Vikan - 26.06.1986, Blaðsíða 52
Ys og þys
fyrir utan
Café Royal
Þetta atvik, sem ég ætla að segja frá hér á
þessum síðum, var svo smávægilegt í augum
þeirra sem áttu leið framhjá að fæstir þeirra
tóku eftir því. Ég setti þessa sögu saman eft-
ir frásögn lögregluforingja sem ég hitti á krá
í Westminster og svo eftir frásögn ungrar
konu sem heitir Nora Van Snoop. í aðra rönd-
ina er þessi saga ástarsaga. Þetta gerðist um
klukkan hálftvö.
EFTIFt CLARENCE ROOK
var fyrst og fremst þekktur undir nafninu
Mathuren vegna þess að hann notaði það
þegar hann framdi fífldjarft bankarán í
Detroit. í því bankaráni lét framkvæmda-
stjóri bankans líf sitt. Lögreglan taldi reyndar
að Mathuren væri sami maður og Rossiter
sá sem stóð að baki víðtæku svindli í Mel-
bourne og lögreglan var einnig á þeirri skoð-
un að Mathuren hefði skipulagt og hagnast
vel á dularfullu morði sem framið var í Mið-
Englandi.
En Mathuren hafði ætíð komist undan. Það
var einnig almennt álitið að hann hefði vegna
margra og stórra afbrota svarið þess dýran
eið að láta ekki taka sig til fanga, lifandi.
Einnig var vitað að hann réð sér ætíð aðstoð-
armenn sem vissu ekkert um aðsetur hans.
Sumir þeirra vissu jafnvel ekki að Mathuren
ofursti væri til. Lögreglan vissi harla lítið
um hann. Staðreyndin var sú að fyrir utan
nánustu samstarfsmenn hans þekktu aðeins
tvær manneskjur hann í sjón. Onnur var
bankastjórinn í Detroit sem Mathuren hafði
sjálfur drepið með eigin hendi að unnustu
hans ásjáandi.
kona akandi í leiguvagni niður Regents-
stræti. Leiguvagninn hafði hún tekið fyrir
utan hótelið sitt við lestarstöðina í Portlands-
stræti. Hún bað vagnstjórann að aka hægt
þar sem henni leið aldrei vel í vagni. Hún
hafði því gott tækifæri til að gaumgæfa það
sem fyrir augu bar á gangstéttunum. Sól
skein í heiði og allir virtust í besta skapi.
Kvenfólk skoðaði í búðarglugga, sumt hlaðið
bögglum og pinklum. Karlmenn á lausum
kili gengu um og biðu eftir því að tími væri
kominn til að fá sér hádegismat. Blómasölu-
stúlkur hrópuðu: „Fallegar fjólur, fallegar
fjólur, eitt penny búntið.“ Stúlkan í vagnin-
um hallaði sér fram á sætishlífína og fylgdist
af athygli með öllu sem fyrir augun bar. Það
var ekki hægt að segja að hún væri beinlínis
falleg, til þess voru drættirnir kringum munn-
inn of hörkulegir. Hrafnsvart hárið og gráblá
augun gerðu það hins vegar að verkum að
hvar sem hún kom skar hún sig úr fjöldanum.
Fyrir utan Café Royal var ys og þys og
gangandi vegfarendur komust varla leiðar
sinnar. Farþegi var að stíga út úr stórum fjór-
hjóla vagni en fyrir aftan hann höfðu tveir
vagnar staðnæmst, annar þeirra leiguvagn.
Stúlkan virti farþegann úr stóra vagninum
vandlega fyrir sér og einnig hóp manna sem
stóð á þrepunum á Café Royal. Skyndilega
opnaði hún lúguna á þaki vagnsins.
„Stansið hér,“ sagði hún. „Ég hef skipt um
skoðun.“
52 VIKAN 26. TBL