Vikan


Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 49

Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 49
Veiðimenn eru nú farnir að sveifla flugustöngunum og eflaust hafa margir náð mörgum á land nú þegar. Mynd Gunnar Bender ansson frá Vík í Mýrdal. Hann segir: „Flestir stanga- veiðimenn telja alla netaveiði rányrkju og víst er það rétt að margar ár hafa verið eyði- lagðar með hömlulausri netaveiði. En fleira getur flokkast undir rányrkju en óskynsamleg netaveiði. A ég þar við vorveiði á sjóbirtingi sem enn er leyfð samkvæmt lögum. Þessi vortiskur er svo gráðugur að laka að oft er hann á í hverju kasti þangað til hylurinn er tæmdur. Þessar veiðar mættu að ósekju leggj- ast niður enda ólíkt skynsam- legra að leyfa þessum fiski að ganga til sjávar og veiða hann frekar þegar hann kemur aft- ur úr sjónum, feitur og falleg- ur.“ Ein sú hugmynd sem skotið hefur upp kollinum varðandi vorveiðina er að leyfa ein- göngu veiði á flugu. Margir eru á þessari skoðun enda býður fluguveiði upp á mögu- leika á að sleppa aftur fiski sem ekki er mjög stór og í flestum tilfellum óskaddaður. Aftur á móti magagleypir fiskurinn oftast annað agn, að spæni undanskildum, og er nær dauða en lífi þegar líða tekur að lokum viðureignar- innar. Er ekki rétt að taka þessa hugmynd til rækilegrar athugunar og láta fram- kvæmdir fylgja í kjölfarið? Stuttar veiöifréttir Vikan lætur ekki sitt eftir liggja og nú hefur veiði- þáttur hafið göngu sína og verður framvegis á sínum stað i blaðinu. Veiðiáhugamenn geta því lesið um hitt og þetta tengt veiðinni í sumar og er vonandi að veiði- menn taki þessari nýbreytni vel. Þá viljum við hvetja veiðimenn til að láta í sér heyra eða senda okkur góð- ar veiðisögur. Dagurinn 55 þúsund Verð á veiðileyfum hefur mikið verið til umræðu meðal veiðimanna undanfarið og sums staðar þykir æði dýrt að renna fyrir fisk. Dagurinn í Laxá á Ásuni kostar 45 þúsund í sumar á dýrasta tíma og hefur mörgum eðli- lega blöskrað slíkt okur. í raun og veru kostar dagurinn mun meira því ekki er hægt að fá að renna í ána nema borga veiðileyfið hálfu ári fyrirfram. Ef 45 þúsund krónurnar væru settar í banka op geymdar þar á vöxtum hækkaði upphæðin verulega. Eftirspurnin gífurleg Þrátt fyrir okurverð í flestum veiðiám landsins hefur eftirspurnin sjaldan eða aldrei verið meiri en fyrir komandi veiðitímabil. Við höfum frétt að í margar veiðiár væri hægt að selja mun fleiri veiðileyfi en rúmast í ánum yfir sumarið og vissulega er það ömurleg stað- reynd að í mörgum ám skuli útlendingar ganga alfarið fyrir íslendingum. Burt með alla íslendinga Nöturlegt dæmi um fégræðgi þeirra sem selja veiðileyfi. í hittifyrra var frekar lítil veiði í Hofsá í Vopnafirði og lítið um útlendinga í ánni. í fyrra veiddist mun meira og enn var frekar lítið um útlendinga að veiðum. í fyrra veiddust um 1500 laxar í Hofsá og þá fannst mönnum nóg komið. Þeir íslendingar sem höfðu veitt í ánni í það minnsta tvö sumur á undan voru nú orðnir annars flokks vara og svo mun málum komið að nær eingöngu út- lendingar fá að veiða í Hofsá í sumar. 17. TBL VI KAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.