Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.04.1986, Side 50

Vikan - 03.04.1986, Side 50
VIK A N D R A U M A R ELDUR í ÚLPU Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum sem mig hefur dreymt tvisvar til þrisvarsinnum. Hann var þannig: Mér fannst ég vera inni í B. Það var kvöld, ég var með S og K, vin- konum mínum. Þá kemur H inn og fer að stríða mér. tg svara fyrir mig og við vinkonurnar förum út og göngum upp T-götu. Þá tek ég eftir því að H eltir okkur. Síðan mundi ég að ég var allt í einu með hey í fanginu og H kveikti í því. Ég hendi heyinu á jörðina og slekk eldinn. Þegar ég var búin að því sá ég aó H var reiður. Hann gekk að mér og kveikti í bakinu á úlpunni sem ég var í. Þá fleygði ég mér á jörðina og reyndi að slökkva eldinn i úlp- unni. Ég kallaði í S og K og bað þær að hjálpa mér en þær stóðu bara og horfðu á. Mér tókst að slökkva eldinn og stóð upp. Þá sá ég K ganga til H og kyssa hann. Á meðan þetta gerðist byrjaði ég að hlaupa í burtu. H tók eftir því og náði mér og þá kveikti hann aftur í mér, I bakinu á úlpunni og líka í buxunum sem ég var í. Úlpan og buxurnar fuðruðu strax upp og ég féll fram fyrir mig en þá vaknaði ég. Þessi draumur var mjög óskýr. Með fyrirfram þökk ef þú reynir að ráða þetta. Ein 14ára og forvitin. Þessi draumur er á mörkum þess að vera martröð og sem betur fer eru martraðir yfirleitt fullkomlega marklausir tákndraumar. Efþú hefur vaknað sveitt og hrædd skaltu ekki taka mark á ráðningunni. Ruglings- legir og óskýrir draumar eru oft martraðir. En draumatáknin eru prýðilega skýr og auðvelt að lesa úr þeim þannig að hér fær ráðning að fljóta með með þessum fyrirvara. Þú munt lenda i ítrekuðu og heiftar- legu rifrildi við einhvern þér kæran, ef til vill strákinn i draumnum. Það er eins og ekki sé allt sagt sem í rauninni ætti að segjast og þess vegna verður alltaf r/frildi úr ykkar á milli. Þau ágerast fremur en hitt og þú kennir öllum nema sjálfri þér um, enda muntu nú ekki eiga upptökin en hins vegar virðist þú ekki megna að þæta ástandið. UNGBARN í ÍSSKÁPOG NIÝS í BANDI Mig dreymdi að ég væri stödd í ibúð dætra minna. Mér fannst ég % X vera að hjálpa þeim að flytja úr þessari risíbúð en þegar ég kom á staðinn var íbúðin tóm nema ís- skápurinn var eftir. Ég fann nýfætt, nakið barn þarna i reiðileysi, tók það og stakk því í frysti, en hann frysti svo mikið að ég hafði ekki undan að skafa af honum klakann (frystir- inn var opinn að aftan). Ég skóf og skóf en hafði ekki undan. Þá tók ég barnið og setti það í snjóskafl og mér fannst það hressast aó mun. Síðan fór ég út að labba. Þá var enginn snjór. Þá fannst mér ég vera úti á labbi með 16 mýs í bandi. Þær voru í fimm til sex mismunandi litum kápum, mest bar þó á græn- um og rauðum lit. Þær voru þægar eins og rakkar en mér fannst ég vera ánægð og glöð þegar ég vakn- aði. Ein sem dreymir mjög mikið. Þetta er óvenjuskemmtilegur draumur, ber vott um lifandi hug- myndaflug og frjótt imyndunarafl. Þvi miður er ráðning draumsins ekkert sérlega skemmtileg. Svo virðist sem þú lendir i einhverri heldur óskemmtilegri reynslu sem fer heldur illa með þig. Þú reynir eftir megni að haida öllu í horfinu og öllu eðlilegu í kringum þig og gefst loks upp á að eiga við þessi