Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 34
geta hist og skrafað saman og skipst á upplýsingum. Við erum með opiö
hús öll miðvikudagskvöld og þá reynum við að bjóöa upp á eitthvert efni,
litlar myndasýningar eða einhverja fræðslu, eða menn glugga i bók úr bóka-
safninu okkar. I hverjum mánuði förum viö að meðaltali tvær ferðir og þá
hittast menn á þessum miðvikudagskvöldum til að skrá sig og skipuleggja
þær."
Lœra að grafa sig f fönn og sofa í snjóhúsi
„Við gefum út blað sem nefnist Isalp. Það hefur verið gefið út frá þvi að
klúbburinn var stofnaöur, lengst af i litlu broti, en nú erum við með eitt stórt
og vandað blaö á ári. I blaðinu eru greinar og ferðasögur félaganna og
fræösluefni."
— Þú minnist ansi oft á fræöslu, bæði í sambandi viö miðvikudags-
kvöldin og blaöið. Hvernig eru námskeiöin sem klúbburinn heldur?
„Námskeiöunum má skipta 1 tvennt. Það eru byrjendanámskeiö og
framhaldsnámskeiö. A byrjendanámskeið fáum viö fólk sem hefur kannski
séð auglýsingu I blaði og vill kynnast fjallamennsku án þess að hafa nokkra
reynslu af ferðalögum. Þá er mest áhersla lögö á þaö að hver og einn beri
ábyrgð á sjálfum sér og veröi að vera sjálfum sér nægur. A námskeiöunum
kennum við notkun áttavita og korta og svo höldum við ferðanámskeið að
vetri. Þá er fólki kennt að grafa sig I fönn og sofa í snjóhúsi. Við leggjum
mesta áherslu á aö fólk fái tækifæri til að upplifa hvernig það er aö vera í
vetrarútilegu. Viö fléttum inn I þetta kennslu í notkun ísaxar sem er grund-
vallartæki f fjallamennsku. Þessu sporti tengist mikil græjumanla, tækja-
della, og margir fara flatt á þvl enda eru græjurnar dýrar. Það eru engin skil-
yröi um útbúnaö til þess aö fólk geti starfað meö okkur, sextán ára aldurs-
takmark er I ferðir en allir eru velkomnir til okkar á Grensásveginn. Lág-
marksútbúnaöur er nánast enginn sérhæfður en bakpoka, svefnpoka og
góöa skó þurfa allir fjallamenn aö eiga. Þaö er betra aö fólk bæti við sig út-
búnaöi þegar það hefur kynnst fjallamennskunni og séð hvernig áhugasviö-
ið þróast.”
— Hvaö er það sem rekur fólk út I aö flækjast upp um fjöll og firnindi?
Torfi er hugsi um stund en segir svo: „Viö feröumst I hættulegu um-
hverfi og það eru sjálfsagt fjöldamargar ástæður fyrir því að fólki finnst þaö
spennandi, sjálfsagt eru ástæðurnar jafnmargar og einstaklingarnir sem
fjallamennskuna stunda. Oft er það forvitni sem ýtir fólki af stað, sérstak-
lega unglingum sem lltið hafa ferðast. Aörir hafa kannski feröast með
ferðafélögunum en vilja prófa eitthvaö meira, fara I ferðir á vetrum þegar
fjallgöngur á vegum ferðafélaganna eru fáar."
Að bjóða néttúrunnl blrginn
„Fólki, sem stundar fjallamennsku, má gróflega skipta I tvo hópa, þá sem
stunda þetta til aö bjóða náttúrunni birginn og vilja brjóta hana undir sig og
svo hina sem eru bara að lifa með henni. Þeir kllfa kannski fjallstopp af mik-
illi kunnáttusemi og njóta þess fyrst og fremst að umhverfið umber þá.
Fjallamennska er ekki hættuleg en menn ferðast I erfiðu og oft hættulegu
umhverfi. Það skiptir miklu máli aö menn geri sér grein fyrir þvl aö þeir eru
oftast á slóðum þar sem erfitt er aö ná I hjálp og þurfa því algerlega aö
treysta á sjálfa sig. Ef menn gera sér Ijósa grein fyrir þessu er hægt að
stunda fjallamennsku af miklu öryggi. Fjallamennska er oft talin hetjusport
en þaöerauðvelt að halda hættunni I lágmarki."
