Vikan


Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 14
Á meðan þig dreymir koma fram í draumnum. En í þessum draum- túlkunum. sem og í drairmráðningum þeim sem kalla má þjóðtrú íslendinga, þarf að kunna táknmál draumráðninganna. Ur þjóð- trúnni könnumst við m.a. við að saur eða lýs boði ríkidæmi en skerðing hárs og skeggs þýði eignamissi. Sambærileg tákn eru í kenn- ingu Freuds þó þau séu annars eðlis. Flann segir til dæmis að foreldrar barns verði oft kóngur og drottning í draumum þess. Flins vegar verði systkini þess að smádýrum eða jafnvel pöddum. Þetta sprettur af ómeðvit- aðri virðingu og aðdáun barnsins til foreldr- anna og þá afbrýðisemi út í systkini sín. Sent að líkum lætur eru kyntákn mjög áber- andi í draumakenningu Freuds. Enda telur hann kynhvötina frumhvöt mannsins og að hún sé honum meðfædd. í raun túlkar hann flesta drauma út frá kynhvötinni. Eru draum- arnir þá oftast svölun bannlýstrar kynþrár viðkomandi. Hin freudísku kyntákn konunn- ar eru ýmiss konar ílát, hirslur, gjár, brunnar, hellar og svo framvegis. Aftur á móti eru kyntákn karlmannsins langir og mjóir hlutir s.s. hnífar, borar, sverð, spjót o.þ.h. Freud telur að kynástríðan sé dulbúin í þessum hlut- um vegna þess að þjóðfélagið sé búið að telja einstaklingnum trú um að allt sem snertir kynlíf sé ósiðlegt. Vegna þess að hvatir dreymandans samræmist ekki siðaskoðunum samfélagsins og hans sjálfs birtast þessar ástríður á táknrænan og dulbúinn hátt í draurni. Dreymandinn sjálfur uppgötvar jafn- vel ekki hvað er á seyði og lætur blekkjast. En dulbúnar i draurni fá hvatirnar saklausa og táknræna svölun. Það sem ég hef sagt hér á undan er megin- inntakið í draumfræðikenningum Freuds. En þessi stutta Iýsing er að sjálfsögðu ekki nærri því tæmandi. Margir fræðimenn voru ekki sammála þessari kenningu Freuds og var hann rnikið gagnrýndur. I þessu stutta yfirliti er ekki pláss fyrir fleiri draumakenningar en nefna má menn eins og Carl Gustaf Jung, Adolf Adler og Calvin Hall, en þeir settu all- ir fram eigin kenningar um drauma. Karlar fá standpínu í svefni Ýmsar nrælanlegar breytingar verða á lík- anrlegu ástandi fólks í svefni. Hér á undan hef ég minnst á hraðar augnhreyfingar og mælingar á heilabylgjum. Einnig verða breyt- ingar á hjartslætti, blóðþrýstingi, öndunar- hraða og fleira. En stinning kynfæris karla í svefni (jafnt bárna sem fullorðinna) hefur vakið mikla athygli vísindamanna og er í raun ekki vitað hvað veldur þessu. Þýski lífeðlisfræðingurinn P. Ohlmeyer byrjaði að kanna þetta fyrirbæri á 4. áratugn- um. Hann komst að því að þessi ástands- breyting endurtók sig reglulega á svefntíman- um og gat þetta gerst 4-6 sinnunt meðan á svefni stóð. Árið 1965 hafði rnargt nýtt komið fram um svefnhegðun manna, þ.á m. vitneskjan um kviksvefninn eða stig hraða augnhreyfmga. Charles Fisher birti þá niðurstöður úr rann- sókn sent hafði það markmið að leiða í ljós hvort samband væri á milli stinningu getnað- arlims og hraðra augnhreyfmga. I Ijós kom að náið samband var á milli þessara tveggja þátta. Stinning getnaðarlimsins átti sér stað á 95% þeirra svefnstiga sem höfðu hraðar augn- hreyfmgar. Einnig kom í ljós að kviksvefninn og stinning kynfæris hófst og lauk á mjög svipuðum tíma. Þessar breytingar virtust óháðar því hvort viðkomandi hafði haft sam- farir skömmu áður eða ekki. Aftur á móti hafa síðari kannanir staðfest að skelfing eða sorg í draumi hindrar stinningu eins og í vöku. Eins og áður sagði er ekki vitað hvað veldur stinningu getnaðarlimsins í svefni. En þó virð- ist sýnt að hugarástand dreymandans skiptir máli. En karlmenn dreymir ekki hreina kyn- lífsdrauma í 95% tilfella. Og hvað með smábörn? Stinning getnaðarlims á sér stað hjá þeim sem og fullorðnum. Þó að lítið sé vitað um þá lífeðlislegu og geðrænu þætti sem valda þessu virðast öll rök hníga að því að eitthvað sé rétt í tilgátu Freuds að kynhvötin sé grunnhvöt mannsins og sé samofin eðli hans frá fæðingu, en þroskist og breytist með aldri eins og aðrir hæfileikar. Ahrif umhverfis á