Vikan


Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 10
NAFN VIKUNNAR: GUÐMUNDUR PÁLL GÍSLASON Fótboltínn er númer eitt, tvö og þrjú Með vorkomunni hýrnar yfir mannanna börnum. Krakkarnir fara að hlakka til að losna úr skólanum og þeir sem eru eldri eru farnir að bíða eftir sumarfríunum sín- um. Á mótum vors og vetrar fannst Vikunni ekki úr vegi að spjalla við ungan og upprenn- andi íþróttamann, fótboltastrákinn Guð- mund Pál Gíslason, sem félagar hans í Fram kalla dags daglega Gralla. Guðmundur er á íjórtánda ári og leikur með fjórða flokki Fram. Það fyrsta sem við spurðum hann um var hvenær hann hefði byrjað að spila fótbolta. „Ég man varla eftir mér öðruvisi en ég væri að sparka bolta. En þegar ég var fimm eða sex ára byrjaði ég að æfa reglulega og þá með sjötta flokki. Þá voru litlu vellirnir ekki komnir og við vorum látnir æfa á stór- um velli. Seinna breyttist þetta og það var fækkað í liðunum, í stað ellefu voru hafðir sjö í liði á minni velli. Fyrsta sumarið mitt lékum við einn og einn leik og unnum þá alla. Árið eftir lék ég með sama flokki. Þá lenti ég með strákum sem voru tveimur árum eldri en ég. Þá var 7 manna reglan komin. Það sumar tókum við þátt í mótum og gekk vel.“ 1984 lék Guðmundur bæði með sjötta flokki og fimmta flokki en var svo fluttur niður í þann fimmta. „Það ár var fimmta flokki skipt upp í A-lið og B-lið. Ég lék með A-liðinu. Þá tókum við þátt í íslandsmótinu, Reykjavíkurmótinu og svo haustmótinu. Þetta voru sigursæl ár því við urðum Islands- meistarar bæði 1984 og ’85. Þjálfarinn okkar á þessum árum var Magnús Einarsson. Svo hætti hann með okkur en nú er hann tekinn við okkur aftur og vonandi verðum við íslandsmeistarar undir hans stjórn í ár.“ - Hvaða stöðu spilar þú? „Þegar ég byrjaði var ég bakvörður. Þeir minnstu eru alltaf notaðir í það. En 1982 varð ég center og er nú kominn á miðjuna og stjórna miðjuspilinu.” - Var einhver ástæða fyrir því að þú gekkst í Fram? „Nei, engin sérstök. Félagið var í hverfmu, og það var svo stutt að fara á æfingar hjá þeim.“ Hvenær byrjuðuð þið að æfa fyrir ís- landsmótið í ár? „Við erum löngu byrjaðir að æfa. I allan vetur höfum við spilað einu sinni í viku á gervigrasinu inni í Laugardal. Við höfum líka æft einu sinni í viku innanhúss auk þess sem við tókum þátt í innanhússmóti í fót- bolta. í mars fórum við að æfa kerfisbundið og núna erum við farnir að æfa á fullu á mölinni. í Reykjavíkurmótinu leikum við alltaf á möl, svo og í haustmótinu, en í Is- landsmeistaramótinu fáum við að spila stöku leik á grasi. Það er búið að skipta fjórða flokki upp í A- og B-lið og við erum farnir að leika æf- ingaleiki fyrir nokkru enda fyrsti leikurinn nú í lok apríl.“ - Hvað æfið þið oft í viku? „Á sumrin æfum við 3 í viku og leikum einn leik. En ef við komumst í úrslit í þeim mótum sem við tökum þátt í æfurn við fimm daga vikunnar. En það eru ekki erfiðar æf- ingar heldur létt spil.“ - Erfiðustu andstæðingarnir? „Fyrir tveimur árum voru það KR-ingarn- ir. Þá lékum við úrslitaleikinn við þá í íslandsmeistaramótinu og unnum þá 1-0. Úrslitamarkið skoruðum við aðeins 10 sek- úndum fyrir leikslok. Ég veit ekki hvernig þeir eru núna. En ég held samt að við séum betri." -_Áttu þér einhver uppáhaldslið erlend? „í ensku deildinni er það Liverpool, en mér finnast ítölsku liðin Juventus og Napólí líka skemmtileg. Hins vegar finnst mér Pele ein- hver skemmtilegasti leikmaður sem uppi hefur verið en hann er fyrir löngu hættur að leika. Af þeim sem eru á hátindinum núna er Plat- ini uppáhaldsleikmaðurinn minn." - Þú ert ekki í öðrum íþróttum en fót- boltanum? „Fótboltinn er númer eitt, tvö og þrjú. Ég fór einu sinni á handboltaæfmgu en lét þar við sitja. Ég held að það sé ekki sniðugt að blanda saman mörgum íþróttum, ein nægir alveg." - Áttu þér einhver önnur áhugamál en fótboltann? „Ég hef mikinn áhuga á tölvum. Ég á eina Lacertölvu sem er 640 k. Hana nota ég rnik- ið í skólanum, í sambandi við ritgerðir og önnur verkefni sem ég þarf að gera heima. Ég á nokkur forrit, bæði ritvinnslu- og teikniforrit og mér fmnst mjög gaman að finna út alla þá möguleika sem þau bjóða upp á. Ég hef einu sinni farið á tölvunám- skeið en fannst það ekkert sérstakt. Maður lærir miklu meira rneð því að prófa sig áfram og lesa enskar tölvubækur og blöð. En í þeim finnur rnaður flestallar þær upplýsingar sem maður þarf á að halda." Hvað með sumarvinnuna? „Ég verð að vinna í sjoppu á Laugardals- vellinum í surnar og ætli ég verði svo ekki hálfan daginn í unglingavinnunni." - Ætlar þú að taka þér eitthvert sumarfrí? „Frá 18. júlí-2. ágúst verð ég á keppnis- ferðalagi með íjórða fiokki í Wales og Skotlandi. í Wales tökum við þátt í Jan Russ International Soccer Tournament en í Skotlandi tökurn við þátt í The Aberdeen International Football Festival, auk þess sem við spilum vináttuleiki við Glasgow Rangers og Celtic. Þetta er nú ekki eiginlegt sum- arfrí því við verðum allan tírnann að spila fótbolta. En okkur gefst líka einhver tími til að fara i skoðunar- og verslunarfcrðir. Ég veit ekki alveg hvernig þessu verður háttað en ég veit að í Aberdeen komum við til með að búa í mjög góðurn heimavistarskóla. Inn- an veggja hans er boðið upp á góða tóm- stundaaðstöðu. En ef ég fæ fríhelgi úr fótboltanum býst ég við að ég noti liana til að skreppa upp í sumarbústað nteð ljölskyldunni." Texti: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Mynd: Valdís Úskarsdóttir 10 VIKAN 17. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.