Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 26.06.1986, Qupperneq 58

Vikan - 26.06.1986, Qupperneq 58
SARDINÍA Þar sem dagurinn kostar eins og sólarlandaferö Sameiginlegir salir í hótelinu eru rúmgóðir og Þessi mynd er fengin úr auglýsingabækl- bjartir, í björtum litum og íburður mjög fínlegur. ingi hótelsins en engu lakari fyrir það. Það ^ j svona loftslagi er ekki rétt að tala um hlýleg er notalegur spölur frá húsinu niður að húsakynni, miklu fremur svalandi og notaleg. lauginni og fyrir bragðið er friðurinn þar ennþá meiri. Það er yndislegt og óvanalegt að koma út úr flugvél á framandi flugvelli og fylla vitin af blómaangan í stað olíustybbu og útblásturs- fnyks. Þetta gerist þegar maður lendir að kvöldlagi á Olbiaflugvelli á Sardiníu. Þar að auki er þægilegt að koma út í kvöldsvalann, eitthvað um tuttugu stig. Það gefur augaleið að í myrkri er ekki hægt að gera sér mikla grein fyrir nýju eylandi, en strax í myrkrinu sjást landslagseinkenni eyjar- innar: háir, gnæfandi fjallatindar, klettar og lítill skógur. En strax að morgni koma gróður- einkennin í ljós, kjarr (fljótt á litið líkast túju) og granítklettar og klappir á milli. Einmitt þessir klettar gefa landinu sérkennilegt yfir- bragð sem er öðruvísi en ég hef séð við Miðjarðarhafið, vindsorfnir í alls konar óvenju- legar og fallegar myndanir. Landið sjálft virðist einkum vera mismunandi háir hálsar með döl- um og bollum á milli, sléttur fáar og ekki stórar og svo þessir gnæfandi tindar. Sá hæsti þeirra mun skaga 1835 metra yfir sjó, sem er ekki svo lítil mishæð fyrir eyju sem er aðeins 24 þúsund ferkílómetrar að stærð. Þarna býr samt ríflega ein og hálf milljón manna. Helmingurinn eða þar um bil lifir af landbúnaði, sem sagður er heldur gamaldags, og helmingurinn þar af eingöngu á kvikfjár- rækt, einkum fjárbúskap. Margir hafa líka geitur og vinsældir kúabúskapar fara vaxandi. Þeir sem ekki hafa búskap að atvinnu grafa málma úr jörðu, sink, blý, kopar og fleiri málma, nokkuð af kolum - eða stunda iðnað af ýmsu tagi, leðuriðju og skipasmíðar. Og nú hin síðari ár hefur ferðaþjónusta bæst við því Sardinía laðar sífellt til sín fleiri sem kunna að meta kyrrð og frið við sand og sjó. Þar eru nú í smíðum ógrynni sumarhúsaþyrpinga sem hver og einn getur keypt sér íbúð í og leigt öðrum þegar hann þarf ekki sjálfur á að halda, og ávaxtað þannig sitt pund. Vogar og víkur með ströndum landsins tryggja skjólsæla staði að njóta sólarinnar á og enn er ásóknin í þenn- an edensgarð ekki meiri en svo að kyrrðin situr í fyrirrúmi. Og Miðjarðarhafið er engu síður hlýtt við Sardiníu en Spán, Mallorku eða móð- urlandið Ítalíu, enda er Sardinía svo að segja á sömu breiddargráðu og Mallorka. _ Ég sveif þarna ofan úr skýjunum eitt kvöldið síðla í maí og var fluttur beina leið á hótel Romazzino á Costa Smeralda, sem er eitt fín- asta strandhéraðið á eynni. Það einkennist af þessum litlu, friðsælu víkum þar sem ekki rúm- ast nema tiltölulega fáir og er yfir háls að sækja til næstu víkur. Okkur var sagt að Aga Khan ætti hótel Romazzino, sem um leið væri fínasta hótelið á allri Sméröldu. Hótelið sjálft er byggt í sérkennilegum stíl, ekki háreist og þar sem því verður komið við er reynt að líkja eftir hellum eða gömlum höllum í bogastíl. Það er 58 VIKAN 26, TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.