Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 42

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 42
Vídeó-Vikan Umsjón: Hilmar Karlsson Vinsælir leikarar: Dudley Moore Af manni sem er aðeins 160 cm á hæð hefur Dudley Moore hlotið óvenjumiklar vinsældir í skemmtanaiðnaðinum, að ekki sé talað um hinar miklu vinsældir sem hann hefur hjá kvenþjóðinni. Dudley Moore á fjölbreyttan og árangursríkan feril að baki. Eins og flestir er hafa séð myndir hans hafa tekið eftir er hann hinn ágætasti pianóleikari, enda hóf hann feril sinn í skemmtanaiðnaöinum sem jass- píanisti löngu áður en hann varð, svo ótrú- legt sem það kann aö virðast, að kyntákni í Hollywood. Hann er sonur rafvirkja sem starfaöi við jámbrautir. Á unga aldri fékk hann styrk til að geta stundað tónlistamám viö Magdalen háskólann i Oxford. Hugur hans hneigöist fremur til léttrar tónlistar en sí- gUdrar. Eftir að skólanum lauk lék hann með ýmsum hljómsveitum. Má nefna hljómsveit Johnny Dankworth og Vic Lewis Band. Eftir hljómsveitaspila- mennskuna réð hann sig til Royal Court leUchússins sem tónlistarhöfundur. Þar hitti hann tilvonandi félaga sinn, Peter Cook. Þeir vöktu strax athygli í sjónvarpsþátt- unum Not Only But Also. Er oft vitnað til þessara sjónvarpsþátta þeirra þegar talaö er um þá gamanþætti sem minnisstæðast- ir eru. I Not Only But Also léku þeir kump- ána er nefndust Pete og Dud. Sátu þeir við borð og gáfu út yfirlýsingar um menn og málefni á líðandi stundu, ásamt því að ýmsir smáþættir voru sýndir inn á milli. Þessir þættir hafa tvímælalaust haft áhrif á marga gamanleikara síöan. Þaö eru nokkur ár síöan slitnaði upp úr félagsskap þeirra Dudley Moore og Peter Cook, en þeir tala vei hvor um annan. Cook segir um Moore: „Eins og svo margir menn í sama hæðarflokki, Napóleon og Hitler til dæmis, er Dudley hrífandi og mjúkmál mannvera á yfirborðinu en undir niðri blundar sadistaeðli sem brýst fram í ólýsanlegri grimmd. ’ ’ Samvinna þeirra fór út fyrir sjónvarpið. Saman léku þeir í gamanmyndum. Má nefna The Wrong Box, Bedazzled, Monte Carlo or Bust 0g The Hound of Baskervllles. Samvinna þeirra bar aldrei jafnmikinn árangur í kvikmyndum eins og í sjónvarp- inu. 1977 endaöi formleg samvinna þeirra og Dudley Moore ákvað að setjast að í Bandaríkjunum. Fyrsta hlutverk hans þar var smáhlutverk í hinni ágætu gaman- mynd Foul Play. Lék hann þar kynþyrstan piparsvein, á móti Goldie Hawn og Chevy Chase. Það var svo hans næsta mynd, 10, sem gerði hann að stórstjömu í Hollywood og víðar. öllum til undrunar, honum sjálfum mest, var farið að skrifa um hann sem rómantískan leikara með kyntöfra og leið ekki á löngu þar til blöðin í Hollywood höfðu komið honum saman við flestar kvenstjörnur sem voru á lausu og fjölluðu flestar greinar, er skrifaðar voru um hann, um ástir hans og mörg tilvonandi hjónabönd. „Ég get ekki meðtekið allt þetta,” sagði Dudley Moore í viðtali á þessum árum. „Ég hef aldrei litið á mig sem rómantíska stjörnu. öll mín þjálfun byggist á því að leika sérstaka karaktera og menn með skrítna rödd.” En enginn ræður örlögum sínum og hefur hann þegar þetta er skrifað aðallega leikið í rómantískum gaman- myndum. Má nefna Arthur, Loveslck, Romantic Comedy Og Micki and Maude. Undantekningar eru þó til. Six Weeks er dramatísk kvikmynd og loks hefur hann fengið að leika karakter eins og hann lýsti í viðtalinu í Santa Claus The Movie. Þar leikur hann álf sem er í þjónustu jóla- sveinsins. Myndir Dudley Moore eru misjafnar að gæðum. Þegar best lætur er hann hinn við- kunnanlegi meðalmaður eins og sálfræð- ingur sem er ástfanginn af sjúklingi sínum í Lovesick eða leikritahöfundur ástfanginn af meðrithöfundi sínum í Romantic Comedy. I þessum hlutverkum nýtur hann sín best, allavega þessa stundina. Við verðum bara að bíða og sjá hvort þessi hæfileikamikli tónlistarmaöur og gaman- leikari finnur ekki eitthvert hlutverk þar sem þessir hæfileikar hans fá virkilega að njóta sín. Nokkrer kvikmyndlr sem fá- anlegar eru með Dudley Moore á myndbandaleigum: Bedazzled Monte Carlo or Bust The Hound of Baskervilles Foul Play 10 Wholly Moses Arthur Six Weeks Lovesick Unfaithfully Yours Mickl and Maude. Dudley Moore í vinsælustu kvikmynd sinni, 10, ásamt Julie Andrews og Bo Derek. 42 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.