Vikan

Útgáva

Vikan - 03.04.1986, Síða 46

Vikan - 03.04.1986, Síða 46
,,Hvað viltu honum?“ spyr Sigurður enn. „Ég á að drepa hann,“ kvað draugurinn en Sigurður skipaði honum að koma aftur og finna sig klukkan ellefu og skyldu þeir þá takast á fyrir alvöru. Sigurður og Hannes sneru aftur til drykkjunnar og biðu komu draugsins. Hann var, sagði Breiðfjörð, úr hrafnshjarta og hræfuglaskinnum en með mannsvit. Hefði Jón nokkur í Belgsholti vakið hann upp og sent hann á beykinn sem varð æ örvæntingarfyllri. Um tíuleytið um kvöldið var hurðinni skyndilega hrundið upp en enginn maður sást í gættinni. Sigurður og Hannes fóru fram að kanna málið en þegar þeir sneru aftur, ásamt Guðmundi sem hafði brugðið sér frá - sem oftar - var svo af þeim dregið að það leið yfir þá alla og hvern af öðrum. Pétur stökkti vatni á þá og tókst þannig að lífga þá við. Hann skýrði síðar svo frá að honum hefði þótt afar miður hvílíkar raunir þeir máttu þola hans vegna. Þegar þeir félagar voru komnir til með- vitundar að nýju hélt Guðmundur enn á brott án þess að Pétur grunaði hann um græsku en Sigurður skipaði svo fyrir að öll ljós skyldu slökkt. Fljótlega hófust barsmíðar á hurðina að nýju og Pétri var þá öllum lokið. Hann greip byssu sína í aðra hönd en Passíusálmana í hina og orgaði síðan bölbænir og svívirðingar að draugsa. Því lýsti Sigurður Breiðfjörð síðar svo: Óhljóð Péturs yfir tók, alls kyns læti framdi, hélt með skjálfta á byssu og bók, bölvaði, söng og lamdi. eim Sigurði og Hannesi tókst eftir langa mæðu að róa Pétur að mestu en þá tók ekki betra við. Hurðinni var enn hrundið upp og inn kastað alls konar dóti án þess að nokkur sæist í gættinni. Þeir Sigurður og Hannes réðust þá til at- lögu við drauginn en Pétur lagði miður sín af skelfingu á fiótta hentist inn til fjöl- skyldunnar sem bjó annars staðar í húsinu og staðnæmdist ekki fyrr en í svefnherbergi hjónanna. Þau voru þá í einni sæng og varð eiginmanninum svo illa við að hann stökk fram úr og rétti Pétri tvo mikla löðr- unga svo hann hrökklaðist öfugur út. Enn bárust óhljóð að utan þar sem Sig- urður kvaðst á við drauginn af miklum móð, enda hafði Pétur lofað honum fimm ríkisdölum ef hann gæti kveðið hann niður, auk brennivíns. Tvær rúður brotnuðu í herbergi Péturs og Hannesar við atið fyrir utan og þegar Pétur áræddi að líta út sá hann Sigurð í fangbrögðum við eitthvert ókennilegt skrímsli. Loks tókst Sigurði að reka skrímslið af höndum sér og hvarf hann ásamt því. Innan skamms birtust þeir svo allir: Sigurður, Hannes og Guðmundur böðull, og sögðust hafa kveðið sendinguna niður. „Og mér er dauðillt,“ bætti Guð- mundur við, „af því að hlusta á vísurnar sem hann Sigurður kvað, svo mergjaðar voru þær.“ Pétur fylltist nú innilegu þakklæti og réð sér ekki fyrir kæti. Hann las þakkargjörð- arbæn og þeir sungu síðan nokkra sálma þarna í rökkrinu. Síðan héldu þeir áfram drykkjunni og veitti Pétur lífgjöfum sínum ósleitilega. Draugurinn gerði ekki framar vart við sig en aftur á móti fóru annars konar send- ingar að hrjá Pétur Pedersen beyki. Hann varð fljótlega var við það að bæjarbúar gerðu gys að draugaganginum í Brúnsbæ og höfðu litla samúð með honum. Loks varð einhver til þess að segja honum að draugurinn hefði enginn verið nema upp- finning þeirra Sigurðar til þess að hafa af honum þrennivín og peninga. Pétur varð að vonum sár og reiður og tók það til bragðs að kæra hrekkjalómana fyrir bæjar- fógeta. Kærðir voru Sigurður, Hannes, Guðmundur og fjölskyldufaðirinn í Brúns- bæ, Sigmundur að nafni, sem mun hafa verið með í ráðum. Kristján Jakobsson slapp hins vegar og er ekki vitað nákvæm- lega um hlutdeild hans. Kæra Péturs til bæjarfógeta var mjög löng og ítarleg og dró hann fátt undan, þótt hann hafi ef til vill gert heldur minna úr ótta sínum og skelfingu en satt gat talist. Vakti mál þetta allt hina mestu kátínu í Reykjavík og bæjarfógetinn, Sigurður Thorgrímsson, virðist einnig hafa haft gaman af. Pétur virtist upphaflega ákveðinn í að halda málinu til streitu en þegar á hólminn kom uppgötvaðist að sannanir hafði hann eng- ar. Fyrir milligöngu bæjarfógeta var þá komið á sáttum, þannig að hinir fjórir ákærðu greiddu „einn fyrir alla og allir fyrir einn fjögur ríkisbankamörk silfurs til fátækra hér í umdæminu" en Pétur borgaði hins vegar málskostnað. Endaði drauga- málið þannig að hinir ákærðu buðu Pétri Ped- ersen til drykkju og þáði hann það. í Draugs- rímu, sem Sigurður Breiðfjörð kvað um þetta mál allt seinna meir, kemur fram að Pétur virðist hafa drekktsorgum sínum allrækilega: Pétur gerðist ör við skál, því ótæpt saup af skálum, í legurúmi lengdi dvöl. Lauk svo draugamálum. Ekki er vitað hvað Pétur Pedersen lærði af þessum ósköpum öllum og fer litlum sögum af honum. Hannes Erlendsson bjó alla tíð í Reykjavík og fékkst við sitt af hverju auk skósmíðinnar: hann vakti til að mynda nokkra athygli þegar hann fór ásamt nokkrum fieirum upp í Borgarfjörð að grafa þar upp gull Skallagríms en sneri tómhentur heim. Guðmundur böðull missti vinnu sína þegar hýðingarnar voru aflagð- ar og setti þá heldur niður í mannfélags- stiganum. Hann hafði talið sig til heldri manna en varð að sætta sig við að gerast sótari og kamarmokari bæjarins. Og Sig- urður Breiðfjörð var, eins og menn vita, heldur gæfusnauður og dó lítils metinn. 46 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.