Vikan


Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 36

Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 36
minn var listamaður og bóhem. Hann var mjög góður söngvari og gítarleikari og gat verið óhemju skemmtilegur. En á tímabili man ég að þegar hann kom drukkinn heim á kvöldin þurrkaði ég það út úr huga mínum, svo daginn eftir hafði það ekki gerst. Hann kenndi mér reyndar ýmis- legt um lífið og tilveruna og fyrir kom að við fórum saman í gönguferðir og þá sagði hann mér hvað trén hétu, hvað fuglamir hétu og svo fram- vegis. Hann kenndi mér líka að meta ljóð því hann var og er óhemju góður upplesari. Enginn upplestur eða útvarpsleikrit komst í hálfkvisti við það að fá hann til að lesa fyrir sig. En ég kynnt- ist honum kannski ekki að ráði fyrr en á unglings- ámnum þegar við ferðuðumst saman um landið á gömlum Trabant og seldum málverk eftir hann. Á þeim árum skynjaði ég fyrst hversu mikill hæfi- leikamaður hann er. Mamma mín var dönsk, af finni aðalsætt, og kom upphaflega hingað á stríðs- ámnum til að vera eitt sumar. En hún kynntist pabba og varð eftir. Fjölskylda hennar var ekki par hrifin af því, en þegar fólkið hitti pabba braðn- aði það fyrir honum. Síðar skildu foreldrar mínir og við yngstu strák- amir, ég og Bergþór, fómm með mömmu til Danmerkur þar sem hún fór að læra iðjuþjálfun. Við Bergþór fómm fyrst á heimavistarskóla í Fredericia á Jótlandi. Siðvenjumar í þeim skóla vom frá miðöldum, við vomm barðir með spanskreyr og híföir upp á eymnum. Bergþór, sem gleymdi stundum að loka herberginu sínu, var sektaður fyrir það óg þar með fuku vasapening- amir. Hann leyfði sér að mótmæla og þá var hann hífður það illa upp á eyranu að eymasnep- illinn rifnaði frá. Þetta, ásamt fleiru sem er ómögulegt að tíunda, varð til þess að móðir mín tók okkur úr skólanum, leigði íbúð í Árósum og setti okkur í venjulegan skóla þar. Og það var þessi ágæti skóli, sem ég talaði um áðan, þar sem ég fékk uppreisn æm og tiltrú á sjálfan mig. En þama bjuggum við með ungu pari sem var í námi, Pétri Þórðarsyni og danskri kæmstu hans, Anne Grethe. Þau vom fyrstu fullorðnu táningamir sem tóku mér eins og jafningja og mér þótti óskaplega „Efmaður varmeð einhvem kjaft þá var maður annaðhvort dópisti eða kommún- isti.. .og rekinn. “ vænt um þau og þykir enn. Móðir mín var á þessum tíma orðin veik af MS sjúkdómi en gat samt lokið náminu. En eftir að við komum aftur heim veiktist hún það illa að hún gat ekkert starf- að við sitt fag. Hún dó svo fyrir nokkmm ámm.“ Bubbi var rétt tæplega sextán ára þegar hann fór á flakk á milli verstöðva. Hann hafði þá endan- lega sagt skilið við allt sem hét skóli og unnið hjá Vatnsveitunni eitt sumar þar sem honum þótti mikið leiðinlegt. Vestur í Bolungarvík fór hann sína fyrstu og síðustu sjóferð, sem beitinga- maður á línubát, en það segir hann hafa verið martröð lífs síns. verið með því hryllilegasta sem ég hef upplifað. Eftir þetta lét ég sjóinn alfarið eiga sig og hélt mig við frystihúsin hingað og þangað um landið. Verbúðalífið var dálítið erfiður heimur, þar dómineraði karlmennskumórall og harka. En það var mikil samheldni í verbúðunum því á þessum tímum var aðkomufólk ekki mjög svo vinsælt í „Ég var eiginlega vélaður um borð í þennan bát úr frystihúsinu sem ég var nýbyrjaður í. Þetta var útilegubátur, gerður út á grálúðu, og ég var konstant sjóveikur tuttugu og fjóra tíma sólar- hringsins og þar að auki urðu fmgumir á mér eins og bjúgu við að beita. Ég hclt nú að sjóveik- in myndi smám saman fara af mér en sú martröð hélst í yfir þijár vikur. Ég held aö sá tími hafi plássunum og varð að standa saman. Maður þurfti að geta lamið frá sér til að vera viðurkennd- ur og látinn í friði. En mér þótti gaman að slást á þessum árum, og það sem meira var, fann að ég var ekki núll og nix, öðlaðist jafnvel ákveðna virðingu. Ég gat farið á dansleiki einn og óstudd- ur, menn vissu að það var ekkert allt of öruggt að hjóla í mig. Það var gjaman þannig, þegar 36 VIKAN 17. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.