Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 43

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 43
Lögreglumenn að störfum Skuggahliðar Hollywood (The Glitter Domel Leikstjóri: Stuart Margolin Aðalhlutverk: James Garner, Margot Kidder og John Lithgow. Sýningartimi: 97 min. Joseph Wanbaugh er sjálfsagt ein- hver besti reyfarahöfundur sem starfandi er í dag. Sögusvið hans er yfirleitt skuggahverfi Los Angeles og hetjur hans, ef hetjur skal kalla, eru annaðhvort einkennisklæddir eða óeinkennisklæddir lögreglumenn. I Skuggahliöum Hollywood eru lögreglumennirnir óeinkennisklædd- ir. Fjallar myndin aðallega um tvær leynilöggur sem starfa saman, A1 Mackey og Marty Welborn. Báðir eru fráskildir og gramir út í lifið. Annar leitar á náðir flöskunnar, hinn í guðstrú. Sá trúaði, Marty, er farinn að þjást andlega af öllum viðbjóðin- um sem hann þarf að horfa upp á. Þeim er falið að rannsaka morð á kvikmyndaframleiðanda nokkrum. Fljótlega komast þeir á snoðir um að framleiðandinn hafi verið viðloðandi klámmyndagerð og það sem verra er, bamaklám. I leit sinni að morð- ingjanum veröur á vegi þeirra annars flokks leikkona sem A1 hrífst af. Smám saman komast þeir á slóö manna sem stunda klámkvikmynda- gerð og er það hald þeirra aö sam- keppnisaðilar hafi drepiö framleið- andann... Skuggahliðar Hollywood er ágæt- lega gerð sakamálamynd þótt ekki nái hún jafnvel að lýsa þeirri skugga- veröld sem myndin gerist í og bókin. James Garner og John Lithgow fara vel meö hlutverk sín tvo lögreglu- menn sem svo sannarlega hafa fengiö yfir sig nóg af hrottaskapnum og mannvonskunni. Þrjár góðar GÆSAHÚDI (Tales from the Darkside) Sýningartími: 90 mín. Gæsahúð er safn sjónvarpsþátta sem allir fjalla um það óútskýran- lega. Þetta eru aðeins hálftíma þætt- ir hver en bera þaö með sér aö vera gerðir af vandvirkni og kunnáttu. Fyrsti þátturinn nefnist Rit- vinnslukerfi guðanna. Fjallar myndin um kennara einn sem erfir eftir ungan frænda sinn, er haföi lát- ist í bílslysi, gamlan og fornlegan tölvubúnað. Álit kennarans er lítið á þessum tækjum í byrjun en þegar hann kemst aö því að hann getur í gegnum tölvuna óskað sér ýmislegs, svo sem að semja metsölubækur eða skipta um eiginkonu, svo eitthvað sé nefnt, breytist álit hans á þessum hugbúnaði... Þessi þáttur er byggður á smásögu eftir Stephen King. Annar þátturinn, Upplyfting, fjallar um ungan og áhugasaman töframann sem verður fyrir von- brigðum með sýningu hjá einum mesta töframanni sem uppi er og lætur það í ljósi upphátt á sýningu hjá honum. Það kemur samt í ljós að það borgar sig ekki að móðga mikinn töframann. . . Þriðji þátturinn, Veðmangarinn, sem jafnframt er sá besti, fjallar um veðmangara einn sem kominn er á gamals aldur en er trúr hugsjónum sínum og hikar ekki við aö fara í veð- mál um líf sitt viö þokukennda veru sem komin er til aö hefna sín á hon- um.. Þessar stuttu en vel gerðu myndir eru draumamyndir fyrir þá sem unna spennandi myndum með smá- hryllingsívafi. Leikur er allur til fyrirmyndar. Leitað hefnda Ekki er allt gull sem glóir Metorðastiginn (A Married Man) Leikstjóri: Charles Jarrot. Aðalhlutverk: Anthony Hopk- Ins, Ciaran Maddon og Lise Hllboldt. Sýningartími: 3 klst. 20 mín. (2 spólur). John Strickland (Anthony Hopk- ins) er lögfræðingur á uppleið. Hann býr meö eiginkonu og tveimur böm- um. Hann er fertugur og ekkert ætti að vera í vegi fyrir því að hann lifi áhættulausu lífi það sem eftir er. Hann er þó ekki ánægður og ákveður að hella sér út í stjórnmál. Þetta mun þýöa tekjulækkun og það þolir eiginkonan ekki. Hún er kaþólsk og vel snobbuð. Veröur þetta til að hriktir í hjónabandinu. I gegnum starf sitt kynnist Strick- land ungri auömannsdóttur sem hrífst af honum bæði sem manni og sem efnilegum stjórnmálamanni. Ekki líður á löngu þar til þau eru komin í eldheitt ástarsamband. Strickland lætur þó ástkonu sína vita að hann hyggi ekki á skilnað. Daginn sem hann er valinn til að vera fram- bjóðandi til þings sendir hann eigin- konuna í sumarbústað svo hann geti átt helgi með ástkonu sinni. Þegar eiginkonan skilar sér ekki til aö ná í bömin fer hann aö leita hennar. Hann finnur hana myrta í sumarbú- staðnum ásamt elskhuga.. . Metorðastiginn fer rólega af stað og má halda aö hér sé eingöngu f jallað um hinn klassíska þríhyming, en við morðið tekur myndin óvænta stefnubreytingu og verður að spenn- andi þriller sem er virkilega gaman aðhorfaá. Anthony Hopkins fer í kostum í hlutverki Stricklands. Hann er meira og minna á skjánum allan tímann og sýnir stórbrotinn leik. Ekkjurnar II (Widows II) Lalkstjóri: Paul Annett. Aðallelkarar: Ann Mltchall, Mauraan O'Faral, Flona Hendley og Dabby Blshop. Sýnlngartfml: 6 klst. og 16 min. (2 spólur). 1 lok kvikmyndarinnar Ekkjumar var skilið við ekkjumar fjórar þar sem þær voru komnar meö ránsfeng sinn til Rio De Janeiro og virtist lífið blasa við þeim. Eitt var þó sem geröi þær órólegar, eiginmaður einnar þeirra er lifandi og hann er ákveðinn í aö hefna sín á þeim. I byrjun myndarinnar Ekkjumar II kemst hann af tilviljun á slóð þeirra og ákveöa þær þá að fara aftur til Eng- lands til að gera upp sakirnar við hann. Þær ná sambandi við hann og bjóða honum hlut í hinum mikla ránsfeng. Hann þiggur boðiö en ætlar sér um leið aö koma fram hefndum. Eiginmaðurinn, sem er þekktur undirheimaforingi, hefur í leiðinni lagt á ráðin um að ræna þekktum og verömætum gimsteinum. Hann fær til liðs viö sig nokkra þjófa. Ekkjumar komast aö því hvað stendur til og eru ákveönar í að láta lögregluna hirða erkióvin sinn. Ekki fer nú allt samkvæmt áætlun hjá báöum aöilum og veröur mikið blóðbað áður en yfir lýkur. Eins og fyrri myndin um ekkj- urnar er Ekkjurnar II virkilega vel gerð mynd og spennandi, þótt ekki sé laust viö að efniö sé aðeins farið að þynnast út þær rúmar fimm klukku- stundir sem tekur að sýna myndina. Góður leikur og spennandi atriði gera það þó að verkum að aldrei er leiöinlegt á að horfa. I endann standa aðeins tvær af ekkjunum f jórum eftir lifandi og önnur þeirra á yfir höföi sér fangelsisvist. Vikan 3. tbl. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.