Vikan


Vikan - 12.02.1987, Page 7

Vikan - 12.02.1987, Page 7
Stjórn nemendafélagsins, brosandi og sæt. Það vantar bara hvítu kollana. Afmæli hjá Versló Þann tuttugasta og sjötta janúar síðastliðinn héldu verslunarskóla- nemar upp á tuttugu ára afmæli nemendafélagsins. í anddyri skólans var slegið upp afmælisveislu. Eldri nemendur sóttu gamla skólann heim og boðið var upp á tertu og kók. Það ríkti sannkölluð af- mælisstemning í Ofanleitinu þennan dag enda hafa „Veslingar“ löngum kunnað að gera sér glaðan dag. Reyndar er haft á orði að þeir séu svo leiknir í kúnstinni að kennurum þyki stundum nóg um allan þann tíma sem fer í félagslifið. En hvað um það, gott félagslíf er og verður nauðsynlegur þáttur í öllu skólanámi og hefur reynst mörgum drýgra að notagildi en margt annað sem læra má af bók. Við hér á Vikunni sendum „Veslingum" og nemendafélaginu bestu hamingjuóskir. Nemendur gæöa sér á kóki og tertu. „Gamlir Veslingar", Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verslunarráös, Kristni Hallssyni bragöaðist afmælistertan greinilega nokkuð vel. Sig- HemmiGunn. (frekari kynning óþörf) og Ásgeir H. Eiriksson pylsusali. uröur sonur hans lét sér nægja kókið en Kristrún Eymundsdóttir frönskukennari gerir sig líklega til að prófa tertuna. 7. TBL VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.