Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 26.06.1986, Qupperneq 26

Vikan - 26.06.1986, Qupperneq 26
E va Benjamínsdóttir er fædd á Bíldudal en ólst að mestu upp í Skerjafirðinum, þar sem Þórbergur Þórðarson kenndi henni að hlusta á steinana tala. Hún var send í sveit á hverju sumri þvi hún var svo voðalega óþekk. Seinna varð hún meðal annars fyrsta hunda- snyrtidaman hérlendis, þar til hún sneri sér að myndlistinni. I stað þess að fara til Frakklands með fjögurra ára námsstyrk upp á vas- ann fór hún með þáverandi manni sínum, Pétri Péturssyni, til Boston þar sem hann ætlaði að stunda tón- listarnám. Eva er litrík persóna, jákvæð og fjallhress. Hún er sannfærð um að Þórbergur átti þátt í að gæða hug- myndaflug hennar miklu fjöri. „Allir krakkarnir í Skerjafirðin- um töluðu um Fjörulallann. Ég var forvitin og vildi kynnast honum. Mér fannst hann alveg ofboðslega góður og skemmtilegur því hann kenndi mér að tala við steinana og hlusta á þá. Hann bankaði í stein með stafnum sínum, tyllti svo stafnum á hann, lagði eyrað við hinn endann og hlustaði. Ég heyrði aldrei neitt og sagði honum það, þá sagði hann: „Þú heyrir þegar þú verður stærri.“ Svo bað hann mig eitt sinn að stoppa sig á götu þegar ég yrði eldri og segja að ég væri stúlkan í flörunni. Ég mætti ÞórbergiáTjarnarbrúnni átján ára gömul, þá vissi ég hver þessi Fjörulalli var og var hálfhikandi hvort ég ætti að þora að stoppa hann en gerði það nú samt. Hann varð hálfhissa en mundi alveg eftir mér og við spjölluðum saman smá- stund. I minningunni erhann mér kannski meira sem einhvers konar tákn en orð og ósjálfrátt hef ég alltaf haldið upp á fæðingardag Þórbergs, 12. mars. Seinna átti ég eftir að giftast manni sem var fædd- ur þann sama dag - en líklega var það bara eins og hver önnur tilvilj- un! É g er tvíburi og skaust í heiminn undir vogarmerkinu 1946, hálftíma á eftir Hermínu systur, það átti enginn von á mér, ég var algjört surprise. „But here I am and I can’t help it.“- Þetta er úr þýðingu Sig- urðar A. Magnússonar á ljóðinu To Descardes eftir Steinunni Sig_- urðardóttur, sem ég held upp á. Ég er yngst fimm systkina og það hef- ur oft verið grínast með að þau hljóti að hafa ruglast á körfum þarna í sjúkraskýlinu á Bíldudal því við Hermína erum svo ólíkar. Þegar pabbi fékk fréttirnar um tví- burana á gangnadaginn uppi á fjöllum tók hann á rás og stökk niður fjallið, fannst hann algjör súperman. Við kölluðum hann reyndar oft Benny Goodman, þessa elsku. í Hvalfirði bjuggum við svo nokkur ár, þar sem pabbi var verkstjóri, og síðan fluttum við í Skerjafjörðinn. Ég var í Melaskólanum hjá Jónu Sveins en skemmtilegast var í söng hjá Guðrúnu Pálsdóttur. Stærðfræðin var endanlega kýld úr mér í skóla og það er mitt lán því annars hefði ég kannski ekki uppgötvað mynd- listina. Uti í Boston lenti ég í fínu samkvæmi með eintómum stærð- fræðingum og varð mér að orði við einn af fremstu stærðfræðingum í heimi, prófessor Sigurð Helgason, hvað í ósköpunum ég væri að gera í þessum hópi. Þá svaraði Sigurður að bragði: „That’s because we can’t figure you out.“ Þetta var frábært svar- kannski ekki alveg út í hött - og mér fannst ég loks hafa skák- að stærðfræðinni. É g var í Myndlistarskólanum hér í einn vetur, annan vetur í Frakk- landi, svo freistaði ég gæfunnar í tískubransanum í New York um tíma og lærði auk þess hundaklipp- ingu. Kom svo heim og fór að snyrta hunda og allir héldu að nú væri ég alveg orðin klikkuð. Svo fór ég á þrjár vertíðir í röð til að safna fyrir námi áður en við Pétur fluttum út til Boston 1975, en þang- að fór ég þrátt fyrir styrkinn minn til Frans. Hann fór þar í tónlistar- nám og ég var góða stúlkan og hélt áfram að öngla saman aurum, nú með því að selja íslensku sauð- kindina í fínni hverfum borgarinn- ar. Ég var með lopapeysur sem systur mínar og móðursystir Pét- urs, Aðalbjörg (sú sem prjónaði sjálfan forsetakjólinn), höfðu prjónað. Svo ég var ekki með neitt drasl. íslendingarnii’ þarna úti voru alveg yndislegir, hjálpuðu manni og hvöttu áfram svo smám saman fór ég að fara á alls kyns námskeið. Fyrst tók ég látbragðs- leik, djassdans, skúlptúr og sviss- neska strengbrúðugerð. En svo settist ég á alvöru listaskóla, bætti síðar við listasögu og ensku og vorið ’84 útskrifaðist Eva litla sem BFA (Bachelor of Fine Art) frá Tufts. Sem valfög síðasta árið tók ,,Nixoní fasteigna- plotti við Njalla.