Skaftafellið er okkar Mekka
„Isalparar eru þónokkuð í óbyggðum en ekki svo mikiö inni á hálendinu.
Starf okkar er aðallega bundiö við staði sem hægt er að komast að á fólks-
bllum. Esjan, Skarðsheiðin og Snæfellsnesið eru mikiö stunduð og svo
förum við austur á Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul, en
Skaftafellið er okkar Mekka. Þeir sem eru virkir fara svona fjórum til sex
sinnum I Skaftafell á ári.
I Skaftafelli er bókstaflega allt. A sumrin er hægt að fara á Hvannadals-
hnjúk meö sklöi, helst fjallasklði því þar er of bratt fyrir gönguskíði, en þar
eru langar og góöar skiðabrekkur. Fjallgöngur bjóðast þar bæði léttar og
erfiðar, þar eru langar klifurleiðir og leiðir sem bjóða upp á svokallað bland-
að klifur en þá skiptist á snjór, klettar og ísfossar yfir klettabelti."
— I hvaða greinarskiptistfjallamennskan?
„Fjallamennsku nefnum viö einu nafni klifur I Is og klettum, fjallgöngur
og sklöalþróttir. Menn nota mest göngusklði og fjallaskíöi en þau eru
blanda af göngu- og svigsklöum og töluvert vinsæl. Sumir stunda ein-
göngu klifur, ganga lltið en skjótast kannski I klettaklifur I tvo þrjá tlma af og
til. Svo er mikiö um að menn kllfi háar fjallshllðar, þar blandast göngur og
kilfur. Göngusklöamennska er áberandi hjá okkur miöað viö aöra Alpa-
klúbba I veröldinni og það er eingöngu vegna landshátta hér.
Þeir sem eru virkastir I Islenska Alpaklúbbnum blanda öllu þessu saman.
Það kemur llka til af illri nauðsyn ef svo má segja, annars væru menn að-
gerðalausir stóran hluta af árinu þvl klettaklifur stunda menn á sumrin en Is-
klifur á vetrum og svo göngurnar með þessu allan ársins hring. Isklifur er
best aö æfa I skriöjökulssporöum, en um hávetur er vinsælt aö kllfa Isfossa,
fossa I klakaböndum. Til þess er öxarárfoss vinsæll og einnig ýmsar lænur
og sprænurl Esjunni."
— Þarf ekki óhemju mikinn útbúnað I blandaö klifur?
„Það þarf lágmarksútbúnaö eins og skó, svefnpoka, bakpoka og viö-
leguútbúnað ef menn ætla að gista nótt. Af sérhæfðum útbúnaði þarf fsexi,
sem er grundvallartæki og bráðnauðsynleg I vetrarferöum og ferðum á jökl-
um. Svo þarf klifurllnu og tæki til aðtryggja sig. Menn tryggja sig, binda sig
saman, skrúfa til dæmis langar skrúfur I ís og krækja llnunni I þær, þannig
aö meðan einn klifrar er annar stopp og sér um að taka inn llnuna sem ligg-
ur um skrúfurnar. Ef sá sem klifrar dettur er hann tryggður af hinum sem er
fastur við Isinn og getur því haldiö félaga slnum. Svo notum við svokallaðar
hnetur sem eru settar I sprungur í klettum. Hneturnar eru notaðar til að
tryggja menn og hafa eiginlega alveg komið I stað fleyganna sem mikiö
voru notaðir hór áður fyrr. Fleygarnir skemmdu út frá sér og því erum við á
móti þvl aö menn noti þá. Þaö kemur mikið til I hlut klúbbsins að kenna
byrjendum og lengra komnum að nota þessi hjálpartæki því það er ekki
nóg að lesa leiðbeiningar einar sér. Þaö er of mikil áhætta, menn verða að
læra á tækin af lengra komnum og prófa þau undir öruggri leiösögn."
34 Vikan 3. tbl.