Vikan

Eksemplar

Vikan - 26.06.1986, Side 16

Vikan - 26.06.1986, Side 16
LÆKNISVITJUN Hér á síðunni birtast svör læknanna Gests Þorgeirssonar, Helga Krist- bjarnarsonar, Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, Leifs Bárðarsonar, Öttars Guðmundssonar og Sigurðar Guðmundssonar við spurningum lesenda. Nú eru líðnar nokkrrr vikur síðan við hófum þetta nýmæli og hefur það mælst afar vel fyrir. Við biðjum fólk að vera þolinmótt þó að svör við spurningum þess birtist ekki strax. Við reynum að sinna öllum. Við bjóðum lesendum bæði að senda bréf með vandamálum sínum og hringja. Hringja má á þriðjudags- og miðvikudagsmorgnum frá níu til tólf. Bréfin, sem við fáum, verða að vera stutt, skýr og málefnaleg. Við birtum þau gjarnan undir dulnefni en nafn og heimilisfang verður að fylgja. Utanáskriftin er: ..... Lækmsvitjun Vikan Frjáls fjölmiðlun hf. Pósthólf 5380 125 Reykjavík VÖÐVABÓLGA SPURNING: Sveitakona spyr: Hér á heimil- inu þjáist fólk af vöðvabólgu. Er ekkert hægt að gera til þess að fólki líði betur án þess að nota pillur? Ef vöðvabólga er læknuð með nuddi og slíku, er þá ekki lík- legt að fólk fái þetta aftur eða er hægt að sporna við þessum kvilla? SVAR: Vöðvabólga er mjög algengur kvilli og orsakir þessara sjúk- dómseinkenna eru margar. Meðferðin fer fyrst og fremst eftir því hver orsökin er. MJÖG ALGENG Kvartanir um óþægindi frá vöðvum og stoðkerfi eru mjög al- gengar lijá fólki hér á landi og það þarf oft á tiðum að leita til lækna eða annarra til þess að fá bót á þessu. Svo virðist sem þessi ein- kenni séu mun algengari hér á landi en viða erlendis þar sem kvartanir af þessu tagi eru nánast óþekktar. HVAÐ ER VÖÐVAGIKT? Með vöðvagikt er einkum átt við óþægindi frá vöðvunum sjálf- um, svo sem verki eða eymsli, auma punkta þegar þrýst er á vöðvana og þreytueinkenni og minnkaða starfsgetu. Oftast vara þessi einkenni i marga mánuði og samfara þessu erandleg og líkam- leg vanlíðan, svefntruflanir og jafnvel morgunstirðleiki. Eins og kunnugt er festast vöðvarnir i sinum yfir i beinin. Þegar eymsli eru í sinafestunum er talað um festumein og er þá um annan sjúkdóm að ræða. HELSTU ORSAKIR Eins og fyrr sagði eru margir þættir sem valda vöðvabólgu, svo sem stöðugt og langvinnt álag á vöðvana. Ef við þetta bætist svefnleysi nær vöðvinn ekki að hvílastsem skyld/. Það getursíðan leitt til vitahrings sem leiðir tii aukinna verkja og heldur vöku fyrir sjúklingum. í sveitum er lik- legtað þessi skýring sé algengust. Ljóst er einnig að ýmiss konar stress, bæði andlegt og líkamlegt, getur valdið stöðugri vöðva- spennu og orskað þannig sama vítahring og áður er nefndur. Einnig eru til vissir líkamlegir sjúk- dómar sem geta valdið vöðvagikt eða eru fyrstu einkenni alvarlegri sjúkdóma. Það er þvi æskilegast að fólk leiti tl lækna til að fá grein- ingu á sjúkdómnum og ráðlegg- ingar um fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferð ef þess er kostur. MEÐFERÐ Fólki er fyrst og fremst ráðlagt að sofa vel og reyna að hvílast. Heitir pottar og böð eru mjög æskileg þar sem þvi verður komið við, til dæmis áður en fólk fer að sofa. Ýmsar mjúkar teygjuæfingar án átaks auka einnig blóðstreymi til vöðvanna og eru til góðs. í þéttbýli er hægt að læra slíkar teygjuæf/ngar ýmist hjá sjúkra- þjálfurum eða á heilsuræktar- stöðvum. Æskilegt er að byrja daginn með slíkum teygjuæfing- um og er þá hægt að nýta sér morgunútvarpið. Æskilegt er að forðast kulda. Ef orsakirnar eru andlegs eðlis verður að sjálfsögðu að athuga það, ef til vill með stuðningi vina og ættingja eða læknislærðra. 