Vikan - 26.06.1986, Blaðsíða 19
TEXTI OG MYNDIR JÚN KARL HELGASON
„I hönd fara ljóðrænni tímar.“
Með þessum orðum ávarpaði Ey-
steinn Þorvaldsson nokkra ljóðvini
á Gauk á Stöng fyrsta þriðjudaginn
í júni. Samkoma þessi var öllum
opin þótt ekki hefði farið hátt um
hana en meiningin var að hlýða á
ljóðalestur undir súð. Kvöldsólin
guðaði á þakglugga, teiknaði bjart-
an ferhyrning í rykkornin sem voru
á kreiki og Eysteinn kynnti upples-
arana á efnisskrá kvöldsins. Sjón
og Pjetur Hafstein Lárusson ætl-
uðu að lesa eigið efni og Sverrir
Hólmarsson þýðingar sínar. „Það
er nú samt ekki víst hvernig fer
með upplestur þess fyrstnefnda,“
sagði Eysteinn, „því það er ekki
Sjón að sjá.“ Úr því rættist þó þeg-
ar leið á kvöldið.
VAFASAMUR FÉLAGSSKAPUR
Að þessari ljóðrænu samveru-
stund stóð lítill félagsskapur sem
kallar sig Ljóðorma en i honum eru
þeir Eysteinn, Pjetur Hafstein,
Þórður Helgason og Heimir Páls-
son. Pjetur vildi reyndar meina að
þetta væri mjög vafasamur félags-
skapur, það er að segja óformlegur,
en starfsemi hans er einkum með
tvennu sniði. Annars vegar gefa
Ljóðormar út samnefnt tímarit með
Ijóðum og þýðingum hinna og þess-
ara en standa hins vegar að
kvöldum eins og því sem dró til sín
ljóðvinina á Gaukinn. Þau hafa
verið fyrsta þriðjudag hvers mán-
aðar í vetur, fram að jólum á
Mensu en við Tryggvagötuna síð-
an.
KAFFITÁR OG GALDRAR
Pjetur las þeirra félaga fyrstur,
frumsaminn ljóðabálk í fimm hlut-
um, tileinkaðan höfuðborginni.
Áheyrendur hlustuðu grannt,
margir lutu höfði, nudduðu
kannski hökuna eða sötruðu kaffi-
tár. Að lestrinum loknum þakkaði
fólkið fyrir sig með lófataki og
brátt var Sverrir við púltið. Hann
las með tilþrifum þýðingar á ljóð-
um eftir John Berryman, Ezra
Pound og loks síðasta hluta Eyði-
landsins eftir T.S. Eliot. Þá kynnti
Eysteinn skáldið Sjón og eldri
maður, sem sat við sama borð og
ég, sagði að nú ættum við von á
miklu. „Ég hlustaði á hann lesa á
ljóðlistarhátíð i fyrra,“ sagði hann,
„og það var mikill hávaði og galdr-
ar. Galdrar orðsins." Fljótlega kom
í ljós hvað hann átti við. Úr hátöl-
urum hljómaði annarleg tónlist,
síðan rödd úr barka Sjóns og mað-
ur varð þess áskynja hve flutningur
skálds getur oft gefið betri sýn inn
í verk þess en blakkir stafir á bók.
SÍÐBÚNAR HEFNDIR
Undirbúin dagskrá hafði runnið
sitt skeið en eins og oft áður á þess-
um ljóðlestrarkvöldum létu menn
ekki þar við sitja. Sverrir kom aftur
upp með aukreitis þýðingu í poka-
horninu. Honum hafði þótt hún
eiga illa heima á eftir Eyðilandinu
en hæfa nú betur þar sem Sjón
hafði lesið. Þetta var þýðingin á
kvæðinu eftir Tuli Kupferberg sem
birtist hér annars staðar á opn-
unni. Og enn var lesið. í salnum
var staddur Jón Kristófer, áður
kadett, og að annarra áeggjan fór
hann með tvö gömul en óbirt ljóð
eftir sig. Annað var ort eftir þeim
kúnstarinnar reglum sem tíðkuð-
ust í kveðskap hér fyrir formbylt-
inguna miklu en hitt var með
frjálsu formi nema hvað síðasta
erindið var rímað. Jón Kristófer
sagðist nú hafa ætlað að láta birta
þetta ljóð stuttu eftir að það var
ort en vinur hans, sem réð prent-
verki um það leyti, kom í veg fyrir
það, áleit kveðskapinn ótækan
svona beggja blands. En þetta
kvöld náði Jón semsagt fram
hefndum, þótt seint væri.
STUTTBUXNASTEF
Kaffitárin voru drukkin í botn
og sleginn botn í skáldaþingið.
Áður en Gaukurinn var yfirgefinn
fengust þeir Pjetur og Eysteinn þó
aðeins til að ræða um Ljóðorma.
Upp úr kafinu kom að Pjetur hafði
haft frumkvæðið með útgáfu Ljóð-
orms en hann átti upphaflega að
vera í stíl við Listræningjann,
menningartímarit sem Pjetur
stofnaði ásamt fleiri skáldum.
