Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 22
USA ætlar aö endurskapa bílinn Sagt var um Henry heitinn Ford að hann heföi haft sérstakan hæfileika til að henda nýjar hugmyndir á lofti og gera eitthvað raunhæft úr þeim. Einu sinni sendi hann framleiðanda ákveð- inna vélarhluta mjög greinileg fyrir- mæli um kassana sem afhenda skyldi vélarhlutana í. Þeir áttu að vera úr svona og svona viði, flekarnir ná- kvæmlega þetta á breidd og þetta á hæð og skrúfurnar í þeim nákvæm- lega þarna. Auðvitað var farið eftir sérvisku Fords með þetta, þó enginn skildi hvað hann meinti með þessu — þangaö til kassarnir komu. Þegar þú- ið var aö skrúfa þá sundur pössuðu þeir nákvæmlega sem gólffjalir í ákveðna byggingu — meira að segja skrúfugötin á réttum stöðum. Aörir bandarískir framleiðendur til- einkuðu sér aldrei framsýni Fords né heldur voru þeir neitt viðlika opnir fyr- ir nýjum og góðum hugmyndum og hann. Þess vegna urðu bandarískir bilar jafnt og þétt lakari og dýrari — þar til japanskir bilar tóku að ryðjast inn á Bandarikjamarkað. Nú hefur vörn verið snúið i sókn og til þess beitt öllum hugsanlegum tækniráð- um. Bandarískir bílar framtiðarinnar eiga að vera ódýrari, sparneytnari og viðhaldsfrírri en áður hefur þekkst, og ekkert er til sparaö. General Motors hefur tryggt sér manninn sem stóð bak við sköpun geimskutlunnar á sínum tíma, Robert Frosch. Fimm milljarðar dollara eru lagðir árlega í þróunarverkefnið og rannsóknadeild GM, sem Frosch veit- ir forstööu, telur sex þúsund manna starfslið á 134 hektara aöstöðu. Nokkur hundruð þessara manna eru með doktorsgráðu. Allt er auövitaö tölvuvætt og i tölv- unum er hægt að likja eftir hverju smáu sem stóru, akstri, árekstrum, titringi, hljóðmögnun og litasamsetn- ingu, svo fátt eitt sé nefnt. GM sendir menn um víða veröld til að smala saman nýjum hugmyndum og kynn- ast því sem aðrir eru að gera. Ford hefur heldur ekki hugsað sér að missa af lestinni. Þeir hafa sett sér það mark að nær allir bílhlutar þeirra verði tölvuframleiddir árið 1988. Chrysler, sem nú hefur rétt úr kútn- um eftir erfitt tímaöil (sjá sögu lacocca sem nú fæst i bókabúöum), hefur þegar hagnýtt sér smæð sina (einn fimmti af GM) og tölvuvætt framleiðslu sina verulega. Hér er mik- ið i húfi. Sagt er að hér sé á ferðinni mesta tæknibylting Bandarikjanna á friðartímum. Þeir sem gerst til þekkja segja líka að þegar upp verður staðið verði að minnsta kosti einn hinna þriggja stóru, GM, Ford eða Chrysler, úr sögunni, nema þá sem innflutn- ingsaðili bíla framleiddra annars stað- ar. Donald Kopka er yfirmaður hönn- unardeildarinnar hjá Ford. Hann segir aö breytingin sé ekki síst fólgin i breyttu hugarfari. Áöur var hugarfar- ið þannig að menn gáfu sér ekki tíma til að grípa nýjar hugmyndir og hug- leiða þær. Nú er einmitt leitað að nýj- um hugmyndum og engin svo fárán- leg að hún sé ekki skoöuö til hlítar. Grundvallarkyrrstaða í 100 ár I sjálfu sér er bíll lítið breyttur nú frá því sem hann var fyrir einni öld. Hann er enn á fjórum hjólum, knúinn lokuð- um sprengihreyfli, ætlaður til nota á þar til geröum vegum, að flytja öku- mann og fáeina farþega. Vissulega hefur tækniþróunin fært okkur