Vikan


Vikan - 05.09.1985, Síða 52

Vikan - 05.09.1985, Síða 52
□ Þ. Barna-Vikan að er svolítið sorglegt að oft þegar krakkar hafa lært að lesa þá finnst þeim svo leiðinlegt að lesa skólabækurnar sínar að þeir líta helst ekki í þær. Ég veit að sumar námsbækur eru hundleiðinlegar en aðrar skemmtilegar. Svo eru líka til bækur sem nemendurnir geta sjálfir gert skemmtilegar. Kannski eru það bestu bækurnar. Krakkar, sem eru í tíu og ellefu ára bekk, fá flestir í hendurnar bók sem heitir Málrækt. Þar eiga krakkarnir sjálfir að gera alls konar verkefni, jafnvel að skrifa smásögur og yrkja Ijóð. Það gerðu þrjár stelpur sem voru nemendur í Klúkuskóla í Strandasýslu ífyrra og bækurnar þeirra urðu bráðskemmtilegar. Þessar stelpur heita Victoría Rán Óskarsdóttir, Birna Ingimarsdóttir og Guðbjörg Ósk Hjartardóttir. Við skulum athuga hvað þær skrifuðu og teiknuðu í málræktarbækurnar sínar. Ófreskjurnar Smásaga eftir Birnu Ingimarsdóttur Ég og Guðbjörg Ósk vorum stadd- ar í París. Klukkan tíu um kvöldið heyrðum við þrusk í íbúðinni fyrir neðan og urðum logandi hræddar. Við fórum samt niður og þar sáum við mann sem var alblóðugur og líkur ófreskju. Við æptum því hann var svo blóðugur og hann var líka með hræðilegar vígtennur. Við æptum aftur en enginn heyrði til okkar svo við hlupum burtu eins hratt og við gátum en maðurinn M elti okkur. Þá sagði Guðbjörg: Birna, við skulum fara inn í þetta I sund þarna. Já, sagði ég og við stukkum inn í sundið. Þá sáum við tvo menn koma hlaupandi. Við stukkum af stað út úr sundinu og rétt á eftir gengum við fram hjá öðru sundi og þá komu mennirnir aftur í Ijós. Við hlupum í burt dauðhræddar og þeir eltu okkur en allt í einu sagði annar maðurinn: „Heyriði, stelpur, þetta erum bara við. Við ætluðum bara að plata ykkur. Þetta er pabbarnir ykkar!!! 52 Víkan )6. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.