Vikan


Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 31

Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 31
bergh hafði flogið í tuttugu og sex tíma fór hann að hafa áhyggjur af því hvort hann væri á réttri leið eða ekki. Hann kom auga á fiskibát og vissi þar af leiðandi að það væri land í nánd. Hann flaug niður í urn fimmtán metra hæð. Hann hallaði sér út um gluggann og kallaði: „í hvaða átt er írland?" Hann fékk ekkert svar. Hann hélt þó áætlun sinni. Eftir um það bil klukkutíma sá hann land og þekkti brátt bæinn Valentia á strönd írlands. Lindbergh lauk þessu flugi og varð heims- frægur á einni nóttu. Loftför Loftbelgir voru lengi vel vinsælir og á tíma- bili virtist sem þeir væru framtíðin í loftflutn- ingum. Seint á átjándu öld var sú uppgötvun gerð að vetni var léttara en loft. Um 1766 uppgötvaði Henry Cavendish þennan eigin- leika vetnisins - að ef hann setti það í blöðru lyftist hún. En Cavendish leit eingöngu á þetta sem eðlisfræðilegt fyrirbæri og hugsaði ekki út í að það væri hægt að hagnýta það. Jacqu- es Charles var sá sem fékk þá hugljómun að nota lyftiafl vetnisins til flugs. En það eru Montgolfierbræðurnir sem eru almennt taldir eiga heiðurinn af því að hafa hagnýtt þennan eiginleika vetnis til þess að láta loftbelg fljúga. Árið 1963 var loftfarið Hindenburg sent í loft- ið. Það var þýskt og ótrúlega stórt og iburð- armikið. Það var tvö hundruð fjörutíu og fimm metrar að lengd. í því voru tvöfaldir klefar fyrir sjötíu og tvo farþega. Þar var heitt og kalt vatn, matsalur og vínstúka ásamt setustofu með flygli. Þar voru einnig skemmti- þilför fyrir gönguferðir. Hindenburg var rckið í fjórtán mánuði. Á þessum tíma fór það í sextíu og þrjár ferðir. Þrjátíu og sjö þeirra voru farnar yfir Atlantshafið og þar af tutt- ugu og ein milli Þýskalands og Bandaríkj- anna. En endalok Hindenburgloftfarsins voru hörmuleg. Þann sjötta maí 1937 var loftfarið að undirbúa lendingu i Lakehurst í New Jers- ey. Fjöldi manns var viðstaddur til að horfa á. Skyndilega kom upp eldur fyrir framan efri stélkambinn á loftfarinu. Örfáum sekúnd- um síðar stóð loftfarið allt í ljósum logum og féll hægt til jarðar. Skýring hefur aldrei fengist á því hver upptök eldsins voru. Þrjátíu og sex manns létu lifið í þessu slysi. Eins og fiestir vita var þar með lokið tímabili vetnis- loftfaranna þvi auk þess sem menn voru hrærðir af þessu hræðilega slysi gerðu þeir sér grein fyrir þ>ví hversu gífurlega viðkvæm svona loftför voru og hversu mikil hætta fylgdi þeint. Ótrúlegt er hvcrsu misjöfnum aðferðum dýrin beita við fiug sitt. Segja má að hvert dýr hafi sína sérhælingu. Kólibrífuglinn er þekktur fyrir sína sérstöku hæfileika. Hann getur verið kyrr i loftinu með því að hreyfa vængina á réttan hátt. Svipaða eiginleika hef- ur drekafiugan sem einnig getur „hangið" í loftinu. Albatrosinn er hins vegar búinn þeim hæfileika að geta svifið með vindalögunt ótrú- lega lengi. Nokkur dýr geta eingöngu svifið. Þar er svifíkorninn ntjög sérstakur. Hann hefur húð strengda milli fram- og afturlappa. Með því að strekkja á þessari húð getur íkorn- inn svifið unt það bil fjörutíu til fjörutíu og fimm metra. Þótt ótrúlegt megi virðast er til fiskur sem er gæddur þessum sama eiginleika. Það er flugfiskurinn frægi. Þótt hann nefnist flugfiskur er auðvitað um að ræða svif en ekki fiug. En fiugfiskurinn