rekstr- arlega betri gripi, viðráðanlegri, öfl- ugri og hraðskreiðari, ódýrari i rekstri og þægilegri iveru, en grundvallar- hugmyndin hefur þvi nær ekkert breyst. Tæknihöföingjar bílaframleiðslunn- ar spá heldur engri grundvallarbreyt- ingu í bráðina. Sprengihreyfillinn er til dæmis það sem þeir sjá fyrir sér fram yfir aldamót að minnsta kosti. ,,Við erum auðvitað á hnotskóg eftir einhverju enn betra," segir Frosch. ,,Ég eins og allir aðrir hlýt að ímynda mér að eitthvað annaö og betra taki við. En ekkert hefur enn skotið upp kollinum — ekkert í líkingu til dæmis við þotuhreyfilinn í flugvélunum." Jim Gagliardi hjá Ford tekur i svip- aðan streng. Hann segir: ,,Við kom- um alltaf aftur að sprengihreyflinum vegna þess að í einum litlum bensín- lítra hefur maður ótrúlega orku sem hægt er að nota á heimskautasvæð- um i fimmtiu stiga frosti og líka á brennheitum eyðimörkum. Ef eitt- hvað er til þess aö gefa vélinni fyrsta snúninginn tekur bensínið við." Auð- vitað hafa lagfæringar verið gerðar á sprengihreyflinum frá þvi fyrsta, nú siöast með rafeindakveikju og raf- eindainnspýtingu, en grundvallarhug- myndin er óbreytt. Og enn er verið að vinna að endurbótum án þess að breyta frumhugmyndinni. Með nýj- ustu tækni hefur til dæmis verið unnt að komast að því hvers vegna óbrennt kolvetni er svo mikið i út- blæstri sprengihreyfilsins sem raun ber vitni. Vísindamenn hafa talið — en ekki haft tækni til að skoða til hlítar fyrr en nú — áö þetta stafaði af snöggri kælingu þegar heit blanda af bensíni og lofti kemst I snertingu við svalari bullur og strokkveggi. En með leysimælingum og tölvum hefur kom- ið í Ijós að það kolvetni sem ekki brennur — og nýtist þar með ekki — lokast einfaldlega inni meðfram hedd- pakkningunni og í hringjaraufunum í bullunum. Og það er ekki fyrr en menn vita hvar hundurinn liggur graf- inn að hægt er að snúa sér að þvi að grafa hann upp. Japanir erfiðir keppinautar Annað atriði, sem meiri gaumur er gefinn nú til dags en nokkru sinni fyrr, er loftmótstaðan. Allt fram undir 1980 var henni ótrúlega lítill gaumur gefinn meðal flestra bílaframleiðenda heims, ekki sist i Bandaríkjunum. I Ijós hefur til dæmis komið að Corv- ette, sem þótti á sinum tíma framúr- stefnubíll og mjög straumlínulagaður, hefur minni loftmótstöðu aftan frá heldur en framan. Og mun meira er gert nú en áður var að því að nota léttari efni í bilana, án þess að gera þá veikbyggðari, og allt stuðlar þetta að hagkvæmari rekstri. John Betti, yfirmaöur tæknideildar Ford, segir þó að það sé aöeins hálfur björninn unninn með þvi að endur- bæta framleiðsluvöruna sjálfa. Aðal- slagurinn allra næstu árin verður framleiösluaðferöin, segir hann. Það er ekki aðeins að Japanir smíði bilana miklu ódýrar en Bandarikjamenn heldur smiða þeir þá betur. Sam- kvæmt skýrslu, sem tekin var i ágúst 1983 þar vestan hafs, kom i Ijós að helmingur bandarískra bila var ekki í fullkomnu lagi við afhendingu frá verksmiðju. Aðeins 36% japanskra bíla voru ekki í lagi við afhendingu. Það var meðal annars til þess að ROBERT FROSCH Iaðstoðarforstjóri General Motors, yfirmaður rannsóknardeildar GM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.