Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 16

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 16
bandalagsins. Alþýöubandalagiö er horfið frá þjóönýtingarhugmyndum Sósíalistaflokksins, þaö er fariö aö styðja blandað hagkerfi, það er búiö aö viðurkenna tilverurétt markaöar- ins, þaö er búiö aö átta sig á því að viö þurfum aö virkja markaðslög- málin til þess aö samstilla athafnir einstaklinganna. Alþýöubandalagiö er því á framfaraleið. Alþýöuflokk- urinn hefur llka sýnt mikinn skilning á því að nú verðum við aö fara aö taka sjónarmið neytenda og skatt- greiöenda fram yfir sjónarmið fram- leiöenda, hvort sem þeir eru bændur eöa atvinnurekendur. Framsóknar- menn eru blendnari í afstööu til þess- ara mála en þeir gera sér grein fyrir því aö viö getum ekki endalaust hald- iö áfram aö auka ríkisútgjöldin. Viö getum tekið heilsugæslu. Framlög til heilsugæslu hafa aukist miklu hraö- ar en heilsugæslan hefur batnaö. Sú staöreynd sýnir á óyggjandi hátt að einhvers staöar í kerfinu er sóun. Við getum náö sömu gæöum heilsugæslu með minni tilkostnaði. Hvernig get- um viö tryggt minni tilkostnað? Um- fram allt, held ég, meö því aö færa verkefni til einkaaöila vegna þess aö þaö er gamalt og nýtt lögmál aö menn fara betur meö eigiö fé en ann- arra. Þetta er fyrsti þátturinn af þremur sem ég held aö sýni best kosti markaðarins umfram ríkisaf- skipti. I ööru lagi eiga menn útgöngu- leiö af markaönum; ef þér likar ekki varan þá hættiröu bara aö kaupa hana. En ef þér líkar ekki löggæsla eöa heilsugæsla rikisins þá geturöu ekki hætt aö kaupa hana. Þú getur ekki neitaö aö greiöa skattana þína. 1 þriöja lagi felur markaöurinn í sér miklu meiri dreifingu valds, miklu meira sjálfstæöi einstaklinganna en getur nokkurn tima oröið raunin und- ir handarjaöri rikisins. Þetta endur- mat, sem á að fara fram, er fólgiö í því aö færa verkefni. frá ríkinu til sveit- arfélaga, samtaka og einstaklinga.” — Þú minntist á heilsu- gœslu. Ég ætla að láta þig svara öllum þeim spurn- ingum sem vanalega er varpad að frjálshyggju- mönnum. Ef heilsugæsla verður í höndum einstakl- inga fá þá ekki hinir ríku miklu betri heilsugœslu en hinir sem minna eiga ? „Þegar menn tala svona yfirsést þeim einn möguleiki sem er trygg- ingastarfsemi. Menn eiga aö geta tryggt sig gegn skakkaföllum og sjúkdómum, ef þeir eru skynsamir. Auðvitaö er til fámennur hópur sem getur þaö ekki vegna þess aö hann á viö fötlun eöa önnur bágindi aö stríöa og ég tel sjálfsagt aö sliku fólki sé líknaö. Ég er hins vegar ekki viss um aö nauösynlegt sé aö gera þaö meö ríkisvaldinu. Eg trúi því aö til séu nægilega margir góðfúsir og hjálp- samir einstaklingar í þessu landi til þess aö líknarfélög einstaklinga geti hjálpað slíku fólki. Ef þaö tekst ekki er ég reiðubúinn til þess aö taka þátt í þvi aö ríöa um þjóðfélagið öryggis- net svo aö enginn þurfi aö fara á mis viö þá lágmarksaöhlynningu sem nauösynleg er í mannsæmandi þjóö- félagi. Um það markmiö held ég að sé enginn ágreiningur. Okkur frjáls- hyggjumönnum eru gerðar upp skoð- anir sem viö höfum ekki. Viö viljum