getursvifið svipaða vegalengd og íkorninn þótt hann þurfi að komast upp úr vatninu og i þá hæð sem hann svo svífur úr á eigin spýtur. íkorninn steypir sér hins vegar niður úr tré. Það er athyglivert til þess að hugsa að flug- ið er sú ferðaaðferð sent býður upp á mestan hraða af öllum þeinr sent þekktar eru. Þótt blettatígurinn sé oft álitinn hraðskreiðasta dýr jarðarinnar er það turnsvalan sem er hrað- skreiðust. Fjaðrir fuglanna eru ntjög ntisjafnar sem og gerð vængjanna. En þær eiga það þó sam- Það er þekkt eðlisfræðilögmál að þegar hraði einda, í snertingu við ákveðinn fiöt, eykst minnkar þrýstingurinn á fiötinn. Það er vegna þessa sem vængir fiugvélarinnar nýt- ast til fiugs. Þeir eru gerðir þannig að þeir eru í laginu eins og hálft tár; sveigjast upp á við fremst, lækka svo niður á við en eru sléttir undir. Það verður til þess að loftið, sem streymir yfir vænginn, herðir á sér. Þannig verður sífellt minni þrýstingur ofan á vængina meðan hann helst óskertur undir þeim. Þess vegna lyftist fiugvélin upp þegar hraðinn er orðinn nógu rnikill. En til að fiug geti átt sér stað verða að fara saman undirstöðuatriði fiugsins, rétt hlutfall þessara atriða; lyfti- krafts, sern áður er ræddur, þyngdar, loftvið- nánts og „knýs", orkunnar sem knýr vélina áfram og sigrar loftviðnámið. Þessi atriði verða öll að vera samræmd. Sviffiugurnar hafa lengi verið vinsælar. En Albatrosinn, fyrsta mannstýrða farartækið sem flaug yfir Ermarsund. eiginlegt að vera sterkar og sveigjanlegar. Þær gera vængina bungulaga að ofan þannig að lyftikraftur myndast. Undir ytri Ijöðrununt eru svo minni, mýkri fjaðrir (dúnn) sem halda hita á fuglinunt. Skordýrin eru nokkuð frá- brugðin fuglunum í aðferðum sínunt. Það má fremur líkja fiugi þeirra við fiug þyrlna en fiugvéla. Mörg skordýr geta hangið í loft- inu, hækkað sig og lækkað nærri lóðrétt, og jafnvel fiogið afturábak. Vængir fiestra skor- dýranna mynda bæði lyftikraft og knýja þau áfrant. Vængirnir hreyfast i ,,átta“laga mynst- ur. Þannig koma þeir dýrinu bæði áfram og upp. Hraðfieygustu skordýr í heimi geta náð um fjörutíu kílómetra hraða og jafnvel allt upp í sextíu og fimm kílómetra hraða við viss- ar aðstæður. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa mýfiugur urn eitt þúsund vængjatök á sek- úndu og býfiugur um tvö til þrjú hundruð. Hvers vegna? En hvers vegna getur fiugvél fiogið? á undanförnunt árunt hefur verið að ryðja sér til rúms ný tegund svifs; svifdrekafiugið. í þessari íþrótt er beitt sams konar tækni og í sviffiugufiugi, leitað að hitauppstreymi og þannig svifið á sama hátt og örninn. En í svifdrekafiuginu hefur maðurinn komist eins nálægt því að geta fiogið á eigin vængjum og hægt er í dag. Létt burðargrind og ntjög þunn- ir vængir úr efni eru það eina sem halda honunt uppi. En allt er í þróun. Og ekki síður fiugið en annað. Það er svo með gamla drauma að þegar menn gera sér Ijóst að það er hægt að láta þá rætast, að minnsta kosti að einhverju leyti, þá halda þeir áfram að reyna að finna enn betri lausnir. Og í framtíðinni má búast við því að fullkomnari farartæki til fiugs muni verða til en fólk lætur sig dreyma um núna, bæði hvað varðar hraða, stjórn og elds- neyti. Líka má búast við þvi að þróunin verði í þá átt að flugið geti smám saman orðið al- menningseign. 17. TBL VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.