Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 46

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 46
W.W. Jacobs ^Jíöustu útfarargestirnir voru farnir og Spencer Goddard, svartklæddur eins og vera bar, sat einn í litla vel búna hús- bóndaherberginu sínu. Þaö ríkti sérkennileg frelsiskennd í hús- inu síðan kistan fór þaöan; kist- an sem nú var falin í einmana- legri gröf undir gulri mold. Loftiö, sem haföi virst þungt og mengaö síðustu þrjá dagana, var núna ferskt og hreint. Hann fór aö opnum glugganum og dró djúpt aö sér andann um leið og hann leit út í dofnandi birtu haust- dagsins. Hann lokaði glugganum, laut niöur og bar eldspýtu að arnin- um, svo lét hann fallast í hæg- indastólinn sinn og hlustaði á glaðvært snarkið í viönum. Hann var þrjátíu og átta ára og hann hafði snúið við hlaðinu. Lífið, frjálst og óháð, blasti við honum. Loksins var fé konunnar hans heitinnar hans eign, hann gat eytt því eins og hann lysti í stað þess að fá það naumt skammtað og tregiega. Hann sneri sér við þegar hann heyrði fótatak við dyrnar og andlit hans tók á sig þann alvöru- og hryggðarsvipsem það haföi borið síðustu fjóra daga. Eldabuskan hafði sama viðeig- andi sorgarfas, kom hljóðlega lnn í herbergið, gekk aö arin- hillunni og setti ljósmynd á hana. ,,Eg hélt að yður langaði til að eiga hana, herra,” sagði hún lágt, „til að minna yður á.” Goddard þakkaði henni fyrir, stóð á fætur, tók myndina og stóð og horfði á hana. Hann tók eftir því sér til ánægju aö hönd hans var fullkomlega styrk. „Þetta er ákaflega líkt henni — áður en hún veiktist,” hélt konan áfram. „Eg hef aldrei séð neinn breytast svona snögg- lega.” „Það var eðli sjúkdómsins, Hanna,” sagði húsbóndi hennar. Konan kinkaði kolli, þerraði augun með vasaklútnum og stóð svo og horfði á hann. „Liggur þér eitthvaö á hjarta?” spurði hann eftir nokkra hríð. Hún hristi höfuðið. „Ég trúi því ekki aö hún sé horfin,” sagði hún lágróma. „Stöku sinnum fæ ég þaö einkennilega á tilfinning- una að hún sé hérna ennþá...” „Þaö eru taugarnar,” sagði húsbóndi hennar hvasst. „. . . og langi til að segja mér eitthvað.” „Taugarnar,” sagði hann aftur. „Þú ættir kannski að taka þér stutt frí. Þetta hefur verið mikið álagfyrir þig.” „Yöur líka, herra,” sagði konan lotningarfull. „Að stjana svona við hana eins og þér gerð- uð, ég get ekki ímyndað mér hvernig þér gátuö afborið það. Ef þér heföuð bara fengið hjúkrunarkonu...” „Ég vildi heldur annast þetta sjálfur, Hanna,” sagði húsbóndi hennar. „Ef ég hefði fengið hjúkrunarkona hefði hún orðið hrædd.” Konan samsinnti því. „Og þær eru alltaf að snuðra og stinga nefinu í það sem þeim kemur ekki viö,” bætti hún við. „Halda alltaf að þær viti meira en lækn- arnir.” Goddard horfði lengi á hana. Hávaxin og klunnaleg konan hafði á sér yfirbragð lotningar- fullrar eftirtektar; kuldaleg, grábrún augun horfðu niður, fýlulegt andlitiö var sviplaust. „Hún hefði ekki getað fengið betri lækni,” sagöi hann og leit aftur á eldinn. „Það hefði enginn mannlegur máttur getað gert meira fyrir hana.” „Og enginn heföi getað gert meira fyrir hana en þér, herra,” var svarið. „Það eru fáir eigin- menn sem heföu gert það sem þérgerðuð.” Goddard stirðnaði upp í stola- um sínum. „Þetta er nóg, Hanna,” sagði hann stuttur í spuna. „Eöagertþað jafnvel,” sagði konan með hægri yfirvegun. Húsbóndi hennar fann til ein- kennilegrar kenndar eins og hann væri að sökkva og hann þagði meðan hann endurheimti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.