drauma Allir þekkja þá tilfinningu að vakna upp af flóknum draumi. Draumurinn endar á há- væru hljóði, til dæmis frá kirkjuklukkum eða sjúkrabíl. Hávaðinn er svo mikill að við vökn- um. En þá er það vekjaraklukkan senr hringir. Flestir gera þá ráð fyrir að vekjaraklukkan hafi valdið draumnum. En rannsóknir benda til þess að svo sé ekki. Hringing klukkunnar veki hins vegar upp gamlar minningar um drauma eða raunveruleikann og skjóti þeim inn í drauminn og úr verði ný atburðarás. Þar af leiðandi hefur hringing klukkunnar ekki þau beinu áhrif að viðkomandi fari að dreyma unt leið og klukkan hringir, heldur hefur hringingin aðeins áhrif á atburðarás draumsins. Einnig er talið að önnur utanaðkomandi áreiti, nreðan á svefni stendur, geti ráðið nokkru um atburðarás drauma. Til dæmis nrá nefna að gerðar hafa verið tilraunir mcð að láta vatn drjúpa á handleggi og fætur fólks eða láta sterkt ljós skína frarnan i það. Ef þetta er gert meðan á móksvefni stendur hafa þessi ytri áreiti engin áhrif á draumana en ef menn verða fyrir þessunr áreitum þegar kvik- svefn á sér stað gætir áhrifa þeirra stundum en ekki alitaf. Ef áreitin hafa áhrif dreymir menn t.d. að þeir séu úti i rigningu eða að þeir séu staddir i miðjum eldsvoða. Sálfræðirannsóknir liafa sýnt fram á að menn geti að einhverju lcyti hal't stjórn á efni drauma sinna og annarra. Bæði eru notaðar beinar og óbeinar draumaábendingar. Hér á eftir ætla ég að segja frá tveimur slíkum til- raunum. Sú fyrri er framkvænrd með óbeinni draumaábendingu: Sálfræðingarnir létu fólkið ganga með rauð gleraugu áður en það fór að sofa. Ekki var sagt hvers vegna og fólkið vissi ekki hver tilgangur tilraunarinnar væri. Mjög margir sögðu þó að draumar þeirra hefðu verið rauðleitir. í framhaldi af þessu rná nefna að sunra dreymir alltaf liti en aðrir skynja aldrei liti í draumum sínunr. En langflesta dreymir stundunr liti og stundum ekki. Ástæð- an fyrir þessu er enn óþekkt. í hinni rannsókn- inni var draunraábendingin bein: þeir sem þátt tóku í tilrauninni voru beðnir um að ein- beita sér að því að dreyma persónuleikaein- kenni sem þeir vildu að einkenndu sig. Flesta dreymdi a.m.k. einn draum þar sem sjá mátti þetta persónuleikaeinkenni. Draumþörf mannsins Rannóknir hafa verið gerðar á draumþörf manna. Þær hafa meðal annars sýnt fram á að ef maður er sviptur draumnum, það er vakinn þegar kviksvefninn byrjar, reynir hann að bæta sér upp draunrleysið næstu nætur á eftir. Þ.e.a.s. hann dreynrir þá mun meira en honunt er eðlilegt. Einnig hefur komið fram að draumleysi framkallar andlega vanlíðan. Menn verða þreyttir, órólegir, uppstökkir, einbeiting verður erfið og minniháttar minnis- truflanir eiga sér stað. Það virðist því vera að draumar séu ekki tómt rugl heldur séu þeir manninum nauðsynlegir til þess að halda geðheilsu sinni. Draumurinn er ein af flóknustu ráðgátum sálfræðinnar. Frá alda öðli hafa menn reynt að ráða í hann. Egyptar litu á drauma sem boðskap guðanna og reistu draumguði sínum fjölda hofa þar scm draumtúlkendur höfðust við. Kínverjar töldu drauminn upprunninn úr huga dreymandans. Og ckki má glcyma Is- lendingum sem trúðu og trúa jafnvel enn á forspárgildi drauma. Um það höfum við mörg dæmi úr íslcndingasögunum og daglega lífinu. Allar þjóðir hafa túlkað drauminn á sinn hátt. En þrátt fyrir að draumurinn hafi skipt svo miklu máli i líli manna síðan fyrir þúsund- um ára hefur cngum tekist að skýra merkingu og tilgang hans. Þctla hcfur manninum ckki enn tekisl þrátt fyrir hina miklu rannsóknar- tækni sem hann ræður yfir. Eftir því scm fieiri svör og staðreyndir koma fram um drauminn virðasl fieiri spurningar vakna. hi:imii DASKKÁ 1. Alkinson, Ritii; Atkinson. Richnrd; Hilgard, lirncst. SálfncAi. Rvk 1986. 2. Cicir V. Vilhjálinsson. Stjórn vilundarinnar og sálncn lyl'. Rvk 1975. 5. Matthias Jónasson. Itðli drauma. Rvk 1983. 4. Schjcldcrup. Ilarald. l uróur sálarlilins. Rvk 1963. 5. Simon Jóh. Ágústsson. Sálarfncói. Rvk 1977. 14 VIK A N 17. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.