Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 18
r
Islenska leiðin
iar, fjár
og trama
IVIetnaður manna er á ýmsa vegu. Sumir una
glaðir við sitt (sérstaklega ef það er mikið), aðrir eru
alltaf að leita að einhverju. Eftirsókn eftir vindi, segja
þeir spöku þó þeir viti fullvel að flestir þrá logn. Það
er misjafnt eftir hverju menn eru að sækjast, sumir
vilja vera þöglir, ríkir menn sem berast ekkert á. Aðrir
vilja vera alls staðar sjáanlegir og helst frægir menn-
ingarvitar. Enn aðrir hafa gífurlegan metnað og öðl-
ast jafnvel skjótan frama í málfræði, hástökki eða
rjómatertum.
Magn frægðar, fjár og frama þess er menn vilja er
mismunandi. Sumir láta sér nægja að dreyma um
það fé sem nægir til að borga rafmagnsreikninga lið-
ins árs, hitaveitureikninga fram í maí 1983 og afborg-
anir af sumum lánunum sínum, auk kókópöffs og
pennaveskja fyrir börnin. öðrum dugar ekki minna
en að fá dýrar lúxusreisur og þrjá heita potta í garð-
inn sinn. Á þessum tveim hópum er grundvallarmun-
ur þó upphæðirnar, sem þeir þrá, séu þær sömu.
Annar hefur áhuga á að halda lífi og geðheilsu, hinn
að slá um sig.
Leiðin til frægðar, fjár og/eða frama er torsótt.
Enginn verður óbarinn biskup og margir verða alls
ekki biskupar. Hér er leiðarvísir í stuttu máli um
grýtta stigu íslensku leiðarinnar til frægðar, fjár og
frama.
Texti: Anna
Ljósm.: RagnarTh. o.fl.
Það er hœgt að verða
frægur af að hafa málað
myndir (öruggast að
vera látinn líka) og
fjáður af að selja þær,
það er að segja ef þú ert
einhver annar en sá
sem málaði þær.