Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 26.06.1986, Qupperneq 56

Vikan - 26.06.1986, Qupperneq 56
 S T J Ö R N U S P Á Á HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Þú hittir fólk sem er gjörólíkt þér hvað lífsviðhorf snertir. Ef þú stillir þig um að láta það fara í taugarnar á þér geturðu haft af því hina bestu skemmtun. Mundu að ekki er heppilegt að allir séu sem steyptir í sama mótið. TVÍBURARNIR 22. maí - 21. júní Haltu þeirri stefnu sem þú hefur þegar markað og láttu óviðkomandi fólk ekki hafa áhrif á þig. Eins og málum er háttað ert þú best fær um að sjá hvað er heppilegast og haf- irðu ekki of mörg járn í eldinum fer allt vel. LJÓNIÐ 24. júlí - 23. ágúst Hafðu eigin velferð í fyrirrúmi og láttu eitthvað eftir þér sem til til- breytingar telst. Það er í þér þreyta og þú átt sannarlega skilið að hvíla þig rækilega. Að því loknu gæti verið ráð að huga lítið eitt að fram- tíðinni. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Þú hefðir gott af að vera sem mest úti og skalt láta eitthvað af skyldu- verkunum sitja á hakanum hvenær sem þú kemur því við með góðu móti. Þegar lengra líður gætirðu átt erfiðara með að njóta sumarsins og það bíður ekki eftir þér. BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Vikan verður skemmtileg og eftir- minnileg. Því valda óvæntir at- burðir og fólk sem þú hefur vanmetið sýnir nú á sér alveg nýja hlið. Þú verður upptekinn af mál- efni sem þú hefur hingað til talið utan þíns áhugasviðs. VATNSBERINN 21. jan. -19. febr. Brjóttu odd af oflæti þínu og stígðu fyrsta skrefíð til sátta við mann- eskju sem þú hefur ekki talað við lengi en metur í raun og veru mik- ils. Henni léttir áreiðanlega ekki síður en þér eftir að höggvið hefur verið á hnútinn. NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Ljáðu þeim eyra sem af einlægni vilja miðla þér af reynslu sinni. Þótt þú takir öllu vel geturðu seinna og í ró og næði íhugað hvað af þessari lífsvisku getur komið þér að notum. Það er meira en þú held- ur í fyrstu. KRABBINN 22. júní 23. júlí Hafðu góða gát á fjárhagnum og láttu ekki hlunnfara þig í viðskipt- um. Margur heldur auð í annars garði og einhver gengur með þá meinloku að þú sért fjáðari en venjulega. Sá hinn sami hugsar sér greinilega gott til glóðarinnar. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Áhugamálin taka hug þinn allan og ekki nema gott eitt um það að segja svo lengi sem þú rækir skyld- urnar. Þú færð lof fyrir góða frammistöðu og skalt njóta þess án þess að vera að velta fyrir þér hvort þú eigir það skilið. SPORÐDREKINN 24. okt, - 23. nóv. Leggðu al!t kapp á að koma í lag því sem þú hefur trassað að undan- förnu. Það er ósiður að láta verk, sem maður kemst hvort sem er ekki hjá að sinna, hlaðast upp og að því kemur að þetta fer að valda þér óþægindum. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. Lengi má manninn reyna og það sannast á þér í næstu viku. Þú kemst að því að einhver sem þú taldir meðal vina þinna er ekki all- ur þar sem hann er séður. Við þessu er ekki margt að gera en þú kemst fljótt að því hver þetta er. FISKARNIR 20. febr. - 20. mars Vertu ekkert að reyna að gera öðr- um til geðs, það er hvort sem er undir hælinn lagt hvernig til tekst. Einbeittu þér þess í stað að því að láta þér líða vel og mundu að stund- um getur verið bráðnauðsynlegt að gera hreint ekki neitt. Nú er tími krabbans og í tilefni af því birtum við mynd af vel þekktum krabba. George Michael í Wham! verður tuttugu og þriggja ára 25. júní. Krabbar eru miklar tilfinningaverur og getur það jafnt orðið þeim til framdráttar og trafala. Þeir eru gjarnan hörkutól á yfirborðinu en skelin er ekki þykk og und- ir henni er hrifnæm og auðsærð sál. Þeir eru áhyggju- seggir hinir mestu og finna sér tilefni jafnharðan og úr rætist fyrir þeim. Leiklist höfðar mjög til krabbans og á leiksviði eða í störfum tengdum leiklist er fleiri að finna úr krabbamerkinu en öðrum stjörnumerkjum. 56 VIKAN 26. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.