leiðindi og tekur mikilvæga á- kvörðun sem horfir til hins betra. Þá tekurannað við, sennilega þessu máli tengt. Þú lendir sem sagt í heldur lítilsigldum félagsskap (ætla má að það séu um það bil 16 manns sem um ræðir). Það fólk er vist tii að baknaga þig og þú veist ekki hvað þú átt að gera og gerir þér kannski ekki grein fyrir öllu. Fólkið er misjafnt, sumir sýna friðsemd, aðrir hörku. En það er nú eins og þú náir einhverjum tökum á þvj teymir í bandi með öðrum orðum, og það er nokkuð til bóta. POSTKORT OG BÖRN Kæri draumráðandi. Fyrsti draumur: Ég fékk póstkort frá strák, mamma lét mig fá það (hún sá ekki frá hverjum þaó var). Það var allt i flekkjum að aftan svo maður sá ógreinilega hvaó stóð á því nema ég sá að hann hafði skrifað að hann saknaði mín mjög mikið og ég gat svo rétt greint nafn hans undir. Þetta fékk svolítió á mig. Svo er hér annar stuttur: Systir mín er aó fara að eiga sitt fyrsta barn, systir mágkonu minnar líka og systurdóttir fósturbróður míns líka, allar sitt fyrsta barn. En fósturbróðir minn tók þau öll að sér og gerði þau að börnum sínum. Þær eru allar að fara aó eiga á næstunni í raunveruleikanum. Mig minnir að öll börnin hafi verið stúlkubörn. Takk fyrir. R.A. Fyrri draumurinn bendir til þess að þú farirað taka á erfiðum vanda- málum fjárhagslegs eðlis og takist að ráða bót á þeim að einhverju leyti. Þetta reynist þér auðveldara en þú hafðir vænst. Seinni draum- urinn ersennilega ekki tákndraumur þar eð hann þræðir raunveruleikann að nokkru leyti eins og hann er. Það er i sjálfu sér ekki viðburóur að dreyma einhvern barnshafandi ef hann er það. Það að fósturbróðir þinn tekur börnin að sér i draumn- um gæti bent til þess að þú myndir í náinni framtið gjarnan vilja leita hjálpar hans i e/nhverjum málum en það kemur ekki fram hvernig hann tekur þvi. Hins vegar er tákn- ræn ráðning draumsins fremur nei- kvæð fyrir þig og boðar varla gott. Þú þarft þó ekki að hafa áhyggjur afað hún standi. ÍSSKÁPUR Kæri draumráóandi. Mig dreymdi að ég væri nývökn- uð og kæmi fram í mjallahvítt her- bergi og þaó væri einn ísskápur (hvítur) og hvítt borð þar inni, enginn gluggi en á gólfinu var kassi. i kassanum voru hvít kerti í pakka og is, sælgæti og matur. Ég tók þetta upp og lét þetta inn í isskápinn. Ég vaknaði við að ég var að verða of sein í skólann. Bless, bless. Þakka þér kærlega fyrir. Þin H.J. P.S. Ég er 1,50 á hæð, hvað á ég að vera þung? Ég hef ekki skrifað áður. Ég á hrikalega öfundsjúka vinkonu, hvað á ég að gera? Bless, bless, bless. Draumráðandi hefur nú lítið vit á mannlegum samskiptum umfram aðra en ráóleggur þér eindregið að gera það upp við þig hvort þú nennir yfirleitt að vera að dragnast með öfundsjúka vinkonu. Ef ekki slittu þá vinskapnum án þess að vera harkaleg. Hæð og æskileg þyngd eru alltaf matsatriði en I uppflettibókum er oft mælt með sömu þyngd og sentímetrarnir umfram einn metra eru, i þínu til- felli þá 50 kíló. Og þá er það draumurinn. Hann bendir til þess að framundan séu betri timar en verið hafa. Þú gerir eitthvað sem verður þér til góðs og mátt búast við jákvæðu andrúms- lofti i kringum þig og velsæld eftir að hafa verið að eiga við eitthvað sem þér fannst erfitt. 50 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.