77/ er fjöldi lyfja á markaðinum við þessum kvillum. Stundum eru notuð hrein giktarlyf, i öðrum til- vikum vöðvaslakandi lyf en þau hafa i mörgum tilv/kum þann ókost að valda svefndrunga. Slík lyf er þá hægt að taka á kvöldin ef þess gerist þörf. Önnur lyf eru beinlínis við þunglyndi eða róandi lyf við kviða. Sjúkraþjálfun er veigam/kill þáttur í meðferðinni og einnig i fyrirbyggjandi skyni. Ýmsar aðrar aðferðir hafa verið reyndar, svo sem nálastunguaðferðir og fleira. Ljóst er af framansögðu að æski- legt er að reyna að komast að orsökinni og fjarlægja eða minnka hana. Ef það gerist ekki er hætt við þvi að sagan endurtaki sig aft- ur og aftur þrátt fyrir ,,pillur" eða ,,nudd". Þetta er i mörgum tilvik- um hægt og þess eru dæmi að sjúkraþjálfarar hafi kennt sjó- mönnum réttar vinnustellingar við erfið verk og þannig dregið úr vöðvabólgum og bakverkjum. HNÚTURÍ BRJÓSTI SPURNING: Ég er 36 ára og fann í vetur fyr- ir hnút í brjóstinu á mér. Ég fór til læknisins til að láta taka þetta en hann vildi ekki gera það fyrr en hann væri búinn að taka röntgen- mynd af brjóstinu. Það var gert. Hnúturinn var síðan tekinn og reyndist sem betur fer góðkynja. Hvaða gagn var að röntgen- myndinni? SVAR: Röntgenmynd af brjóstum (mammografia) er tiltölulega ný rannsóknaraðferð og getur veitt mikilsverðar upplýsingar þegar reynt er að skera úr um hvort hnút- ur i brjósti er góðkynja eða ///- kynja. Er þá fyrst og fremst litið til útlits hnútsins á röntgenmynd- inni og hvort kalk sé til staðar eða ekki. Á röntgenmynd geta líka sést hnútar sem ekki finnast við venjulega brjóstaskoðun. Brjósta- krabbamein i konum er alvarlegt vandamál hér og fer tiðni þess vaxandi. Ákveð/n atriði virðast tengjast aukinni hættu á að fá þennan sjúkdóm. Hafi til dæmis móðir konu haft brjóstakrabba- mein eykst hættan á að hún fái sama sjúkdóm þrefalt. Konur, sem eignast ekki börn eða eiga sitt fyrsta barn seint á ævinni, eru einnig i aukinni hættu. Einnig eykst hættan mjög á að fá krabba- mein í hitt brjóstið hafi krabba- mein fundist í öðru brjóstinu áður. Minni hætta er á sjúkdómnum hjá konum sem eiga mörg börn og hafa þau lengi á brjósti. Mikils er um vert að konur leiti að þessum sjúkdómi og gera þær það best sjálfar með sjálfsskoðun. Upplýs- ingar um hvernig hana skuli gera má fá hjá læknum og einnig úr bæklingum sem dreift hefur verið af Krabbameinsfélag/ islands. Röntgenmynd af brjóstum hefur verið notuð til þess að finna æxli snemma, áður en unnt er að finna þau með þreifingu. Gagnsemi þessa er ekki fyllilega Ijós og ætti ekki að koma i veg fyrir leit á ann- an hátt. Það er mögulegt að endurtekin geislun frá endurtekn- um röntgenmyndatökum af brjóstunum geti stuðlað að mynd- un krabbameins. Flestir eru nú sammála um að nota röntgen- myndatöku þessa sem leitartæki einungis hjá konum sem eru í mikilli hættu að fá krabbamein en ekki annars. 16 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.