity, sem vakti á honum þónokkra athygli og komst hátt á lista. BBC-sjónvarpsstöðin notaði lagið þegar sýnd var fyrsta lending mannaðrar tunglferju á tunglinu. Tony Visconti heitir maðurinn sem spilar á bassa í þessu lagi og hann átti eftir að koma mikið við sögu á ferli Bowies. Það skal tekið fram að Space Oddity kom ekki út fyrr en ári eftir að Bowie samdi það, eða í júlí 1969. Skömmu áður hafði Bowie hitt unga, bandaríska stúlku, að nafni Angela (Angie) Barnett. Angie var lífsglöð og ver- aldarvön og er óhætt að segja að hún hafi haft mikil áhrif á þroska hans sem listamanns. Þau giftu sig1971. Árið 1970 hafði Bowie stofnað nýja hljómsveit sem hann kallaði The Hype. Visconti lék á bassa, John Cambridge á trommur og á gítar ungur maður að nafni Mick Ronson sem með tímanum varð - hægri hönd Bowies og stoð hans og stytta. Mér láðist að geta þess að í nóvember 1969 kom út stór plata sem bar nafnið Space Oddity en Ziggy búinn til. 40 Vikan 36. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.