Vikan


Vikan - 26.06.1986, Page 54

Vikan - 26.06.1986, Page 54
„Saknið þér einhvers, herra minn?“ spurði dyravörðurinn og tók sér stöðu fyrir framan stúlkuna svo hún ætti sér ekki undankomu auðið. „Sígarettuveskið mitt, það er horfið,“ sagði maðurinn og sneri sér í hring. „Hvað gengur hér á?“ sagði lögregluþjónn- inn. „Ég sá þessa stúlku stela úr vasa herrans hérna,“ sagði dyravörðurinn. „Er það svo?“ sagði lögregluþjónninn og færði sig nær stúlkunni. „Þetta grunaði mig.“ „Svona, svona,“ sagði skegglausi mað- urinn. „Ég vil ekki nein vandræði, látið mig bara hafa sígarettuveskið og síðan ekki orð um þetta meir.“ „Ég hef ekki tekið veskið yðar,“ sagði stúlkan. „Hvernig vogið þér yður... ?“ Mað- urinn sortnaði í framan. „Jæja, jæja,“ sagði dyravörðurinn. „Þetta gengur ekki,“ sagði lögregluþjónn- inn. „Þér verðið að koma með mér. Við skulum ná í stóran vagn.“ Nokkrir slæpingjar höfðu safnast saman í kring til að athuga hvað gengi á. Fjögurra hjóla vagn kom og inn í hann stigu stúlkan, lögregluþjónninn og skegg- lausi maðurinn. „Ég hef aldrei á ævi minni vitað annað eins,“ sagði stúlkan. Þrátt fyrir það var hún hin rólegasta. Það var engu líkara en hún væri reiðubúin að takast á við hvað sem var. Lögregluþj ónninn fylgdist grannt með henni allan tímann til að fyrirbyggja að hún losaði sig við þýfið í vagninum. ^ lögreglustöðinni var gengið frá formsatriðum. Skegglausi maður- inn var skráður sem ákærandi og stúlkan neitaði öllum ásökunum. Vakthafandi lögregluforingi virtist í vafa um hvað gera skyldi. „Það er vissara að leita á henni,“ sagði hann og því næst fór lögreglukona með stúlk- una afsíðis til að leita á henni. Um leið og dyrnar lokuðust að baki þeim fór stúlkan með höndina ofan í vasa sinn, dró upp sígarettuveskið og lagði það á borðið. „Hérna,“ sagði hún, „þá er það afstaðið.“ Lögreglukonan varð undrandi. „Setjið þér höndina í vasa min og náið í veskið mitt.“ Konan tók veskið. „Opnið það, í því er miði.“ Á miðann, sem þjónninn hafði fengið stúlk- unni, hafði hún skrifað það sem lögreglukon- an las nú í hálfum hljóðum. „Ég ætla að stela úr vasa þessa manns. Það er eina ráðið til að koma honum inn á lög- reglustöð án þess að beita valdi. Hann heitir Mathuren ofursti, öðru nafni Rossiter, öðru nafni Connell og er eftirlýstur í Detroit, New York, Melbourne, Colombo og London. Látið fjóra menn grípa hann þegar hann á sér einskis ills von. Hann er vopnaður, hættuleg- ur og örvæntingarfullur. Ég er í New York lögreglunni. Nora Van Snoop“ „Jæja,“ sagði Nora Van Snoop þegar lög- reglukonan hafði lokið lestrinum. „Sýnið yfirmanni yðar þetta bréf strax.“ Lögreglukona opnaði dyrnar og eftir ör- stutta stund kom lögregluforinginn inn með bréfíð í hendinni. „Flýtið yður nú,“ sagði ungfrú Van Snoop. „Þér þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur, ég hef skírteinið mitt á mér.“ Hún rak höndina á kaf í annan vasa. „En getið þér verið vissar?“ sagði lögreglu- foringinn, „um að þetta sé maðurinn sem skaut bankastjórann í Detroit?“ „Ég horfði á hann skjóta Will Stevens og ég gekk í lögregluna til þess eins að hafa hendur í hári hans.“ Stúlkan stappaði niður fæti og lögreglufor- inginn fór. Hún beið í nokkrar mínútur og lagði við hlustir. Skyndilega heyrði hún hálf- kæft óp. Tveim mínútum síðar kom lögreglu- foringinn aftur. „Þér höfðuð rétt fyrir yður,“ sagði hann. „Við höfum fundið næg sönnunargögn til að bera kennsl á hann, en hvers vegna náðuð þér ekki í aðstoð?“ „Ég ætlaði að handtaka hann sjálf og það hef ég gert. Ó, Will, Will!“ stundi ungfrú Van Snoop. Hún lét fallast niður í stólinn, lagði höfuðið á borðið og grét. Hún lét það loksins eftir sér að fá vægt móðursýkiskast. Hálftíma síðar yíirgaf hún lögreglustöðina, fór inn á næsta pósthús og sendi skeyti til rannsóknarlögreglunnar í New York þar sem hún sagði stöðu sinni lausri. 54 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.