sömu velferð og aörir en við viljum hana meö minni tilkostnaði og meö því aö veita velferöinni í farvegi frelsisins.” — Þú talaðir um lág- marksaðhlynningu. En yrði það ekki einmitt raun- in? Hinir fátœkari fengju það sem bráðnauðsynlegt vœri en hinir auðugri nytu miklu betriþjónustu? „Aöalatriöiö er aö allir fái nauö- synlega heilsugæslu. Ef einhverjir aörir vilja borga sjálfir fyrir betri heilsugæslu finnst mér þaö vera þeirra einkamál. Sama er að segja um skólagöngu. Ef ég á barn og vil senda þaö i dansskóla, hverjum kem- ur þaö viö? Sama fólk og hefur mót- mælt þvi aö hér komi einkaskólar styrkir svo bömin sín til náms viö há- skóla erlendis — ekki veit ég betur. Þessi málflutningur er fullur af rök- leysum!” — Hvernig hafa undir- tektir forystumanna Sjálf- stæðisflokksins verið við málflutningi ykkar frjáls- hyggjumannanna ? „Eg er þeirrar skoðunar,” sagöi Hannes eftir nokkra umhugsun, „aö þaö eigi aö dæma menn af verkum þeirra en ekki oröum. Ef viö lítum á ráöherrana í núverandi ríkisstjóm þá eru þeir ráöherrar sem hafa unniö sjálfstæðisstefnunni og einstakiings- framtakinu mest gagn tvímælalaust þeir Matthías A. Mathiesen og Sverr- ir Hermannsson. Sverrir hefur oft agnúast út í okkur yngri og frjáls- lyndari mennina í flokknum en þrátt fyrir þaö hefur hann framkvæmt margt af því sem við höfum barist fyrir, og gert þaö myndarlega og vel. Hann hefur selt ríkisfyrirtæki og komiö lagi á iönaöar- og orkumálin sem voru í miklum ólestri eftir viö- skilnaö kommúnista. Eg tel aö Sverrir eigi að njóta þessa. Matthías hefur beitt sér fyrir mjög róttækum endurbótum i peninga- og viöskipta- málum sem viö eigum eftir að búa aö lengi. Hann hefur staöiö vörö um sparifjáreigendur og leyft eölilega ávöxtUn peninga. Ráöherrar á undan Matthíasi höföu látiö þaö viögangast aö gamla fólkiö var féflett og spari- fjáreigendur almennt. Menn tala gjaman um haröa og kalda peninga- stefnu en ég skal segja þér að hin harða, kalda peningastefna er skoð- un þess fólks sem vill seilast niður í vasa náungans til þess aö taka þar peninga og reisa sér fyrir þá íbúöir eða mennta sig eöa gera annaö þaö sem þaö kærir sig um. Þetta fólk er hiö raunverulega peningahyggju- fólk. Bæði Matthías og Sverrir hafa staðið sig meö miklum sóma í því að hrinda fram ýmsum frjálshyggju- málum. Eg held líka aö Geir Hall- grímsson og Ragnhildur Helgadóttir standi mjög nærri okkar málstaö, þaö er aö segja þeim hugsjónum sem Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaöur utan um — hugsjónum atvinnufrelsis og einkaframtaks.” — Hvað um hina ráð- herrana? „Eg er miklu óánægðari meö þá Albert Guðmundsson og Matthías Bjarnason og störf þeirra í núver- andi ríkisstjóm.” — En aðrir forystu- menn ? „Ja, ég tel að við njótum töluverör- ar samúðar meðal ýmissa yngri for- ystumannanna, svo sem þeirra Friöriks Sophussonar og Davíös Odds- sonar. Báöir hafa sýnt þaö í cröi og verki aö þeir meta einkaframtak og atvinnufrelsi mjög mikils. Hitt er annað mál aö stjórnmál eru list hins mögulega og viö getum ekki ætlast til þess af stjómmálamönnum — hvort sem