„Hugmyndin var að gefa þetta út
tvisvar á ári og láta þau skáld, sem
væru með efni hverju sinni, kosta
útgáfuna. Það reyndist ekki fram-
kvæmanlegt og að endingu gengum
við hjónin í að selja þetta fyrsta
tölublað. í því augnamiði fórum við
meðal annars heim til gamals
kennara konu minnar, Heimis
Pálssonar, en þá kom í ljós að hann
var búinn að ganga lengi með í
maganum draum um svona útgáfu.
Honum var því kippt inn í fyrirtæk-
ið á stuttbuxum yfir kaffibolla. Ég
vil endilega að þetta komi fram.
Það er tilkomumikið að sjá Heimi
á stuttbuxum.“ Einhver við borðið
skaut því inn í að síðbuxurnar hans
Heimis væru heldur ekkert mjög
síðar en við vorum augljóslega
komnir langt út fyrir efnið. Til að
bjarga við málum bætti Pjetur því
við að Eysteinn og Þórður hefðu
slegist í hópinn fljótlega eftir þetta
en sem betur fer var ekkert fjallað
um búnað þeirra neðan mittis við
það tækifæri. Það var svo fyrir
frumkvæði Þórðar að ljóðlestrar-
kvöldin komust á legg síðastliðið
haust
FJÖLBREYTT SKÁLDAVAL
„Þessi kvöld hafa verið afslöpp-
uð og óformleg,“ sagði Eysteinn.
„Þetta er viss kjarni sem hefur
komið og hlustað á ljóð af ýmsu
tæi.“ Þeir töldu upp álitlegan hóp
sem komið hefur fram og án þess
að sú upptalning sé nándar nærri
tæmandi þá er hópurinn æði fjöl-
breyttur. í honum eru jafnt eldri
skáld og þýðendur svo sem Stefán
Hörður Grímsson, Þorsteinn frá
Hamri og Helgi Hálfdanarson sem
og þau yngri; Berglind Gunnars-
dóttir, Bergþóra Ingólfsdóttir, ísak
Harðarson og Birgitta Jónsdóttir.
Þegar þeir voru inntir eftir aðsókn-
inni tóku þeir félagar fram að það
væri ekkert markmið að fá sem
flesta. „Við komum til með að hitt-
ast hér áfram fyrsta þriðjudags-
kvöld í hverjum mánuði í sumar
og það má gjarnan spyrjast út til
allra ljóðvina. Annars fer best á
því þegar ljóð eru lesin að hópurinn
sé ekki of stór. Svona samkomur
þurfa að vera fyrir fólk sem hefur
áhuga á ljóðum en ekki fólk sem
kemur til að sýna sig.“ Þar hafið
þið það.
ÞEGAR FUGL
EFTIR TURI KUPFERBERG
SVERRIR HÓLMARSSON ÞÝDDI
Þegar fugl flaug inn í skyndibitastaðinn var hann seldur fyrir
fjóra tíkalla.
Þegar fugl flaug inn í neðanjarðarlestina var honum sleppt inn
fyrir hálft gjald.
Þegar fugl dreit á hatt borgarstjórans var hann rukkaður
um skemmtanaskatt.
Þegar fugl fretaði hrukku allir við: Hvaða kynlegi söngur er þetta?
Þegar fugl flaug inn í stórmarkaðinn flaug hann upp stigann sem rann niður.
Þegar fugl reið öðrum fugli i skemmtigarði kom lögga og skaut hann.
Þegar fugl flaug inn í bióhúsið æpti forstjórinn: Hvaða andskotans
sprelligosi hefur sleppt þessum fiðrildum lausum?
Þegar fugl flaug inn í munn mér....fór ég að syngja.
Þegar fugl flaug inn í skólann var hann prófaður og settur í
leikskóla. Endaþótt hann væri 12 ára gamall.
Þegar fugl flaug inn í fangelsi var smíðað handa honum sérstakt
fuglabúr.. .svo hann kynni betur við sig.
Þegar fugl flaug inn í herstöðina var hann tekinn í bréfdúfusveitina.
„Ég hélt bréfdúfur væru úreltar," æpti hann. „Ef þú hættir ekki
þessu pípi verðurðu dreginn fyrir herrétt.“
Þegar fugl flaug inn í dyngju frúarinnar skrækti hún: En kitlar
ekki undan fjöðrunum?
Þegar fugl gat barn við konu urðu öll hin börnin öfundsjúk því
þau kunnu ekki að fljúga.
Þegar fugl verpti eggi stimpluðu menn það flokkur A og reyndu að
selja það: Fuglinn reiddist: hann vildi stimpla fólk flokkur B
og selja það.
Þegar fugl birtist á kjúklingamarkaðnum spurði hann: Hæ strákar,
hvurnin gengur?
Þegar fugl kom á fund mannfræðinga......bjó einn af
menningarmannfræðingunum til handa honum ritmál.
Þegar fugl söng á ljóðalestrarkvöldi.. .kom skáld og drap hann.
26. TBL VIKAN 19