“ ég rússneskar bókmenntir og leik- list. Þar var leikrit Chekhovs, Þrjár systur, sett upp og ég fengin til að leika Olgu. Þetta var alveg ofsalega gaman og ég get sagt þér það svona í trúnaði að það voru allir að segja að ég ætti að verða leikkona, svo kannski var ég bara að vesenast í vitlausu námi. Áður, eða árið 1977, lék ég í leikriti sem sýnt var á 1. des. skemmtun í Bos- ton. Þá var þarna alveg frábært Islendingalið, góða fólkið sem ég nefndi áðan, og sömdu þeir prófess- or Höskuldur Þráinsson, Þórður Jónsson eðlisfræðingur og Jóhann G. Jóhannsson, raunvísindaspek- úlant og músíkant, leikritið Litla stúlkan með eldspýturnar. Fjallaði það um Njálsbrennu og komu ýms- ar frægar persónur við sögu, til dæmis Njalli og Begga, Sherlock Holmes, Skugga-Sveinn og Nixon sem var í fasteignaplotti við Njalla. Á þessum tíma var nefnilega mikið um að hús væru brennd i Ameríku til að fá pening úr tryggingunum. Laufey Sigurðar fiðluleikari leik- stýrði og lék líka, ásamt Helgu Þórarins víóluleikara, Katrínu Valgeirsdóttur líffræðingi, Sigríði Snævarrsendiráðunaut, Birgi Árnasyni hagfræðingi og mér. Þórður var sögumaður. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt enda flykktust Islendingar að úr öllum áttum. Það mætti heyrast meira frá þessum snillingum - og þá vildi ég gjarnanfálinu." Þ að er alveg óþarfi að efast um leik- listarhæfileika Evu, svo opin og full af lífskrafti sem hún er. En þar sem útlit er fyrir að hún muni halda sig við myndlistina á næstunni koma þessir eiginleikar sjálfsagt ekki síður að notum þar. Eftir nám- ið kom Eva heim og hélt sína fyrstu einkasýningu en áður hafði hún tekið þátt í mörgum samsýningum. Hún sýndi í Ásmundarsal og fékk mjöggóðadóma, „hressilegurblær yfirverkunum“, „lipurt yfirbragð sem vitnar um lífsfjör og leikandi hugarfar listakonunnar“. En hvað gerði Eva svo? „Um sumarið, þegar ég kom út aftur, fékk ég inni á sumarsloti í New Hampshire hjá eldri gyðinga- konu, mrs. Kahn. Fékk þar stóra hlöðu til að mála í, frítt fæði og húsnæði og kaup að auki, sem ekki var hægt að eyða á staðnum. Um haustið seldi ég mest af því sem ég hafði gert þarna og þar með hafði ég möguleika á að fjármagna gaml- an draum - að ferðast um Banda- ríkin, sérstaklega á suðvesturslóð, um indíána- og eyðimerkurbyggðir. Fyrst þvældist ég aðeins um aust- urströndina en svo lagði ég af stað áleiðis til Tucson í Arisona, þar bjó Hermína systir. í lok október lagði ég af stað ein í sendiferðabíl sem við Pétur höfðum gert upp og var hann húseignin mín og aleiga eftir skilnað okkar sem varð um þessar mundir. Það er náttúrlega dirfska að ætla sér ein í svona ferð en enginn þorði með mér svo ég lét mig hafa það og bara dreif mig. Það var kannski mitt lán, annars hefði ég ekki kom- ist svona vel út úr þessu. Það þýðir heldur ekkert að treysta því að aðrir geri hlutina með manni, þá verður aldrei af neinu. Ég fékk mér auðvitað talstöð og komst í sam- band við trukkabílstjórana og hélt mig í samfloti við þá alla leiðina suðureftir. Ég gisti á hjólhýsastæð- um og var með fínar græjur, úti- legugaseldavél með tveimur hellum og tvær pönnukökupönnur. Og ef mig langaði að komast í sam- band við annað fólk bakaði ég pönnukökur. Þær höfðu alveg geipilegt aðdráttarafl, fékk marga forréttina og aðalréttina út á pönnukökudesertinn. í kúreka- borginni Nashville stoppaði ég í sex daga því þar var þetta rokna stuð. Ég söng íslenska vögguvísu í hinni einu sönnu kúreka-tónleika- höll, Gran’ ole opry, þar sem Dolly Parton og Johnny Cash eru aðal- stjörnurnar. Þannig var að leið- sögumaðurinn, sem sýndi okkur höllina, bað alla að syngja eitt- hvert godspell-lag og ef einhver reyndi að svindla yrði sá sami að syngja einsöng. Ég bærði varirnar með og þóttist sleppa, en ekki al- deilis, einsönginn varð ég að syngja „ Var alveg að verða westernised þarna.“ 26 VIK A N 26. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.