Vikan - 26.06.1986, Qupperneq 7
UMBERTO ECO.
mberto Eco: „Ég fer mjög sjaldan í
bíó núorðið. Einu sinni varð ég að
sjá minnst tvær myndir á dag, ég
nenni því ekki lengur. I dag bíð ég
yfirleitt í nokkur ár áður en ég les
J nýja bók eða sé nýja bíómynd. Ég á
vin sem les glænýtt sex mánaða gam-
alt dagblað á hverjum morgni. Sama geri ég
með kvikmyndir og bækur. Ég held að það
sé mikilvægt að dæma ekki undir áhrifum
dagblaða eða eftir tísku. Þess vegna bíð ég,
svo ég hafi hlutlaust sjónarhorn á verkið.
Ég get lítið sagt um kvikmyndagerð An-
nauds eftir bók minni. Ég næ alls ekki að
fylgjast með öllum þessum tæknilega undir-
búningi og ég held að höfundur ætti heldur
ekki að flækjast of mikið í handrit sem gert
er eftir verki hans, sérstaklega þegar stytta
þarf 550 síðna bók niður í rúmlega tveggja
tíma bíómynd eins og í þessu tilviki. Þetta
er eins og þegar skurðlæknir þarf að krukka
í son sinn. Hann leitar frekar til starfs-
bróður en að gera það sjálfur. Hann gæti
orðið skjálfhentur.
Við Annaud höfum hist á tveggja til
þriggja mánaða fresti síðastliðin þrjú ár.
Hann kemur til Ítalíu eða ég skrepp til París-
ar. Við skreppum út að borða og tölum án
þess að stoppa, en aldrei um tæknilegu hlið-
ina. Við einbeitum okkur frekar að hug-
myndum hans um verkið. Ég kýs að sjá
kvikmyndina þróast í rólegheitum af sjálfu
sér. Ég sá til dæmis aðeins tvær útgáfur af
fjórtán á meðan handritið var að mótast, þá
tólftu og þrettándu minnir mig. Jafnvel þá
bætti ég aðeins fáeinum athugasemdum við.
Við ætlum að kvikmynda megnið af mynd-
inni í stúdíói í Róm. Sömuleiðis verður
„skotið“ í Ambruzzi- fjöllunum og við tvö
þýsk klaustur, Maulbronn og Eberbach.
Hermann Hesse lærði guðfræði í öðru þeirra,
man ekki í hvoru það var. Annaud ferðaðist
frá Portúgal til Ítalíu í leit að sviðsmyndum
og hann safnaði ótrúlegu magni mynda af
rómversk-gotneskum kirkjum og bygging-
um. Síðan heimsótti hann mig með þetta
hrikalega safn sitt og auðvitað voru flestar
byggingarnar annaðhvort of hrörlegar eða
of endurbyggðar. Til viðbótar bættist svo
auðvitað þetta sígilda sviðsvandamál, ef það
færi að rigna einhvers staðar í langan tíma
þurftum við að hafa svið fyrir innitökur
nálægt til að halda fjölmennu starfsliði og
rándýrum leikurum uppteknum í starfi.
Ég hafði ímyndað mér að Rocca di San
Leo væri frábær staður fyrir útitökur og
Annaud fór þangað aftur og aftur í mynda-
tökur og rannsóknir við öll hugsanleg
birtuskilyrði, í þoku á nóvembermorgni eða
við sólarlag að sumri. Þarna voru stórkost-
legir möguleikar fyrir útitökur en möguleik-
ar fyrir innitökur voru hvergi þar nálægt.
Við gerðum okkur því ljóst að það myndi
vera ódýrara að kvikmynda í stúdíói. Reynd-
ar held ég að sögutíminn skili sér betur í
tilbúinni sviðsmynd en einhverju gömlu
klaustri. Kirkjudyrnar voru til dæmis alltaf
sterkmálaðar. Nú eru þær drungalegar og
máðar af tímans tönn. Það gerir þær að vísu
rómantískari en endurskapar ekki rétta
stemmningu. Á elleftu öldinni var algengt
að segja: „Evrópa er að breytast í hvíta
kirkjubreiðu.“ í dag hafa þær fengið gráan
elliblæ. Myr.din verður trúverðugri ef við
leyfum okkur að svíkja svolít.ið þann lit.
Undirbúningurinn tók mjög langan tíma
að viðbættri allri textafræðivinnu Ánnauds
sjálfs. Hann vildi endurskapa tímabilið í
smáatriðum. Einn félaga minna hafði stofn-
að vinnuhóp við miðaldarannsóknir en
Annaud fékk þau til að roðna þegar hann
mætti með miklu nákvæmari upplýsingar
sem þau vissu ekkert um. Samt vantar heil-
mikið. Það er eitt að segja: Munkarnir átu
af viðarbrettum, en þegar leikstjórinn spyr
hversu stór þau hafi verið.. ? Eða: Þeir báð-
ust fyrir með ennið liggjandi við gólfið. En
hvar höfðu þeir rassinn? Vísaði hann út í
loftið eða var hann pressaður niður á milli
fótanna? Enginn sögulegur texti eða mál-
verk svarar þessum spurningum.
26. TBL VI KAN 7