þeir em sjálfstæðismenn eöa aörir — aö þeir geti alltaf fylgt ein- hverri einni hreinni og tærri hugsun. Þeir veröa oft aö sætta sig viö mála- miðlanir í þeim veruleika sem þeir búa í. Þaö er ekki hlutverk þeirra aö breyta þessum veruleika, þaö er hlutverk menntamannanna.” — Þú nefndir ekki Þor- stein Pálsson. „Þorsteinn hefur valiö sér þaö hlutverk að vera formaöur allra sjálfstæðismanna en ekki aöeins frjálshyggjumanna. Þaö er vita- skuld alveg rétt hjá honum. En ég vona samt aö hann sé ekki aö sverja af sér frjálshyggjuna eins og sumir segja.” — Hvað um forystu- menn annarra flokka ? Eru þar hæfir pólitíkusar á ferð ? „Væri ég ekki aö kyssa þá kossi dauðans meö því aö hæla þeim? Eg geri ráö fyrir því! En ég geri ráö fyrir því aö Steingrímur Hermannsson sé ekki versti stjórnmálamaðurinn sem Framsókn hefur átt. Mér líst líka til- tölulega vel á Jón Baldvin Hanni- balsson, formann Alþýöuflokksins. Eg gæti vel hugsað mér stjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýöuflokkurinn ynnu saman, ef það yrði á grundvelli samvinnu Jóns viö ýmsa forystumenn Sjálfstæöis- flokksins. Aö vísu getur veriö aö viö náum fram fleiri málum í samvinnu viö Framsóknarflokkinn — þaö má Framsóknarflokkurinn eiga aö hann stendur vörö um séreignarréttinn. Bændurnir heimta sitt.” — En forystumenn Al- þýðubandalagsins? Ég tók eftir því að þú kallaðir þá kommúnista hér áðan. „Þaö er auövitað mikil einföldun á Alþýöubandalaginu aö segja aö það sé kommúnistaflokkur. Ég held aö Alþýðubandalagiö sé, af illri nauö- syn, aö þróast yfir í sósíal- demókratískan flokk. Illri nauösyn segi ég, vegna þess aö sósíalisminn í sinni gömlu mynd er dauður, og þaö er reynslan sem hefur drepiö hann. Þjóönýting, skipulagning og áætlunarbúskapur — þetta eru víg- orð gærdagsins. Á þessu hafa núver- andi forystumenn Alþýöubandalags- ins áttaö sig, sumir hverjir að minnsta kosti. Ég veit hins vegar ekki hvort þaö er vegna þess aö þeir eru tækifærissinnar eöa hvort þeir hafa gert sér grein fyrir veruleikan- um eins og hann er í dag. Ef ég á aö nefna einstaka menn þá held ég aö Hjörleifur Guttormsson sé ákaflega heiðarlegur og dugandi maöur en ég held aö hann sé líka sá forystumaöur Alþýðubandalagsins sem er næstur miöstýrðum sósíal- isma og pólitísku ofstæki. Sennilega er Ragnar Arnalds sá alþýðubanda- lagsmaöur sem hefur staöiö sig best í embætti ráðherra.” Hannes þagnaði en áöur en ég gat skotið aö næstu spurningu lét hann aftur til skarar skríöa. „I framhaldi af þessu vil ég taka iram aö ég held aö kjarni málsins sé ekki sá hverjir sitja viö stjórnvölinn heldur viö hvaða aöstæður þeir vinna. Við erum alltaf aö leita aö réttu mönnunum en gallinn er sá að réttu mennirnir gera yfirleitt röngu hlutina þegar þeir eru komnir til valda. Þeir ánetjast kerfinu. Þeir varpa hugsjónunum fyrir róða. Þaö eru leikreglurnar sem knýja þá til þess aö gera ranga hluti og því skiptir meira máli aö reyna aö breyta leikreglunum heldur en aö finna réttu mennina. Eg er til dæmis eindreginn talsmaöur þess aö við 16 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.