Vikan


Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 56

Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 56
r VIK A N SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 26. APRÍL-2. MAÍ HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Reyndu að vera sjálfum þér sam- kvæmur. Ekki geturðu ætlast til að aðrir undirgangist það sem þú treystir þér ekki til að samþykkja. Á þetta mun trúlega reyna og nokkru varðar að þú valdir engum von- brigðum. Þú bjargarekki fjárhagn- um í neinu snarhasti. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Láttu ekki það sem þú sættir þig við venjulega koma þér úr jafnvægi. Þú getur auðveldlega æst þig upp út af smámunum en slíkt verður til ills eins. Þú munt eiga fullt í fangi með að afgreiða hversdagsleg viðfangs- efni þótt þú farir ekki að reyna að breyta öllu og bæta í kringum þig. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Talsvert umrót verður hjá þér á næstunni en ekki líklegt að þú látir það raska því sem afráðið hefur ver- ið. Greiddu eins hljóðlega úr ágrein- ingsefnum og þér er unnt. Takist það kemur í ljós að þú hefur slegið vopn- in úr höndum þeirra sem hyggjast ruglaþigíríminu. VOGIN24.sept.-23.okt. Þú sérð sennilega fyrir endann á all- löngu tímabili sem einkennst hefur af togstreitu um peninga og fjár- hagsskuldbindingar. Flýttu þér hægt, enn eru ýmis atriði ófrágengin sem nauðsynlegt er að taka tillit til og miklu varðar að engir endar séu lausir þegar upp er staðið. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. T rúlega reynir hver að ota sínuni tota og vera má að þér ofbjóði heimtufrekja og sjálfselska einhverra sem þú umgengst daglega. Hags- munir þínir eru þó ekki í hættu og þú hefur gott svigrúm til að leiða menn í allan sannleika um eðli þeirra hluta sem um er að ræða. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Gefðu þér tíma til að sinna þeim sem þurfa á þér að halda en hlífast við að æskja aðstoðar. Þú skuldar greiða sem nú er tilvalið að endurgjalda og enginn verður ánægðari en þú ef þú lætur verða af því. Ekki er alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir hvar gleði eraðfinna. NAUTIÐ21.apríl-21.maí Þú þarft á hugrekki og staðfestu að halda. Að því mun reka að þér finn- ist freistandi að sýna hvar Davíð keypti ölið. Láttu það ógert vegna þess að við það fer enginn út af spor- inu nema þú og þú hefur nú þegar lagt niður fyrir þér hvernig hyggileg- ast sé að haga hlutunum. KRABBINN 22. júní-23. júlí Sitthvað óvænt kann að bera við og ef til vill finnst þér sem ekki sé ein báran stök. Það er þó til bóta að öðlast færni í að bregðast við breytt- um aðstæðum. Þér fer fram en gættu þess að vera ekki of tortrygginn gagnvart nýjungum þótt ástæðulaust sé að gína við hverju sem er. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. í þér er ferðahugur og þér finnst tímabært að koma á hreint því sem til stendur í þeim efnum. Þú ættir fremur að krefja þá sem málið varð- ar svara um óskir þeirra og fyrirætl- anir en láta aðgerða- og áhugaleysi ergja þig. Búðu þig undir að þurfa að sætta ólík sjónarmið. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Breyting gæti orðið á tekjum þínum á næstunni. Það tengist valkostum sem þú stendur frammi fyrir og ert sennilega á báðum áttum um. Reyndu að vinna tíma ef þér finnst þú ekki tilbúinn að ákveða þig. Að því kemur að þú verður ekki í vafa um hvaðgeraskuli. STEINGEITIN 22. des.-20.jan. Á næstu dögum kemur í ljós hversu haldgóð sú vinátta er sem þú hefur gert þér allmiklar vonir um að und- anförnu. Orðið gætu verulegar breytingar í vinahópnum en hvernig sem allt veltist verður andrúmsloftið mun betra eftir að ákveðið uppgjör hefuráttsérstað. FISKARNIR 20. febr.-20. rnars Þér vegnar betur en á tímabili var útlit fyrir og ef til vill má segja að í næstu viku verðir þú heppnari en þú átt skilið. Ekki skaltu samt treysta eingöngu á lukkuna. Þú verður, hvort sem þér líkar betur eða verr, að hafa samráð við þína nán- ustu varðandi það sem að þeim snýr. Karlmenn í nautsmerkinu eru rólegir og hagsýnir. Þeir eru þó mun rómantískari en í fljótu bragði virðist líklegt. Þetta eru hinir dæmigerðu verndarar og kunna vel að meta kvenleg- an yndisþokka þótt ósennilegt sé að þeir hafi mörg orð unt slíkt. Ennfremur eru þeir manna líklegastir til að færa unn- ustunni eða eiginkonunni blóm að tilefnislausu og gefa henni dýrargjafir. Þegar konureru annars vegareru nautskarlar lengi að ákveða sig en stefna hægt en örugglega að settu marki þegar þeir eru orðnir sannfærðir um að sú útvalda verð- skuldi þá. Þeim er eiginlegt að leggja drög að öruggri framtíð og telja tæplega tímabært að festa ráð sitl fyrr en þeir eru komnir í framtíðarvinnu, með öruggar tekjur ögjafnvel búnir að komast yfir húsnæði. Þeir eru scm sagt það sem kallað er fyrirmyndareiginmenn. Ekki er þó sambúð með nautskarli eintómur dans á rósum og sitthvað sem eiginkonan þarf að varast til að halda friðinn. Honum fellur til dæmis ekki að hún sýni yfirburði sína í viðurvist annarra, jafnvel þótt hann i hjarta sínu viðurkenni að hún sé honum fremri á einhverju sviði og kunni að meta það sem hún hefur til síns ágætis. Aldrei skyldi hún heldur lciðrétta hann vafningalaust, það þolir hann illa og affarasælla að l'ara krókaleiðir til að koma honum í skilning urn að hann hall rangt fyrirsér. Hann kann því vel að fá afog til að sýna karlmennsku sína og þótt henni þyki hann stundum einum of hégómlegur borgar sig fyrir hana að bíta ájaxlinn ogþola það. í öllu falli erþað mun betri kosturen að gagnrýna hann þvi að það þolir hann ekki. Nautið lætur sér annt um heimili sitt, kann að láta sér líða vel heima og langar ekkert að þvælast út um hvippinn og hvappinn. Nautskarlinn umber konu sinni ýmsa galla oger ekkert að núa henni þvi um nasir þótt hún sé ekki alfullkom- in. Honum finnst mikilvægt að hafa alla þræði í hcndi sér og þolir illa óvissu en í rauninni getur eiginkona nauts stjórnað því sem hún vill og haft ráð nautskarlsins í hendi sér svo lengi sem henni tekst að láta hann halda að það sé hann sent öllu ráði. í þvíergaldurinn fólginn í sambúðmeðnauti. 56 VIKAN 17. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.